Handbolti

Þórir heimsmeistari í þriðja sinn eftir frábæra endurkomu norska liðsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Getty/Oliver Hardt

Norska landsliðið í handbolta er heimsmeistari eftir að hafa unnið Frakkland í úrslitaleik á HM á Spáni í dag. Norska liðinu er stýrt af Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni.

Úrslitaleikurinn var jafn á öllum tölum til að byrja með en þegar líða tók á fyrri hálfleik sigu þær frönsku fram úr og leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 12-16, eftir að hafa náð mest sex marka forystu.

Hálfleiksræða Þóris virðist hafa virkað afar vel því Noregur skoraði fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik.

Þær fylgdu því vel eftir og keyrðu hreinlega yfir franska liðið í síðari hálfleik. Fór að lokum svo að Noregur vann afar öruggan sjö marka sigur, 29-22.

Henny Reistad var markahæst í liði Noregs með sex mörk en Silje Solberg fór mikinn í markinu og átti stóran þátt í sigri norska liðsins.

Þetta er í fjórða sinn sem Noregur vinnur heimsmeistaratitilinn í handbolta og í þriðja sinn undir stjórn Þóris en hann hefur unnið átta gullverðlaun sem þjálfari liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.