Handbolti

Aron í tapliði og GOG jók forystuna á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson Nordjyske/Henrik Bo

Toppliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta voru í eldlínunni í dag og þar komu þrír Íslendingar við sögu.

Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg fengu Bjerringbro-Silkeborg í heimsókn og úr varð vægast sagt kaflaskiptur leikur.

Álaborg, sem situr í 2.sæti deildarinnar, leiddi með átta mörkum í leikhléi, 21-13. Í síðari hálfleik fór allt í baklás og gestirnir gengu á lagið. Fór að lokum svo að Bjerringbro-Silkeborg vann sex marka sigur, 30-36. Ótrúlegur viðsnúningur.

Aron skoraði eitt mark úr fjórum skotum.

Á sama tíma vann GOG góðan sigur á Kolding, 26-35, í uppgjöri landsliðsmarkvarða Íslands þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson (GOG) og Ágúst Elí Björgvinsson (Kolding) stóðu á milli stanganna. 

Hafa Viktor Gísli og félagar nú sex stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×