Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði 8. ágúst 2012 12:54 Mynd/Valli Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu. Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag. „Ég er alveg tómur. Svona leikir eru þannig að maður gefur allt í þá, allt sem maður á. Maður reynir að draga sér orku alls staðar að til að nýta sér í leiknum. Þetta var auðvitað rússíbani fram og tilbaka í áttatíu mínútur. Þetta er erfitt og maður er að berjast við tilfinningar," sagði Ingimundur og ljóst að vonbrigðin voru mikil. „Við vorum búnir að setja markið hátt og ætluðum lengra en þetta. Þetta eru gífurleg vonbrigði, gífurleg." Ingimundur sagðist ekki vera sáttur við leik liðsins í dag. „Nei, ég get ekki sagt það. Við náðum mörgum góðum stuttum rispum í leiknum en ekki þessari heild sem við höfum verið með í undanförnum leikjum. Svona er þetta bara. Ég veit ekki hvers vegna það var," sagði Ingimundur en bætti við að dómgæslan hefði ekki hjálpað þó svo þeim mætti ekki kenna um tapið. Íslenska liðið elti það ungverska í venjulegum leiktíma. Liðið náði að minnka muninn og jafna en gekk erfiðlega að ganga á lagið. „Það kostar gífurlega orku að komast inn í leikinn og missa hann frá sér. Komast aftur inn í hann og missa hann frá sér. Koma svo aftur… Þetta er svo rosalega sárt," sagði Ingimundur. Guðmundur Guðmundssson, landliðsþjálfari, stýrði Íslendingum í síðasta skipti í dag. „Gummi hefur gefið út að þetta yrði hans síðasta mót. Það hefur verið frábært að vera hluti af liðinu hans síðustu fjögur og hálft ár. Frábær þjálfari og ég hef notið hverrar mínútu undir hans stjórn. Sama með Óskar Bjarna og Gunnar. Þetta teymi hefur verið frábært," sagði Ingimundur sem dvaldi aðeins við aðstoðarmenn Guðmundar. „Menn gleyma dálítið Óskari og Gunna. Þeir eru tölvunördarnir sem vinna baki brotnu dag og nótt. Tíminn hefur verið frábær og leiðinlegt að enda hann svona," sagði varnartröllið úr Breiðholtinu.
Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 33-34 | Draumurinn úti Draumurinn um verðlaun hjá íslenska karlalandsliðinu í handknattleik er úti eftir eins marks tap gegn Ungverjum í tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í dag, 33-34. 8. ágúst 2012 00:01