„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2021 13:33 Guðmundur Guðmundsson benti á að það hefði haft sín áhrif að einn besti handboltamaður heims, Aron Pálmarsson, skyldi ekki geta verið með á síðasta stórmóti. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Ísland hefur leik á EM 14. janúar þegar liðið mætir Portúgal í Búdapest. Liðið mætir svo Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðla. Ísland vann aðeins einn leiki í milliriðli sínum á HM í byrjun þessa árs en tapaði fjórum, og endaði alls í 20. sæti af 32 liðum. Liðið tapaði meðal annars 20-18 fyrir Sviss en einnig naumlega gegn Frakklandi og Noregi, tveimur af sterkustu liðum heims. „Lokaniðurstaðan hjá okkur var ekki góð varðandi sæti. Við glímdum við ansi mikið af meiðslum á síðasta stórmóti og getum nefnt menn eins og Aron Pálmarsson sem var ekki með, Janus Daði þurfti að hætta keppni, Haukur Þrastar var meiddur og Alexander Petersson kýldur út úr þessu dæmi,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag, eftir að hafa tilkynnt val sitt á EM-hópnum. Skemmtilegt mót ef við sleppum við meiðsli „Ég var mjög ánægður engu að síður með margt hjá liðinu. Ég var mjög ánægður með varnarleikinn. Við spiluðum tvo leiki við topplið í heiminu, Norðmenn og Frakka, jafna leiki þar sem við vorum yfir gegn Frökkum þegar 12 mínútur voru eftir. Mér finnst það sýna framfarir hjá liðinu. Við vorum ekki í þessari stöðu 2019. Svipað var gegn Noregi. Mér fannst við sýna þar framfaraskref. En við fengum ekki gott sæti, það er hárrétt, og við þurfum að ná jafnari leik, bæði varnarlega og sóknarlega. Ef ég ætti að nefna það sem var ekki nægilega gott var það að sóknarleikurinn þarf að vera betri, eins og í leik gegn Sviss þar sem við skorum ekki 20 mörk. Þar vantaði okkur meiri skotógnun fyrir utan, sem dæmi. En ég hef bullandi trú á þessu liði og tel að við getum bætt okkur. Sleppum við við meiðsli tel ég að þetta geti orðið skemmtilegt mót fyrir okkur,“ sagði Guðmundur.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira