Jólaævintýrið heldur áfram í Portland 22. desember 2007 12:27 Leikmenn Portland fagna innilega NordicPhotos/GettyImages Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Jólin koma snemma hjá öskubuskuliði Portland Trailblazers í ár og í nótt vann liðið 99-96 sigur á Denver Nuggets á heimavelli. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð í deildinni. Flestir bjuggust við að leiktíðin yrði ekki upp á marga fiska hjá Portland eftir að nýliði liðsins Greg Oden meiddist í sumar og gæti ekki spilað með liðinu alla leiktíðina. Liðið hefur hinsvegar sprungið út í vetur og ungir leikmenn liðsins hafa fleytt því á lengstu sigurgöngu vetrarins í NBA deildinni. Martell Webster skoraði 19 stig í nótt og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge 18 hvor. Þetta er lengsta sigurganga Portland síðan leiktíðina 2001-02. "Hverjum hefði dottið í hug að það yrði Portland en ekki Phoenix eða Dallas sem næði lengstu sigurrispunni í vetur," sagði Roy ánægður eftir sigurinn. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 34 stig hvor fyrir Denver en það dugði ekki til. Liðin leika saman í Norðvesturriðlinum í Vesturdeildinni og nú er Portland aðeins hársbreidd frá því að komast á toppinn í riðlinum - upp fyrir Denver og Utah, sem fyrirfram voru taldir öruggir sigurvegarar í riðlinum. Boston burstaði Chicago í nótt 107-82 þar sem Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston en Ben Gordon var með 19 stig hjá Chicago. Utah vann loksins á útivelli eftir ömurlegt gengi undanfarið þegar liðið burstaði Orlando 113-94. Stuðningsmenn Orlando bauluðu á liðið, sem virðist heillum horfið eftir frábæra byrjun í vetur - rétt eins og gestirnir frá Utah. Paul Millsap setti persónulegt met með 28 stigum og Carlos Boozer skoraði 24 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hedo Turkoglu skoraði 27 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard var með 20 stig og 13 fráköst. LA Lakers vann fyrsta leik sinn í Philadelphia í næstum átta ár 106-101. Andrew Bynum skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Lakers en Andre Miller var með 21 stig hjá heimamönnum. Atlanta lagði Washington 97-92 þar sem Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington. New York er komið aftur á tapbraut eftir góðan sigur á Cleveland á dögunum. Liðið lá fyrir Charlotte á útivelli í nótt 105-95 þar sem Gerald Wallace var með 27 stig fyrir Charlotte en Nate Robinson skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit burstaði Memphis 94-67. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir heimamenn en Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis. Minnesota náði loksins fjórða leik sinn í vetur þegar það skellti Indiana nokkuð óvænt 131-118. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana en Al Jefferson var að venju öflugur hjá Minnesota með 29 stig og 13 fráköst. Dallas lagði LA Clippers 102-89 og vann þar með fimmta leikinn í röð. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas en Chris Kaman skoraði 24 stig og hirti 19 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Toronto 123-115. Chris Bosh var með 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto en Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira