Körfubolti

Þórsarar semja við tvo nýja leikmenn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Reggie Keely í leik með Ohio árið 2012.
Reggie Keely í leik með Ohio árið 2012. Joe Murphy/Getty Images

Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akureyri gekk í dag og í gær frá samningum við tvo nýja leikmenn sem munu leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta.

Í gær samdi liðið við Svisslendinginn Jeremy Landenbergue, en hann er 28 ára bakvörður sem kemur frá franska liðinu Lorient. Hann hefur einnig leikið í heimalandinu og í Slóvakíu, ásamt því að hafa verið hluti af landsliði Sviss.

Þá samdi liðið einnig við bandaríska framherjan Reggie Keely sem kemur frá slóvenska liðinu Helios Suns. Keely er þrítugur og lék með Ohio University í bandaríska háskólaboltanum, en hann hefur einnig leikið í Finnlandi, Tékklandi, Grikklandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Makedóníu og Hollandi á sjö ára atvinnumannaferli sínum.

Þórsarar sögðu á dögunum upp samningum sínum við þá Jordan Blount og Jonathan Lawton, en liðið situr í neðsta sæti Subway-deildarinnar og er enn í leit að sínum fyrsta sigri þegar fimm umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×