Fleiri fréttir

Tap hjá Sverre og félögum

Sverre Andreas Jakobsson og félagar í þýska handboltaliðinu Grosswallstadt urðu að sætta sig við tap gegn Balingen í úrvalsdeildinni í kvöld.

Engin aðgerð og Alexander spilar innan fjögurra vikna

Þrátt fyrir að Alexander Petersson sé nú að glíma við þrálát og erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin vongóðir um að hann muni spila með liðinu á ný innan fjögurra vikna. Alexander hefur ekki kastað handbolta síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í síðasta mánuði.

Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

Snorri Steinn: Titlarnir vinnast ekki á háttvísi

Snorri Steinn Guðjónsson hefur staðið í ströngu síðustu daga eftir að hann var rekinn útaf í 29-28 sigri AG Kaupmannahöfn á SönderjyskE fyrir að tefja leikmenn SönderjyskE að komast í lokasókn leiksins.

Snorri Steinn dæmdur í tveggja leikja bann

Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með AG Kaupmannahöfn í tveimur næstu deildarleikjum liðsins eftir að danska sambandið dæmdi íslenska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann í dag. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja í lok leiks gegn SöndejyskE en hann kom í veg fyrir að SöndejyskE náði að komast í lokasóknina sína og AGK fagnaði í kjölfarið 29-28 sigri.

Aron Kristjáns: Malovic hefur gjörsamlega misst sjálfstraustið

Nemanja Malovic, hægri skytta karlaliðs Hauka í handknattleik, hefur átt afar erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum. Hann fór á kostum í fyrsta leik tímabilsins í haust gegn HK og gekk ágætlega framan af móti en svo hefur sigið á ógæfuhliðina.

Akureyringar komnir inn á topp fjögur - myndir

Akureyringar unnu sinn annan sigur á Nesinu á einni viku þegar þeir lögðu botnlið Gróttu 29-25 í N1 deild karla í kvöld en Akureyri vann 28-19 sigur á Gróttu á sama stað á fimmtudaginn var.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29

Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28

Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23

Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð.

Hefði verið mikil synd að missa Dag

Thomas er gallharður stuðningsmaður Füchse Berlin og var að sjálfsögðu í Max-Schmeling-höllinni í Berlín í gær. Þar sá hann sína menn vinna Magdeburg, 24-20.

Guðjón og Snorri flottir með nýju greiðslurnar

Eins og fram kom á Vísi í gær þá töpuðu þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson veðmáli á æfingu sem leiddi til þess að þeir þurfa að skarta skrautlegri hárgreiðslu í tveimur leikjum.

Enn mikil óvissa um öxlina hans Alexanders

Alexander Petersson segir að axlarmeiðsli sín geri það að verkum að ómögulegt sé að segja til um hvenær hann geti spilað handbolta á nýjan leik. Hann tjáir sig um meiðslin, Ólympíuleikana í London og yfirvofandi félagaskipti frá Füchse Berlin yfir í Rhein

Snorri Steinn fékk rautt fyrir að tefja en AG vann

AG Kaupmannahöfn vann dramatískan eins marks sigur á Sönderjyske, 29-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. AG hefur því áfram sjö stiga forskot á Bjerringbro-Silkeborg á toppi deildarinnar en liðið lenti í miklum vandræðum í kvöld á móti liði í 11. sæti deildarinnar.

Tuttugu sigrar í röð hjá Kiel - Rhein-Neckar-Löwen vann líka

Tveir Íslendingaslagir til viðbótar leiks Füchse Berlin og SC Magdeburg fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel vann Bergischer HC 34-21 og Rhein-Neckar-Löwen vann 35-27 sigur á TSV Hannover Burgdorf. Íslensku þjálfararnir, Dagur Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, fögnuðu því allir sigri í kvöld.

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

Dagur og refirnir frá Berlín gefa ekkert eftir

Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni.

Snorri Steinn framlengdi saming sinn við AG

Snorri Steinn Guðjónsson gekk í dag frá nýjum eins árs samningi við danska stórliðið AG Kaupmannahöfn og mun tímabilið 2012-13 því verða hans þriðja með liðinu. Snorri Steinn hefur unnið danska meistaratitilinn einu sinni og danska bikarinn tvisvar síðan að hann gekk til liðs við AG haustið 2010.

Bjarni bestur í öðrum hluta N1-deildar karla

Akureyringinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Bjarni fór fyrir liði Akureyrar í umferðinni sem náði bestum árangri allra liða.

Anton og Hlynur dæma í Meistaradeildinni

Fremsta dómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, fór út til Sviss í dag en strákarnir dæma leik Kadetten Schaffhausen og Chambery í Meistaradeildinni á morgun.

Einar bað Hafstein og Gísla afsökunar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku.

Rut búin að framlengja við Holstebro

Hin 21 árs gamla landsliðskona, Rut Jónsdóttir, er búinn að framlengja samningi sínum við danska liðið Team Tvis Holstebro um tvö ár.

Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir

Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár.

Afar mikilvægur sigur hjá Degi og félögum

Füchse Berlin vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Liðið hafði þá betur gegn rússneska félaginu Chekovskie Medvedi, 31-28.

Guif stóð í Rhein-Neckar Löwen

Þjálfarnir Guðmundur Guðmundsson og Kristján Andrésson mættust með lið sín í 16-liða úrslitum EHF-bikarkeppninnar í dag. Lið Guðmundar hafði þar nauman sigur.

Fram og Valur með örugga sigra

Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli.

Rakel Dögg samdi við Stjörnuna

Rakel Dögg Bragadóttir er aftur gengin til liðs við Stjörnuna en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Igropoulo leysir af Alexander hjá Füchse Berlin

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, hefur fengið öflugan leikmann til að leysa Alexander Petersson af hólmi þegar sá síðarnefndi heldur til Rhein-Neckar Löwen í sumar. Hann hefur gengið frá samningum við rússnesku skyttuna Konstantin Igropoulo, leikmann Barcelona.

Ísland mætir Þýskalandi í mars

Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær að Þjóðverjar munu spila æfingalandsleik gegn Íslandi í Mannheim þann 14. mars næstkomandi.

Guðmundur: Verðum áfram ljónsterkir

Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen.

Afturelding náði stigi gegn Fram

Framarar misstigu sig í Mosfellsbænum í kvöld er þeir fengu aðeins eitt stig gegn næstneðsta liði N1-deildarinnar, Aftureldingu.

Sjá næstu 50 fréttir