Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2022 10:00 Haukar fagna góðum sigri á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur. Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og þeir verði því í sama sæti og undanfarin tvö ár. Eftir síðasta tímabil skiptu Haukar um þjálfara, létu Gunnar Gunnarsson fara og við tók Ragnar Hermannsson sem náði góðum árangri með Hauka í byrjun þessarar aldar. Sömuleiðis urðu nokkrar breytingar á leikmannahópi og liðið missti þrjár öflugar skyttur; Söru Odden, Bertu Rut Harðardóttur og Ástu Björt Júlíusdóttur. Haukar endurheimtu aftur á móti Sonju Lind Sigsteinsdóttur og Ragnheiði Sveinsdóttur og fengu tvo króatíska leikmenn. Markmið Hauka í vetur virðist vera nokkuð skýrt; byggja upp til framtíðar og nýta yngri leikmenn félagsins. Haukar eiga til að mynda gríðarlega sterkan 2004-árgang og leikmenn úr honum eru þegar farnir að láta til sín taka í aðalliðinu. Í þessum kynslóðaskiptum verður krafan á árangur á Ásvöllum kannski ekki jafn mikil og oft áður. Haukar fá eflaust tækifæri til að taka út þroska í vetur og hrasa á leiðinni á áfangastað. Hafnfirðingar ættu þó að komast í úrslitakeppninni og ef Króatarnir eru góðir og ungu leikmennirnir þroskast hratt gætu þeir gert atlögu að fimmta, og jafnvel fjórða sætinu. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Elín Klara Þorkelsdóttir er komin með mikla reynslu þrátt fyrir mjög ungan aldur.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að verða ekki fjárráða fyrr en á miðvikudaginn er Elín Klara Þorkelsdóttir einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hún er allavega löngu hætt að vera efnileg og var langmikilvægasti leikmaður Hauka. Elín Klara er gríðarlega öflug á báðum endum vallarins og besti einn á einn leikmaður sem hefur komið fram síðan Lovísa Thompson skaust fram á sjónarsviðið. Þyrfti helst að geta skotið betur utan af velli og fjölga stoðsendingunum en þegar það kemur verður hún ekki bara einn besti, heldur besti leikmaður deildarinnar. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Thelma Melsted Björgvinsdóttir er önnur úr 2004-árganginum í Haukum. Spilar í miðri vörninni og á línunni í sókn. Er dóttir Hörpu Melsted, eins besta leikmanns sem Haukar hafa átt og ljóst er að Thelma þarf að halda heldur betur rétt á spilunum til að verða móðurbetrungur inni á vellinum. Hefur spilað með Haukum undanfarin tvö tímabil en hlutverkið verður eflaust stærra í vetur.
2021-22: 6. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 5. sæti 2018-19: 4. sæti+undanúrslit 2017-18: 4. sæti+undanúrslit+bikarúrslit 2016-17: 3. sæti+undanúrslit 2015-16: Deildarmeistari+undanúrslit 2014-15: 5. sæti+átta liða úrslit 2013-14: 7. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 8. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir frá Stjörnunni Ragnheiður Sveinsdóttir frá Val Ena Car frá Koka Varzdin (Króatíu) Lara Zidek frá Koka Varzdin (Króatíu) Farnar: Berta Rut Harðardóttir til Holstebro (Danmörku) Sara Odden til Sachsen Zwickau (Þýskalandi) Ásta Björt Júlíusdóttir til ÍBV Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00