Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir er einn af reynsluboltunum í liði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín. Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín.
2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit
Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00