Fleiri fréttir

Odom fær eins leiks bann

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers missir af leik liðsins gegn Philadelphia þann 4. janúar næstkomandi eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir grófa villu á Ray Allen hjá Boston í leik liðanna á sunnudaginn.

Detroit valtaði yfir Milwaukee

Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah.

Stór yfirlýsing hjá Boston

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91.

María Ben spilaði í nótt

María Ben Erlingsdóttir lék með liði sínu í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt í fyrsta sinn eftir að hún meiddist strax í öðrum leik tímabilsins um miðjan nóvember.

NBA í nótt: 12. sigur Portland í röð

Portland hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt með sínum tólfta sigri í röð. Liðið vann ellefa stiga sigur á Minnesota, 109-98.

San Antonio - Toronto beint á Sýn í nótt

Leikur San Antonio Spurs og Toronto Raptors í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 01:30 í nótt. Meistarar San Antonio hafa farið mjög vel af stað á leiktíðinni þrátt fyrir meiðsli lykilmanna, en Toronto reynir í kvöld að afstýra þriðja tapi sínu í röð á erfiðu sjö leikja ferðalagi sínu yfir jólin.

Njarðvík vann í Grindavík

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld. Stórleikur var í Grindavík þar sem Njarðvíkingar voru í heimsókn. Það voru gestirnir sem unnu sigur en leikurinn endaði 92-107.

NBA í nótt: Cleveland vann Dallas

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Dallas Mavericks tapaði sínum öðrum leik í röð, eftir fimm leikjasigurhrinu þar á undan, þegar það beið lægri hlut fyrir Cleveland Cavaliers á heimavelli.

Fjöldi leikja í NBA í nótt

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Erfitt er að halda jólin hátíðleg hjá Chicago Bulls sem tapaði á sannfærandi hátt fyrir San Antonio Spurs.

NBA í nótt: Lakers vann Phoenix

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar sigur LA Lakers á Phoenix Suns í stigamiklum leik, 122-115.

Chicago Bulls rak þjálfarann

Scott Skiles, þjálfari Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur verið rekinn. Stjórn félagsins er ekki sátt við árangur liðsins það sem af er tímabili.

Kobe Bryant hefur skorað yfir 20 þúsund stig

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er yngsti leikmaður sem skorað hefur yfir tuttugu þúsund stig í NBA deildinni. Bryant skoraði 39 stig í gær þegar Lakers vann New York 95-90 á útivelli.

Jón Arnór stigahæstur

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í ítalska körfuboltaliðinu Lottomatica Roma þegar það tapaði fyrir Montgranaro.

Níu leikir fóru fram í nótt

Meistararnir í San Antonio Spurs unnu í nótt sigur á LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Alls fóru fram níu leikir í deildinni í nótt.

Jólaævintýrið heldur áfram í Portland

Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni.

Sigur hjá Pavel og félögum

Pavel Ermolinskij skoraði tvö stig þegar lið hans, Huelva, vann góðan sigur í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Payton langar að spila með Boston

Leikstjórnandinn Gary Payton er sagður hafa mikinn áhuga á að taka fram skóna að nýju og ganga til liðs við Boston Celtics í NBA deildinni. Payton ákvað að hætta í sumar en hringdi í umboðsmann sinn eftir að hann sá Boston tapa fyrir Detroit í fyrrinótt.

James hafði betur gegn Bryant

Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers.

Lottomatica Roma vann Real Madrid

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig fyrir Lottomatica Roma sem vann góðan sigur á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld.

Jón Arnór og Helena best á árinu

Körfuknattleikssamband Íslands útnefndi í dag þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins 2007.

Heimtar 2,5 milljarða í skaðabætur

Leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio hefur farið í 2,5 milljarða skaðabótamál við vefsíðuna x17 online eftir að hún hélt því fram að hann hefði haldið framhjá konu sinni Evu Longoriu með franskri fyrirsætu.

Ágúst velur fyrsta landsliðshópinn

Ágúst Björgvinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn sem kemur saman til æfinga um helgina.

Ferill Mourning hugsanlega á enda

Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat í NBA kann að hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum í nótt þegar liðið tapaði fyrir Atlanta í framlengdum leik. Mourning meiddist illa á hné og var borinn af velli.

Detroit stöðvaði sigurgöngu Boston

Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok.

Grindavík vann KR í æsispennandi leik

Grindavík vann í kvöld KR í æsispennandi leik í toppslag í Iceland Express deild kvenna. Góð byrjun Grindvíkinga í fjórða leikhluta tryggði á endanum tveggja stiga sigur, 86-84.

Stuðningsmenn Knicks heimta höfuð Thomas

Stuðningsmenn New York Knicks eru nú búnir að fá sig fullsadda af vanhæfni þjálfarans Isiah Thomas og hafa skipulagt kröfugöngu í kvöld þar sem þeir krefjast þess að hann verði rekinn tafarlaust.

Michael Jordan æfir með Bobcats

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum.

Markmiðið er að koma liðinu í A-deild

Ágúst Björgvinsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KKÍ og mun stýra kvennalandsliðinu næstu fjögur árin. Hann er mjög spenntur fyrir verkefninu.

Auðvelt að segja já

Sigurður Ingimundarson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að halda áfram með karlalandsliðið í körfubolta þegar hann var beðinn um það. Sigurður hefur verið með liðið í fjögur ár og skrifaði undir tveggja ára framlengingu á blaðamannafundi á veitingahúsinu Carpe Diem í dag.

Tvö heitustu liðin mætast í kvöld

Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð.

Ágúst tekur við kvennalandsliðinu

Körfuknattleikssamband Íslands hélt fréttamannafund nú í hádeginu þar sem tilkynnt var að Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, taki við þjálfun kvennalandsliðsins í körfubolta. Þá var tilkynnt að Sigurður Ingimundarson verði áfram með karlaliðið. Vísir tekur þjálfarana í létt spjall síðar í dag.

Keyrði fullur á afmælisdaginn

Harðjaxlinn Charles Oakley sem á árum áður lék með New York Knicks í NBA deildinni hélt full glannalega upp á 44 ára afmælið sitt á dögunum. Hann var handtekinn ölvaður á bíl sínum norðan við Atlanta og þurfti að dúsa þrjá tíma í fangaklefa. Hann sýndi lögreglu þó engan mótþróa og hegðaði sér vel ef marka má frétt New York Daily News.

Lakers lagði Chicago

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust.

Valur vann Fjölni

Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar.

Fyrsta tap San Antonio á heimavelli

Phoenix Suns varð í nótt fyrsta liðið til að leggja San Antonio á heimavelli þess með 100-95 sigri í Texas. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio.

TCU tapaði í framlengingu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig þegar lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, tapaði fyrir Florida Gators á útivelli í gær.

Alvaran að byrja hjá Boston

Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum.

Spilaði fullur allan ferilinn

Framherjinn Keon Clark sem lagði skóna á hilluna í NBA fyrir nokkrum árum, viðurkenndi í viðtali á dögunum að hann hefði ekki spilað einn einasta leik í deildinni alsgáður.

Níu sigrar í röð hjá Boston

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993.

Logi lék í sigurleik Gijon

Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Farho Gijon sem vann í gær góðan útileikjasigur í spænsku C-deildinni í körfubolta.

Sjá næstu 50 fréttir