Fleiri fréttir

Verður Þórir sá fyrsti sem nær gullnu þrennunni?

Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennahandboltalandsliðs Noregs á Ólympíuleikunum í London, getur í dag endurskrifað sigursæla þjálfarasögu norska kvennalandsliðsins með því að verða fyrsti þjálfarinn sem vinnur öll þrjú stærstu mótinu í einni runu.

Svíar að fara svipaða leið og íslensku silfurstrákarnir fyrir fjórum árum

Sænska karlalandsliðið í handbolta tapaði tveimur leikjum í riðlakeppni Ólympíuleikanna en spilar engu að síður um gullið á leiknum á sunnudaginn. Svíar unnu 27-26 sigur á Ungverjum í undanúrslitunum í dag. Það er hægt að finna tvo samnefnara með sænska landsliðinu og íslenska silfurliðinu frá því Peking fyrir fjórum árum.

Frakkar og Svíar spila um gullið á ÓL í London

Frakkar eru komnir í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í London eftir þriggja marka sigur á Króatíu, 25-22, í undanúrslitunum í kvöld. Frakkar mæta Svíum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Ungverjar og Króatar spila um bronsið.

Svíar í úrslitaleikinn - unnu Ungverja með einu marki

Svíar eru komnir í úrslitaleikinn í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í London eftir 27-26 sigur á Ungverjum í undanúrslitunum í kvöld. Svíar mæta annaðhvort Frökkum eða Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

ÓL-pistill: Takk fyrir allt

Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþróttahetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurningu svo viðtalið gæti hafist.

Björgvin Páll: Mótlætið gerir mann sterkari

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að örlög íslenska liðsins á Ólympíuleikunum hafi verið grimm en að það sé stundum eðli íþróttanna. Frammistaðan á mótinu sé þó ein sú besta frá upphafi.

Guðmundur: Mín ákvörðun að láta Snorra taka vítið

Snorri Steinn Guðjónsson spilaði aðeins nokkrar mínútur í leik Íslands og Ungverjalands á Ólympíuleikunum í gær en kom samt inn á þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að taka víti sem Ísland fékk. Það var varið og Ungverjar náðu að tryggja sér framlengingu með marki á lokasekúndunni.

Engin orð til að lýsa vonbrigðunum

Handboltalandsliðið féll úr leik á Ólympíuleikunum í London í gær eftir sárgrætilegt tap fyrir Ungverjum í tvíframlengdum leik. Guðmundur Guðmundsson kvaddi landsliðið og Ólafur Stefánsson mögulega einnig.

Króatar síðastir inn í undanúrslitin á ÓL

Króatar þurftu að hafa fyrir sigrinum á Túnis í átta liða úrslitum handboltakeppni Ólympíuleikanna í London en unnu að lokum tveggja marka sigur,, 25-23, þar sem Túnismenn unnu síðustu sex mínútur leiksins 4-1.

Svíar slógu Dani út og mæta Ungverjum í undanúrslitunum á ÓL

Svíar eru komnir áfram í undanúrslitin í handboltakeppni Ólympíuleikanna eftir 24-22 sigur á Danmörku í átta liða úrslitunum í kvöld. Þar með hafa tvær þjóðir, sem íslenska liðið vann í riðlakeppninni, tryggt sér sæti í undanúrslitunum því fyrr í kvöld slógu Frakkar út Spánverja.

Draumurinn um önnur Ólympíuverðlaun dó á móti Ungverjum - myndir

Íslenska handboltalandsliðið er úr leik á Ólympíuleikunum eftir dramatískt tap í tvíframlengdum leik á móti Ungverjum í átta liða úrslitum keppninnar í morgun. Eftir fimm sigra í röð náðu íslensku strákarnir ekki sínum besta leik á móti Ungverjum sem komu inn í átta liða úrslitin með þrjú töp á bakinu.

Frakkar í undanúrslit á dramatískan hátt - Accambray með sigurmarkið

William Accambray var hetja Frakka í dramatískum 23-22 sigri á Spánverjum í átta liða úrslitum handboltakeppni Ólympíuleikanna. Accambray, sem kom inn í franska liðið fyrir leikinn eftir að hafa verið utan hóps í riðlakeppninni, skoraði sigurmarkið og var markahæsti leikmaður franska liðsins með sjö mörk.

