Fleiri fréttir

Fram fær fljótan Dana í fremstu víglínu

Framarar hafa fengið sprettharðan, danskan framherja fyrir komandi átök í Bestu deildinni í fótbolta þar sem Fram kemur inn sem nýliði eftir að hafa síðast leikið í efstu deild árið 2014.

Arnar svimaði að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta

Á blaðamannafundi í gær rifjaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hvernig það var að spila gegn spænsku snillingunum Xavi og Andrés Iniesta.

Ronaldo vill að allt verði brjálað í kvöld

Cristiano Ronaldo verður orðinn 41 árs þegar HM 2026 í fótbolta fer fram. Það hefur eflaust sitt að segja um það að hann telji leik Portúgals og Norður-Makedóníu í kvöld vera „upp á líf og dauða“.

Meistararnir byrja á sigri

Guðrúnar Arnardóttir og stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård byrja tímabilið í efstu deild Svíþjóðar á sigri. Rosengård vann 2-0 sigur á Brommapojkarna í kvöld.

Draumur óléttrar Dagnýjar rættist

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham komu íslensku landsliðskonunni Dagnýju Brynjarsdóttur afar skemmtilega á óvart fyrir leikinn við Brighton í Lundúnum í gær.

Dagný byrjaði í tapi West Ham

Dagný Brynjarsdóttir lék 88 mínútur í 0-2 tapi West Ham á heimavelli gegn Brighton í ensku ofurdeildinni í fótbolta í dag.

Chong hótað lífláti af innbrotsþjófum

Grímuklæddir ræningjar brutust inn á heimili Tahith Chong, leikmanni Manchester United, klukkan 3 um nótt og rændu varningi upp á mörg þúsund pundum, meðal annars úrum og skartgripum. Ræningjarnir héldu einnig hnífi að hálsi Chong og hótuðu honum lífláti.

United kom til baka gegn Everton

María Þórisdóttir lék allan leikinn í 3-1 endurkomu sigri Manchester United á Everton í ensku ofurdeildinni í dag.

Mount: Erfitt að sjá samherja ganga í gegnum þetta

Mason Mount finnur til með Jorginho, liðsfélaga sínum hjá Chelsea. Jorginho og félagar í ítalska landsliðinu verða ekki með á HM í Katar eftir tap gegn Norður-Makedóníu í umspili um laust sæti á mótinu síðasta þriðjudag.

Frá Klepp til Old Trafford

María Þórisdóttir og liðsfélagar í Manchester United verða í eldlínunni í ensku ofurdeildinni í dag þegar Everton kemur í heimsókn.

Ten Hag steinhissa á Manchester United

Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins.

Ten Hag steinhissa á Manchester United

Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins.

Eriksen sneri aftur með marki

Christian Eriksen er mættur aftur til leiks með danska landsliðinu í fótbolta, 287 dögum eftir atvikið hræðilega á EM í fótbolta síðasta sumar.

Stjarnan í úrslit Lengjubikarsins

Stjörnukonur gerðu sér lítið fyrir og tóku Val í kennslustund í þeirra eigin bakgarði á Hlíðarenda, Stjarnan fór með 0-3 sigur af hólmi.

U17 einum leik frá lokakeppni EM

Íslenska U17 ára landslið kvenna vann 1-0 sigur á Slóvakíu í milliriðlum undankeppni EM 2022. Riðillinn er allur leikinn í Dublin á Írlandi.

Sveindís hafði betur gegn Alexöndru

Svendís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg og spilaði í 48 mínútur í 1-4 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt. Sveindís lagði upp fyrsta og síðasta mark Wolfsburg en öll mörk liðsins komu í fyrri hálfleik.

Sjá næstu 50 fréttir