Fleiri fréttir

Bíð ekki í vöggunni eftir snuddunni

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlaði að vera búinn að ganga frá sínum framtíðarmálum fyrir EM í janúar. Það gekk ekki eftir og er alls óvíst hvar Kári leikur handbolta næsta vetur.

Ágúst útilokar ekki að koma heim

„Ég er með tilboð frá Odense í Danmörku að þjálfa kvennaliðið þar og verð að svara því fljótlega. Það er ágætlega spennandi og svo hafa verið fyrirspurnir frá karla og kvennaliðum í Skandinavíu. Það er samt ekkert sem ég er hoppandi spenntur fyrir," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna og þjálfari norska liðsins Levanger.

Umfjöllun og viðtöl: Valur – Stjarnan 35-28

Valskonur eru komnar í úrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 35-28. Valskonur höfðu töluverða yfirburði í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið mætir ÍBV í úrslitum þann 25. febrúar næstkomandi.

Kiel staðfestir komu Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Kiel en Klaus Elwardt, framkvæmdarstjóri félagsins, hefur staðfest komu hans.

Spennandi verkefni í Austurríki

Patrekur Jóhannesson tók í haust við starfi landsliðsþjálfara Austurríkis og kom liðinu yfir sína fyrstu hindrun á leið á HM í handbolta sem fer fram á Spáni á næsta ári. Hann segir starfið gott og metnaðinn mikinn hjá austurríska landsliðinu.

Svíinn Du Rietz á leið til Löwen

Þýska liðið Rhein Neckar-Löwen tilkynnti í gær um enn frekari breytingar sem verða á liðinu í sumar. Pólverjarnir Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski hverfa á braut til félags Þóris Ólafssonar í Póllandi, Kielce, en sænska skyttan Kim Ekdahl Du Rietz kemur til Löwen frá franska félaginu Nantes.

Arnór: Vitum að við erum bestir

Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina er það vann dönsku bikarkeppnina næsta auðveldlega. Frá því að auðkýfingurinn Jesper Nielsen stofnaði þetta ofurlið hefur það unnið alla bikara sem eru í boði í heimalandinu og aðeins tapað tveimur leikjum.

Þrír bikarmeistaratitlar í röð hjá Arnóri

AG frá Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari í gær eftir öruggan sex marka sigur á Álaborg, 32-26, í úrslitaleiknum sem fór fram í Álaborg. AG vann bikarinn líka í fyrra og hefur nú unnið fjóra titla í röð í dönskum handbolta.

Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól.

Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum

Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs.

AG komið í úrslitaleikinn | Lenti í smá vandræðum með Ajax

AG Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í danska handboltanum með 29-25 sigri á b-deildarliði Ajax frá Kaupmannahöfn í undanúrslitaleiknum sem fram fór í Álaborg í dag. AG mætir annaðhvort Nordsjælland eða Aalborg í úrslitaleiknum á morgun.

Niklas Landin: AG verður bikarmeistari

Niklas Landin, hinn frábæri markvörður nýkrýndra Evrópumeistara Dana, verður ekki í sviðsljósinu um helgina þegar úrslitin ráðasta í dönsku bikarkeppninni. Lið hans Bjerringbro Silkeborg komst ekki í undanúrslitin en sporten.tv2.dk fékk markvörðinn snjalla til þess að spá fyrir hvaða lið muni vinna.

Er ekki búinn að semja

Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé rangt sem kvisaðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska félagið Kiel, sem hefur augastað á leikmanninum. Hans mál skýrast um helgina eða eftir helgi. Þrjú félög eru í sigtinu.

Aron fékk slæma matareitrun

Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, er á ágætum batavegi eftir að hafa fengið heiftarlega matareitrun sem hefur haldið honum í rúminu alla helgina.

Stórsigur Fram á FH

Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Gro Hammerseng búin að eignast lítinn strák

Gro Hammerseng, fyrirliði norska kvennalandsliðsins í handbolta og ein besta handboltakona heims, er orðin mamma en hún eignast sitt fyrsta barna í gær. Hammerseng og kærasta hennar, handboltakonan Anja Edin, eru himinlifandi með strákinn sinn.

Þórey Rósa framlengdi við Team Tvis Holstebro

Landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro um tvö ár en Þórey Rósa var í stór hlutverki með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Brasilíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Team Tvis Holstebro.

Guðjón Valur búinn að semja við Kiel

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta hefur skrifað undir samning við þýska stórveldið Kiel en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni. Guðjón Valur hætti hjá danska stórliðinu AG Kaupmannahöfn rennur út í vor.

Aron var mjög reiður sínum leikmönnum

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur við sitt lið í kvöld og las liðinu heldur betur pistilinn inn í klefa eftir leik. Haukar steinlágu fyrir Val í kvöld, 25-18.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 25-27

HK vann ótrúlegan sigur á Akureyri í N1-deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í lokin en ótrúlegt klúður Akureyringa kom í veg fyrir að þeir fengju nokkuð úr leiknum. Lokatölur 25-27.

Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21

Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20

Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það.

Fleiri Svíar á leiðinni til AG

Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG Kaupmannahöfn er farinn að safna Svíum ef marka má nýjustu fréttir af liðinu. AG er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersen og nú er sænska stórskyttan Kim Andersson orðuð enn á ný við danska liðið.

45 daga bið endar í kvöld

N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis.

Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag.

AGK búið að finna eftirmann Guðjóns Vals

Danska stórliðið AG Kaupmannahöfn hefur fundið eftirmann Guðjón Vals Sigurðssonar sem mun yfirgefa félagið í vor. AG hefur samið við sænska landsliðsmanninn Fredrik Petersen sem er einn besti vinstri hornamaður í heimi.

Sjá næstu 50 fréttir