Guðmundur: Ólafur er einn besti handboltamaður sögunnar

"Ég er verulega sorgmæddur. Við hefðum getað farið alla leið og vorum svo nálægt því. Þetta eru erfiðar tilfinningar,“ sagði Guðmundur Guðmundsson við Vísi eftir að hafa stýrt sínum síðasta leik með íslenska landsliðinu.

Sverre: Við börðumst allan leikinn

"Mér líður auðvitað alveg ömurlega. Ég veit ekki hvað ég á að segja við þig heldur. Það er hrikalega erfitt að þurfa kyngja þessu,“ sagði Sverre eftir leikinn.

Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði

Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag.

Guðjón Valur: Ungverjar með hörkuvörn

Ísland mætir í dag liði Ungverjaland í gríðarlega mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í London. Sigurliðið fer áfram í undanúrslit og fær þar með tækifæri til að spila um verðlaun en liðið sem tapar er úr leik.

Ólafur Stefánsson: Svalasti náunginn á Ólympíuleikunum

Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Joe Posnanski skellti sér á dögunum á leik Íslands og Breta á Ólympíuleikunum í London. Hann varð ekki svikinn enda er hann viss um að hann hafi hitt svalasta keppandann á leikunum, Ólaf Stefánsson.

Landin: Við mætum Króatíu í úrslitaleiknum

Niklas Landin, markvörður danska landsliðsins, er viss um að Danir spili um gullið í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Danir mæta Svíum í átta liða úrslitunum á morgun og markvörðurinn snjalli hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska landsliðinu.

Aron og Mikkel hættulegastir á Ólympíuleikunum

Aron Pálmarsson og Daninn Mikkel Hansen deila efsta sætinu þegar kemur að því að búa til flest mörk á Ólympíuleikunum í London. Báðir komu þeir að 48 mörkum sinna liða í riðlakeppni Ólympíuleikanna eða 9,6 að meðaltali í leik. Aron skoraði meira en Mikkel gaf fleiri stoðsendingar.

Guðjón Valur markahæstur í riðlakeppninni

Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, varð markahæsti leikmaður riðlakeppni Ólympíuleikanna sem lauk í gær. Guðjón Valur skoraði 36 mörk í leikjunum 5 eða 7,2 mörk að meðaltali í leik.

Guðjón Valur hvíldi á æfingu í dag

Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi þegar að íslenska handboltalandsliðið æfði í London um hádegisbilið í dag. Guðjón Valur hefur spilað flesta leiki Íslands á Ólympíuleikunum frá upphafi til enda og var markahæsti leikmaður riðlakeppninnar með 36 mörk.

Róbert: Stundum eins og vitleysingar

Ísland vann í dag öruggan sigur á Bretum en strákarnir lentu þó í alls konar basli framan af leik. Ísland var þó búið að tryggja sér sigur í A-riðli fyrir leikinn og hafði því að litlu að keppa í kvöld.

Hreiðar: Vildum klára leikinn með reisn

"Þessi leikur á ekki eftir að lifa í minningunni,“ sagði markvöðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson eftir sigur Íslands á Bretlandi, 41-24, á Ólympíuleikunum í dag.

Arnór: Skemmtilegra en á æfingu

Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Bretum í dag hafi ekki verið mjög þýðingarmikill. Aðalatriðið hafi verið að fá þessi tvö stig sem í boði voru.

Guðmundur: Vandræðalegt í fyrri hálfleik

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik.

Þórir óánægður með gengi norska liðsins á ÓL

Norska kvennalandsliðið sem leikur undir stjórn Íslendingsins, Þóris Hergeirssonar, olli töluverðum vonbrigðum í riðlakeppni Ólympíuleikanna í handknattleik. Liðið endaði í fjórða sæti riðilsins en komst þó áfram í 8-liða úrslitin þar sem þær mæta toppliði A-riðils, Brasilíu.

Sjá næstu 50 fréttir