Handbolti

Alexander með á ný og Füchse Berlin vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson
Alexander Petersson Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar vann öruggan sjö marka útisigur á TuS N-Lübbecke, 31-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Füchse Berlin stakk af í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik.

Alexander Petersson var með Füchse Berlin á nýjan leik en spilaði lítið og tókst ekki að skora í leiknum. Það er þó jákvætt að sjá hann aftur í búningi.

TuS N-Lübbecke skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og jafnaði metin í 13-13. Füchse Berlin vann seinni háfleikinn 18-11 og leikinn þar með af öryggi.

Füchse Berlin gerði óvænt jafntefli á heimavelli á móti FA Göppingen um helgina en styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með þessum sigri.

Sven-Sören Christophersen og Mark Bult skoruðu báðir sjö mörk fyrir Füchse Berlin í kvöld en Ivan Nincevic var með 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×