Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KA-ÍBV 35-35 | Dramatískt jafntefli tryggði liðunum sín fyrstu stig
KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín.

„Ég er bara helvíti sáttur með þetta“
KA og ÍBV gerðu dramatíkst 35-35 jafntefli í KA-heimilinu í dag. KA leiddi í fyrri hálfleik en Eyjamenn komu sterkir inn í síðari hálfleik og úr varð alvöru leikur.

Aron og félagar enn með fullt hús stiga | Jafntefli hjá Ísendingaliði Ribe-Esbjerg
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg eru enn með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka útisigur gegn Skjern í dag, 28-34.

ÍBV vann KA/Þór með minnsta mun
KA/Þór var í heimsókn í Vestmannaeyjum og mætti ÍBV í Olís-deild kvenna. Fór það svo að heimaliðið vann með minnsta mun, lokatölur 28-27.

„Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“
„Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar.

„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9.

„Vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu“
Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hörður 38-28 | Köstuðu ekki inn hvíta handklæðinu
Valur vann stórsigur á Herði, 38-28 í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 | Bæði lið enn í leit að sínum fyrsta sigri
Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Valskonur ekki í vandræðum með Hauka
Valur gjörsamlega pakkaði Haukum saman að Hlíðarenda þegar liðin mættust í Olís deild kvenna í kvöld, lokatölur 37-22 Valskonum í vil.

„Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“
Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn.

Sjáðu hvernig Ómar og Gísli kláruðu Dinamo Búkarest með magnaðri fótafimi
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg þegar þýsku meistararnir unnu Dinamo í Búkarest, 28-30, í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Óli Stef ætlaði að verða eins og Sócrates
Ólafur Stefánsson ætlaði að feta í fótspor hetjunnar sinnar, allt þar til símtal frá þýsku félagsliði kom.

„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“
„Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik
Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lokin og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.

Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi
„Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“
Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna
Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri
Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru á kostum
Íslendingliðin Magdeburg og Álaborg unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn hjá Magdeburg á meðan Aron Pálmarsson var heldur rólegri í sigri Álaborgar.

Patrekur framlengir til 2025
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Þetta herma öruggar heimildir Stöðvar 2 og Vísis.

„Var búinn að liggja yfir þessum leik og ég ætlaði að vinna“
Stjarnan vann nokkuð sannfærandi sex marka sigur á Íslandsmeisturum Fram 26-20. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-20 | Íslandsmeistararnir sáu ekki til sólar í Garðabæ
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olís deildar kvenna á tímabilinu. Lokatölur 26-20 þar sem Stjarnan var mun betri aðilinn frá upphafi til enda.

Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku
Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“.

Olís-spá kvenna 2022-23: Máttur fjöldans
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

HSÍ tilkynnir 22 leikmanna æfingahóp fyrir forkeppni HM
HSÍ hefur tilkynnt 22 leikmanna æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í forkeppni HM 2024.

Orri Freyr skoraði eitt mark í tapi gegn Kiel í Meistaradeildinni
Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Elverum, skoraði eitt mark í tíu marka tapi Elverum gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Kiel vann leikinn 36-26.

Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“
Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða.

„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil.

Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“
Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti.

Kross 1. umferðar: Vígðu nýja heimavöllinn með stæl og Róbert Aron spólaði til baka
Keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst í síðustu viku. Fimm leikir fóru þá fram í 1. umferð deildarinnar. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“
Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar.

„Mikil meiðsli og mikil forföll, alltaf einn leikmaður út á sjó meira að segja“
Það ríkti ekki mikil bjartsýni hjá Handkastinu fyrir leik Íslandsmeistara Vals og nýliða Harðar í Olís deild karla á föstudaginn kemur. Ástæðan er mannekla Ísfirðinga ásamt þeirri staðreynd að þeir eru að heimsækja Íslandsmeistarana.

„Þetta eru bestu félagaskiptin í sumar“
„Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla.

Íslendingalið Ribe-Esbjerg ekki í vandræðum með Nordsjælland
Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann öruggan tólf marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 35-23.

Tveir nýir sérfræðingar koma með látum inn í Seinni bylgju kvenna
Seinni bylgjan fyrir Olís-deild kvenna hefur göngu sína að nýju í kvöld. Upphitunarþáttur fyrir komandi leiktíð verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20:00. Tveir nýir sérfræðingar.

„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“
„Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku.

„Ef ekki núna, hvenær þá?“
Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið.

Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

ÍBV örugglega áfram í Evrópubikarkeppninni
Eyjamenn lögðu ísraelska liðið Holon að velli öðru sinni í Vestmannaeyjum í dag og eru komnir áfram í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar.

Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

Teitur með fimm mörk í öruggum sigri
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld.