Gunnar: Eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi en setur ekki púttin niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 22:12 Gunnar Magnússon segist ekki vera farinn að örvænta þrátt fyrir rýra uppskeru Aftureldingar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
„Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50