„Ógeðslega pirraður og reiður“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 13:31 Hákon Daði Styrmisson var valinn í landsliðshópinn sem æfði á Íslandi í vetur. vísir/vilhelm „Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar. Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar.
Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira