Guðmundur: Vandræðalegt í fyrri hálfleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 17:34 Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik. Niðurstaðan er þó sú að Ísland vann alla leiki sína í riðlinum og það stendur upp úr eftir leikinn. „Jú, það er mikið afrek. Ég hélt reyndar að það væri að klúðrast í kvöld," sagði Guðmundur eftir leikinn og gat ekki annað en hlegið. „En það var nokkuð erfitt að fara í þennan leik. Við vorum búnir að vinna riðilinn, vissum hverjir yrðu andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum og við slíkar aðstæður fer hugur manna að reika. Þeir vilja heldur ekki meiðast og svo framvegis." „En íþrótt er þannig að ef maður fer ekki í leikina af fullum krafti, þá lítur maður út eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það er einfaldlega ekki hægt að slaka á." „Bretarnir keyrðu þetta áfram af fullum krafti og gáfu allt sitt í leikinn. Þetta var orðið frekar vandræðalegt hjá okkur í fyrri hálfleik." „En svo töluðum við vel saman í hálfleiknum og fórum vel yfir það sem við myndum gera í þeim síðari. Það var ekkert að honum og náði ég að láta marga spila sem er mikilvægt upp á framhaldið að gera. Menn þurfa að vera ferskir þegar kemur að leiknum á miðvikudag." Guðmundur tók alla leikmenn inn í búningsklefa í hálfleiknum og viðurkennir að hálfleiksræða hans hafi verið nokkuð kröftug. „Já, hún var það. Ég var hundóánægður og strákarnir ræða. Það þurfti aðeins að vekja menn til lífsins." Hann hefur þó engar áhyggjur af því hversu strákunum gekk illa í fyrri hálfleiknum. „Allir leikirnir okkar í riðlinum voru búnir að vera erfiðir en við vorum enn taplausir. Þetta voru allt hörkuleikir, allir sem einn, og þá er ekkert einfalt að mæta Bretum í síðasta leik." „Það er erfitt að fara inn í lokaleik gegn Bretum eftir það sem var á undan gengið en okkur tókst að klára leikinn í seinni hálfleik. Ég hef því engar áhyggjur því við höfum verið að spila vel og bæta okkur heilmikið á milli leikja. Við eigum samt helling inni og verkefnið verður skemmtilegt á miðvikudaginn." Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki skemmt í fyrri hálfleik gegn Bretum í kvöld. Gestgjafarnir hér í London reyndust strákunum okkar erfiðari viðureignar en búist var við en þeir kláruðu þó verkefnið almennilega í seinni hálfleik. Niðurstaðan er þó sú að Ísland vann alla leiki sína í riðlinum og það stendur upp úr eftir leikinn. „Jú, það er mikið afrek. Ég hélt reyndar að það væri að klúðrast í kvöld," sagði Guðmundur eftir leikinn og gat ekki annað en hlegið. „En það var nokkuð erfitt að fara í þennan leik. Við vorum búnir að vinna riðilinn, vissum hverjir yrðu andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum og við slíkar aðstæður fer hugur manna að reika. Þeir vilja heldur ekki meiðast og svo framvegis." „En íþrótt er þannig að ef maður fer ekki í leikina af fullum krafti, þá lítur maður út eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það er einfaldlega ekki hægt að slaka á." „Bretarnir keyrðu þetta áfram af fullum krafti og gáfu allt sitt í leikinn. Þetta var orðið frekar vandræðalegt hjá okkur í fyrri hálfleik." „En svo töluðum við vel saman í hálfleiknum og fórum vel yfir það sem við myndum gera í þeim síðari. Það var ekkert að honum og náði ég að láta marga spila sem er mikilvægt upp á framhaldið að gera. Menn þurfa að vera ferskir þegar kemur að leiknum á miðvikudag." Guðmundur tók alla leikmenn inn í búningsklefa í hálfleiknum og viðurkennir að hálfleiksræða hans hafi verið nokkuð kröftug. „Já, hún var það. Ég var hundóánægður og strákarnir ræða. Það þurfti aðeins að vekja menn til lífsins." Hann hefur þó engar áhyggjur af því hversu strákunum gekk illa í fyrri hálfleiknum. „Allir leikirnir okkar í riðlinum voru búnir að vera erfiðir en við vorum enn taplausir. Þetta voru allt hörkuleikir, allir sem einn, og þá er ekkert einfalt að mæta Bretum í síðasta leik." „Það er erfitt að fara inn í lokaleik gegn Bretum eftir það sem var á undan gengið en okkur tókst að klára leikinn í seinni hálfleik. Ég hef því engar áhyggjur því við höfum verið að spila vel og bæta okkur heilmikið á milli leikja. Við eigum samt helling inni og verkefnið verður skemmtilegt á miðvikudaginn."
Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. 6. ágúst 2012 12:33