Handbolti

Kiel vann Íslendingaslaginn | Komið í undanúrslit bikarsins

Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel.
Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel.
Kiel, Flensburg og TuS N-Lübbecke tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik.

Lübbecke lagði Gummersbach, 28-25, á meðan Flensburg vann auðveldan sigur á Neuhausen, 28-22.

Íslendingaslagurinn á milli Hannover og Kiel var meira spennandi en margan grunaði. Hannover stóð í Kiel framan af, leiddi í byrjun en var marki undir í leikhléi, 14-15.

Kiel steig á bensínið í síðari hálfleik, náði fljótlega þægilegri forystu sem það hélt allt til loka leiksins. Lokatölur 29-34.

Vignir Svavarsson átti frábæran leik fyrir Hannover og skoraði 7 mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Hannover og slíkt hið sama gerði Aron Pálmarsson fyrir Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×