Fleiri fréttir

Guðmundur: Enginn heppnissigur

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson gat vitaskuld ekki annað en verið ánægður með framnmistöðu sinna manna eftir sigur á Frökkunum í kvöld.

Leik lokið: Ísland - Frakkland 30-29 | Stórkostlegur íslenskur sigur

Ísland vann í kvöld stórkostlegan eins marks sigur, 30-29 á Ólympíumeisturum Frakka. Íslenska liðið spilaði frábærlega í leiknum, bæði í vörn og sókn og vann að lokum verðskuldað eftir taugatrekkjandi lokamínútur. Ísland mun því enda í efsta sæti riðilsins og er komið í átta liða úrslit keppninnar.

Ólafur: Árangur okkar engin tilviljun

Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson var með báða fætur á jörðinni eftir sigurinn í kvöld og minnti á að það er enn mikið eftir af þessu móti.

Sverre: Við erum bara nokkuð góðir

Sverre Jakobsson var í mikilvægu hlutverki gegn Frökkum í kvöld en varnarleikur íslenska liðsins hefur verið með eindæmum góður í leikjum Íslands á Ólympíuleikunum til þessa. Það var engin undantekning í kvöld þegar að strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Frökkum.

Aron: Væri ekki til í að spila gegn vörninni okkar

Aron Pálmarsson var himinifandi með sigur íslenska liðsins á Frökkum í kvöld en hann skoraði alls fimm mörk í dag. Aron segir þó hættulegt hversu oft Ísland fær brottvísanir í leikjum sínum á þessu móti.

Alexander: Njótum ávaxta erfiðisins

Alexander Petersson átti frábæran dag eins og svo margir í íslenska landsliðinu í kvöld. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum og átti nokkur afar mikilvæg augnablik í leiknum.

Arnór: Er mjög sorgmæddur

Arnór Atlason þarf nú að finna sér nýtt félag eftir að AG Kaupmannahöfn lýsti sig gjaldþrota á dögunum. Snorri Steinn Guðjónsson er í sömu sporum.

Aron: Maður verður að hamra á þeim

Aron Pálmarsson átti frábæran dag gegn Svíum í kvöld en hann skoraði níu glæsileg mörk í naumum sigri, 33-32. Það stefndi reyndar í mun öruggari sigur en Svíar náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn á lokamínútunum.

Hundrað myndir af sögulegum sigri Íslendinga

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann í kvöld langþráðan sigur á Svíum á stórmóti í handknattleik. Sigurinn var þó mun tæpari en hann hefði þurft að vera en strákarnir okkar sluppu með skrekkinn undir lokin.

Róbert: Við erum að gera eitthvað rétt

Ísland hefur marga hildi háð gegn Svíum í gegnum árin og lengi vel var talað um Svíagrýluna sem Íslendingum tókst aldrei að vinna bug á. Undanfarin ár hafa þá strákarnir unnið nokkra góða sigra á Svíum en í kvöld vann það fyrsta stórmótssigur okkar gegn Svíum síðan 1964.

Guðmundur: Þessi varnarleikur er okkar uppfinning

"Ég er mjög stoltur af liðinu. Þetta var frábær leikur og frábær frammistaða hjá strákunum,“ sagði sigurreifur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir frækinn sigur Íslands á Svíþjóð í kvöld, 33-32.

Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 33-32 | Svíagrýlan kveðin niður

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á Svíum í A-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi. Loktölurnar urðu 33-32 Íslandi í vil sem hefur líkt og Frakkland fullt hús stiga að loknum þremur leikjum í riðlinum.

Guðmundur Árni og félagar taka sæti AG Kaupmannahafnar

Evrópska handknattleikssambandið hefur tilkynnt að Bjerringbro-Silkeborg taki sæti AG Kaupmannahafnar í C-riðli Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Sú ákvörðun kemur í kjölfar þess að AG var tekið til gjaldþrotaskipta.

Svíagrýlan enn í fullu fjöri á stórmótum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í kvöld þriðja leik sinn á Ólympíuleikunum í London en strákarnir okkar hafa unnið góða sigra á Argentínu og Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum. Mótherjar kvöldsins eru Svíar sem hafa einnig unnið tvo fyrstu leiki sína.

Mikkel Hansen: Síðustu tvö ár horfin

Danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen sagði í samtali við Vísi að það hefði verið erfitt að taka þeim fregnum að félag hans, AG Kaupmannahöfn, hefði lýst sig gjaldþrota.

Frakkar með fullt hús stiga eftir sigur gegn Túnis

Ólympíumeistaralið Frakka lagði Túnis að velli, 25-19, í A-riðli handboltakeppninnar í karlaflokki á ÓL í London í morgun. Staðan var 12-11 fyrir Frakkland í hálfleik. Daniel Narcisse skoraði 7 mörk fyrir Frakka og Amine Bannour var markahæstur í lið Túnis með 5.

Ajax vill fá til sín alla leikmenn AG Kaupmannahafnar

Svo gæti farið að leikmenn AG Kaupmannahafnar færi sig allir yfir til Ajax, elsta handboltafélags í Danmörku. Það er í það minnsta draumur forráðamanna Ajax sem sendu frá sér fréttatilkynningu í dag.

Snorri Steinn og Arnór fengu báðir útborgað í gær

Danska liðið AG Kaupamannahöfn var tekið til gjaldþrotaskipta í gær en systir Kasi Jesper Nielsen segir í viðtali við Ekstra blaðið að allir leikmenn félagsins hafi fengið útborgað um þessi mánaðamót.

Guðmundur: Okkar bíður topplið

Guðmundur Guðmundsson reiknar með erfiðum leik gegn Svíum á Ólympíuleikunum annað kvöld. Svíar eru með fjögur stig eftir tvo leiki, rétt eins og Ísland.

Guðjón Valur: Þurfum að halda dampi

Guðjón Valur Sigurðsson segir að nú skipti meginmáli fyrir íslensku landsliðsmennina að halda dampi eftir góða byrjun Íslands á Ólympíuleikunum í London.

Sjá næstu 50 fréttir