Fleiri fréttir

Leganger ætlar ekki að fullkomna verðlaunasafnið | Sagði nei við Þóri

Cecilie Leganger, er orðin 36 ára gömul og hefur ekki spilað með norska landsliðinu í átta ár en hún er samt ennþá í hópi bestu markvarða heims. Það hefur verið umræða um það í Noregi hvort hún ætli að gefa aftur kost á sér í landsliðið en í dag tók hún af allan vafa.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24

FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-25

Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld.

Mikkel Hansen og Heidi Löke kosin besta handboltafólk í heimi

Danska stórskyttan Mikkel Hansen og norski línumaðurinn Heidi Löke voru kosin besta handboltafólk ársins 2011 af Alþjóðahandboltasambandinu en að kosningunni komu fjölmiðlamenn, handboltasérfræðingar IHF og áhugafólk sem gat kostið á heimasíðu sambandsins.

Kári Kristján framlengir við Wetzlar

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Wetzlar. Kári staðfesti það við Vísi.

Speed kvaddur í Cardiff í gær | Myndir

Synir Gary Speed, Ed og Tom, voru viðstaddir á minningarleik föður síns þegar að velska landsliðið lék gegn Kostaríku í gær. Ed hélt hjartnæma ræðu fyrir leikmenn í búningsklefa liðsins eftir leikinn.

Anton og Hlynur dæma ekki á Ólympíuleikunum

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur gefið út nöfn þeirra sautján dómarapara sem munu dæma handboltaleikina á Ólympíuleikunum í Lundúnum síðar á þessu ári.

Er Fram með tak á FH?

Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld og flestra augu verða á leik FH og Fram í Kaplakrika.

Mamelund á leið til Montpellier

Norska skyttan Erlend Mamelund ætlar að fara frá Haslum í sumar og ganga til liðs við Montpellier í Frakklandi í sumar.

Dagur ánægður með að fá Hamburg

Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Dagur og félagar mæta Hamburg | AG til Svíþjóðar

Dregið var í 16-liða og fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í Danmörku í dag. Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn mætir sænska liðinu Sävehof en þetta eru einu tveir fulltrúar Norðurlandanna í keppninni.

Guðjón Valur aftur í liði vikunnar

Aðra vikuna í röð er Guðjón Valur Sigurðsson í liði vikunnar í Meistaradeild Evrópu. Hann þótti standa sig vel í stórleik AG Kaupmannahafnar og Kiel.

Oscar Carlén fór í sína sjöttu hnéaðgerð

Sænski handboltakappinn Oscar Carlén verður frá keppni næsta árið eftir að hann þurfti að gangast undir enn einu aðgerðina vegna þrálátra hnémeiðsla. Carlén er á mála hjá Hamburg í Þýskalandi.

Róbert og Ásgeir Örn til Parísar

Þeir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu spila í Frakklandi á næstu leiktíð þar sem þeir hafa gengið frá samningum við Paris Handball.

Magdeburg sigraði botnliðið | Björgvin með góða innkomu

Björgvin Páll Gústavsson lék seinni hálfleikinn þegar Magdeburg sigraði botnlið Eintracht Hildesheim 36-25 í dag. Magdeburg var aðeins einu marki yfir í hálfleik 17-16. Á sama tíma náði Melsungen jafntefli gegn Flensburg-Handewitt 32-32.

Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku

AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti.

Dramatískur sigur Füchse | Dagur og Alex komnir áfram

Füchse Berlín tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir dramatískan eins marks sigur á Bjerringbro-Silkerborg 28-27. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti með Berlínarliðið.

Valskonur sigurstranglegri

Hið spræka lið ÍBV fær það verðuga verkefni að takast á við hið ógnarsterka lið Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna en leikurinn hefst klukkan 13.30.

Höfum unnið vel í sóknarleiknum

Topplið N1-deildarinnar, Haukar, mæta Fram í úrslitaleik Eimskipsbikars karla sem hefst klukkan 16.00 í dag. Liðin eru búin að mætast þrisvar í vetur og hafa Haukar unnið í tvígang.

Úrslitaleikur í Köben

Það fer fram afar áhugaverður handboltaleikur í Kaupmannahöfn á morgun þegar Íslendingaliðin AG og Kiel mætast.

Ásgeir Örn með fimm í sigurleik

Hannover-Burgdorf hafði betur gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-24. Staðan í hálfleik var 18-12, heimamönnum í Hannover í vil.

Faðirinn fæddur í Nígeríu og Atli því ólöglegur

"Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því,“ segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar.

Alfreð Gíslason: Mikkel Hansen sá besti í heimi

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, hrósaði dönsku stórskyttunni Mikkel Hansen í viðtali við danska fjölmiðla. Kiel mætir Hansen og félögum í AG Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á sunnudaginn í úrslitaleik um sigurinn í riðlinum.

Knudsen um Kiel-liðið: Kannski besta félagslið allra tíma

Michael V. Knudsen, línumaður Flensborg og danska landsliðsins, var fengin til að segja skoðun sína á liði Kiel fyrir Meistaradeildarleikinn á móti AG Kaupmannahöfn um helgina. AG tekur á móti Kiel á sunnudaginn í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum en leikurinn verður sýndur beinni útsendingu á Sporttv.is klukkan 15.50 á sunnudaginn.

Alfreð náði yfirhöndinni í einvíginu gegn Guðmundi

Kiel vann nokkuð þægilegan sigur á Rhein-Neckar Löwen í stórslag liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-25. Þetta var 21. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum í deildinni sem er vitanlega met. Yfirburðir Kiel eru með ólíkindum.

Aðeins eitt íslenskt mark í sigri AG

Arnór Atlason var eini Íslendingurinn sem komst á blað í öruggum sigri AG Kaupmannahafnar á Skive, 28-17, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron Pálmarsson ræddi um handbolta og Chelsea í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í viðtali í Boltanum á X-inu 977 við Valtý Björn Valtýsson. Aron, sem leikur með Kiel í efstu deild í Þýskalandi verður í eldlínunni í dag þegar lið hans tekur á móti Rhein-Neckar Löwen kemur í heimsókn í dag.

Stórt tap hjá Team Tvis í Danmörku

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir komust báðar á blað þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði nokkuð stórt fyrir FC Mitdjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Íslenska landsliðið fimmta besta í Evrópu

Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2014 í handbolta. Ísland er í fimmta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration.

Iðjuleysi myndi gera út af við mig

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, stendur í ströngu þessa dagana. Hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann er í harðri samkeppni um mínútur inni á vellinum og í janúar fékk hann í fyrsta sinn á ferlinum að kynnast alvöru mótlæti með íslenska landsliðinu.

Sjá næstu 50 fréttir