Körfubolti

Chicago Bulls rak þjálfarann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Scott Skiles er 43 ára
Scott Skiles er 43 ára

Scott Skiles, þjálfari Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur verið rekinn. Stjórn félagsins er ekki sátt við árangur liðsins það sem af er tímabili. Chicago hefur aðeins unnið níu af 25 leikjum liðsins í vetur.

Skiles hefur stýrt Chicago Bulls síðan 2003. Jim Boylan aðstoðarþjálfari er talinn líklegastur til að taka við sem aðalþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×