Körfubolti

Kobe Bryant hefur skorað yfir 20 þúsund stig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant.

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er yngsti leikmaður sem skorað hefur yfir tuttugu þúsund stig í NBA deildinni. Bryant skoraði 39 stig í gær þegar Lakers vann New York 95-90 á útivelli.

Alls hefur Bryant leikið 811 leiki og skorað 24,6 stig að meðaltali. Alls voru fimm Þorláksmessuleikir á dagskrá í NBA deildinni. Golden State gerði góða ferð til Cleveland og vann 105-96 sigur. Stephen Jackson skoraði 29 stig fyrir Golden State.

Detroit vann Houston 94-82 en liði Houston hefur gengið brösuglega að undanförnu. Luis Scola skoraði átján stig fyrir Houston í leiknum en Richard Hamilton var stigahæstur í Detroit með sautján stig.

Boston lagði Orlando Magic 103-91 en Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston í leiknum. Mikil spenna var í leik Denver og Sacramento þar sem Denver vann eins stig sigur 106-105. Linas Kleiza skoraði sigurkörfuna í blálokin.

Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Denver með þrjátíu stig en Ron Artest skoraði mest fyrir Sacramento, 105 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×