Fleiri fréttir

Nautin ráku hornin í Lakers

Chicago Bulls vann öruggan sigur á Los Angeles Lakers, 103-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Býflugurnar stungu Curry og félaga

Charlotte Hornets varð í nótt aðeins annað liðið til að vinna Golden State Warriors í NBA-deildinni á tímabilinu. Lokatölur í leik liðanna í Charlotte, 106-102.

Stór­leikur Davis sá til þess að Lakers fór með sigur af hólmi

Fyrsti leikur kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta var léttur spennutryllir. Los Angeles Lakers vann átta stiga sigur á San Antonio Spurs, lokatölur 114-106. Lakers var nálægt því að missa leikinn frá sér en stórar körfur undir lok leiks tryggðu sigurinn.

Gott gengi Wizards heldur áfram

Washington Wizards halda áfram að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfubolta en alls fóru fram sex leikir í nótt.

Framlengingin: Hvaða lið verður á toppnum eftir fyrri umferðina?

Hinn sívinsæli liður, Framlengingin, var á sínum stað í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Sérfræðingar þáttarins, Jón Halldór Eðvaldsson og Sævar Sævarsson þurftu meðal annars að spá fyrir um hvað lið yrði á toppnum eftir fyrri umferðina í Subway deildinni.

Tryggvi öflugur í tapi Zaragoza

Casademont Zaragoza, sem Tryggvi Hlinason leikur með, tapaði í jöfnum leik gegn Joventut Badalona í spænsku úrvalsdeildinni í dag, 84-78.

Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur

KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda

Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð.

Lakers menn stunda það að vinna í framlengingu þessa dagana

Gömlu liðsfélagarnir Russell Westbrook og James Harden voru báðir með þrennu í sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni og lið Phoenix Suns hefur unnið sex leiki í röð.

Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið

NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt.

Þórsarar semja við tvo nýja leikmenn

Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akureyri gekk í dag og í gær frá samningum við tvo nýja leikmenn sem munu leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta.

Elvar atkvæðamikill í naumu tapi

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í belgíska liðinu Antwerp Giants tóku á móti Ionikos frá Grikklandi í fimmtu umferð riðlakeppni Euro Cup í körfubolta í kvöld. Elvar skoraði 28 stig er liðið tapaði naumlega, 90-87.

Ó­víst hversu lengi LeBron verður frá

LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers er liðið steinlá gegn Portland Trail Blazers um helgina. Lakers hefur ekki gefið út hversu lengi LeBron verður frá en hann hefur nú þegar misst af fjórum leikjum.

Friðrik Ingi tekur við ÍR

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í körfubolta. Hann tekur við liðinu af Borche Ilievski.

„Ekkert vandamál að selja Land Cruiser“

Framganga Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar í Subway deildinni í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar á föstudagskvöld.

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston

Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka.

Sjá næstu 50 fréttir