Fleiri fréttir

Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen

Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag.

Fanndís með samningstilboð frá Piteå

Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen.

Hversu Veiga(r)mikill verður hann?

Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál.

Langar helst að spila með liði í Danmörku

Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Rósa og Telma í raðir Mosfellinga

Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val.

Atli Sveinn aftur heim í KA

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur ákveðið að spila næsta sumar með KA í 1. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Hörður áfram hjá Keflavík

Hörður Sveinsson verður áfram í herbúðum Keflavíkur en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til 2014.

Veigar Páll: Ekkert öruggt að ég fari í Stjörnuna

Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk og er á heimleið eftir farsælan níu ára feril sem atvinnumaður. Veigar var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í morgun þar sem fram kom að ekkert væri ákveðið hvar hann léki á næsta tímabili. Líklegasti áfangastaðurinn væri Stjarnan en þó kæmu önnur lið til greina líka.

Milliriðill 19 ára stelpnanna fer fram í Portúgal

Íslenska 19 ára landsliðið fær í apríl tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM en liðið komst í milliriðilinn á dögunum. Í dag var dregið í riðla í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Scholz fer til Lokeren

Daninn Alexander Scholz er á förum frá Stjörnunni til belgíska liðsins Lokeren eftir aðeins eitt ár í herbúðum Stjörnunnar.

Ég var ekki að ljúga neinu

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, neitar því að hafa logið til um samskiptin við Tryggva Guðmundsson. Stjórn Blika tók fram fyrir hendur þjálfarans og neitaði að gera Tryggva samningstilboð.

Tek tvö ár með trompi

Framarar fengu flottan liðsstyrk í gær þegar hinn 37 ára gamli varnarmaður, Ólafur Örn Bjarnason, skrifaði undir samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Grindavík.

Tryggvi segir formann Blika ljúga

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, segir að Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segi ósatt varðandi hans mál og Blika.

Lagerbäck: Betra að Gylfi og Alfreð hvíli núna

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með sitt sterkasta lið á móti Andorra þegar þjóðirnar mætast í vináttulandsleik í Andorra á morgun.

Tryggvi sagður á leið í Fylki

Vefsíðan 433.is greinir frá því í kvöld að Tryggvi Guðmundsson muni ganga til liðs við Fylki í Pepsi-deild karla.

NEC Nijmegen kaupir tvo Íslendinga

Daði Bergsson og Adam Örn Arnarson eru á leið til hollenska úrvalsdeildarfélagsins NEC Nijmegen. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður þeirra, staðfesti þetta í viðtali við Vísi.

Jóhann aftur til Þórs

Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Þorsteinn tekur við Þrótti í Vogum

Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í Vogum. Hann var síðast aðstoðarþjálfari HK í 2. deildinni.

Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Guðmundur á leið til Sarpsborg

ÍBV hefur samþykkt norska liðsins Sarpsborg 08 í miðjumanninn Guðmund Þórarinsson. Hann sjálfur hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við félagið.

Arnar Sveinn aftur í Val

Arnar Sveinn Geirsson gerði í dag tveggja ára samning við Val og er því aftur kominn á heimaslóðir.

Atli Eðvaldsson snýr aftur í íslenska boltann

Atli Eðvaldsson tók í dag við C-deildarliði Reynis Sandgerði en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Sjá næstu 50 fréttir