„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 14:01 Selfoss þarf líklega á miklu framlagi frá Guðmundi Hólmari Helgasyni að halda í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira