Fleiri fréttir

Aron Sig skoraði | FC Kaup­manna­höfn á fleygi­ferð

Síðasta umferð dönsku úrvalsdeildarinnar fyrir jólafrí fer fram um helgina. Aron Sigurðarson skoraði í 3-3 jafntefli AC Horsens og OB á meðan Mikael Neville Anderson og Hákon Arnar Haraldsson voru í byrjunarliðum AGF og FC Kaupmannahafnar.

Katrín Ás­björns­dóttir í Breiða­blik

Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir hefur samið við Breiðablik og mun leika meið liðinu næstu tvö tímabil í Bestu deild kvenna. Katrín kemur frá Stjörnunni, silfurliði Bestur deildarinnar í sumar.

Inter klífur upp töfluna

Inter Milan vann Atalanta í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Inter hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Líkti Vöndu Sigur­geirs­dóttur við Sól­veigu Önnu

Knattspyrnusamband Íslands og málefni sambandsins voru meðal umræðuefna í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á föstudaginn var. Þar var Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líkt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Freyr ætlar að kaupa þúsund bjóra eftir sigur Lyng­by

Freyr Alexandersson var eðlilega hátt uppi þegar lið hans Lyngby vann loks leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Eftir leik sagðist hann ætla að kaupa þúsund Carlsberg-bjóra til að fagna sigrinum.

Arteta: Bjóst enginn við þessu

Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni.

Norðmaðurinn sá um Úlfana

Norðmaðurinn Martin Ødegaard skoraði bæði Arsenal er liðið vann öruggan 0-2 útisigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að Arsenal verður með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar HM-pásan langa tekur við.

Annar sigurinn í röð hjá Þóri og félögum

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce unnu sinn annan deildarleik í röð er vann 0-2 útisigur gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Loksins vann Lyngby sinn fyrsta leik á tímabilinu

Íslendingalið Lyngby vann loksins sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Stefán Teit Þórðarson og félaga hans í Silkeborg. Lokatölur 0-2 og fyrsti sigur Lyngby loksins kominn í hús.

Liver­pool vann síðasta leikinn fyrir HM pásuna

Liverpool lagði Southampton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Um er að ræða síðasta leik liðanna áður en deildin tekur sér pásu þangað til rétt fyrir jól vegna HM í Katar.

Napoli jók for­ystuna á toppnum

Napoli er komið með 11 stiga forystu á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Liðið virtist ætla að vinna stórsigur á Udinese í dag en gestirnir rönkuðu við sér undir lokin og gerðu leikinn æsispennandi, lokatölur 3-2.

Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.

Barcelona skoðar tví­eyki Villareal

Barcelona, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðist ætla að bæta við sig miðvörðum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 

Birgir aftur í KA eftir að Valur í­hugaði að fá hann

Bakvörðurinn Birgir Baldvinsson mun spila með KA í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar en það virtist nær frágengið að hann myndi enda í Val. Hinn 21 árs gamli Birgir hefur leikið með Leikni Reykjavík á láni undanfarin þrjú tímabil en ávallt verið samningsbundinn uppeldisfélagi sínu KA.

Maguire má yfir­gefa Man United

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska fjölmiðilsins The Guardian mun Manchester United reyna að selja Harry Maguire næsta sumarið. Félagið keypti hann dýrum dómum sumarið 2019 en hann er ekki í plönum Erik ten Hag sem stendur.

Gladbach í Evrópu­bar­áttu eftir sigur á Dort­mund

Borussia Mönchengladbach vann 4-2 sigur á Borussia Dortmund í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni. Sigur kvöldsins þýðir að Gladbach er komið í Evrópubaráttuna en toppbaráttan í Þýskalandi er æsispennandi.

Enginn Klopp á hliðar­línunni gegn Sout­hampton

Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Andri Adolp­hs­son í Stjörnuna

Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands.

Perry tekur við kvennaliði KR

KR hefur samið við Perry Mclachlan um að taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í KR en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. KR segir frá þessu á heimasíðu sinni.

„Fótboltinn drap pabba“

Sonur enska fótboltamannsins Nobbys Stiles er ekki í nokkrum vafa um að fótboltinn hafi drepið föður hans.

City tekur á móti Liverpool og Jóhann Berg fer á Old Trafford

Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa. Að leik loknum var svo dregið í 16-liða úrslitin og þar er sannkallaður stórleikur þegar Manchester City tekur á móti Liverpool.

Madrídingar unnu seinasta leikinn fyrir HM

Real Madrid vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var seinasti leikur deildarinnar áður en HM í Katar tekur við og Madrídingar fara því inn í pásuna löngu tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.

United seinasta liðið í 16-liða úrslit

Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins er liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa í úrvalsdeildarslag.

Sverrir og félagar aftur á sigurbraut

Eftir tvo deildarleiki í röð án sigurs eru Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK komnir aftur á sigurbraut eftir öruggan 0-3 útisgiur gegn Ionikos í kvöld.

Matthías gengur til liðs við Víking

Knattspyrnudeild Víkings hefur gengið frá samningum við Matthías Vilhjálmsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla í knattspyrnu næstu tvö tímabilin.

Alfons kveður eftir mikla velgengni

Alfons Sampsted, landsliðsbakvörður í fótbolta, mun fara frítt frá norska félaginu Bodö/Glimt nú þegar keppnistímabilinu í Noregi lýkur.

Sjá næstu 50 fréttir