Körfubolti

Njarðvík vann í Grindavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Njarðvíkingar unnu stórleik kvöldsins.
Njarðvíkingar unnu stórleik kvöldsins.

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld. Stórleikur var í Grindavík þar sem Njarðvíkingar voru í heimsókn. Það voru gestirnir sem unnu sigur en leikurinn endaði 92-107.

Páll Axel Vilbergsson skoraði 24 stig fyrir heimamenn og tók sjö fráköst. Í liði Njarðvíkur var Damon Bailey stigahæstur með 43 stig ásamt því hann tók ellefu fráköst. Brenton Birmingham skoraði 32 stig.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3. og 4. sæti en bæði hafa þau fjórtán stig.

Botnlið Hamars vann sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið vann ÍR á heimavelli 83-73. Hamar hefur fjögur stig í neðsta sæti deildarinnar en þar fyrir ofan er Fjölnir með sex stig.

Þá vann Tindastóll 86-82 sigur á Stjörnunni á Sauðárkróki en bæði lið eru með átta stig eins og þrjú önnur lið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×