Fleiri fréttir

Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins

Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið.

Erfitt kvöld hjá Ragnari og Rúriki í Tyrklandi

Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi.

Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford

Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins.

Ingó Veðurguð ráðinn þjálfari Hamars

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars og mun hann verða spilandi þjálfari hjá liðinu í 3. deildinni á næsta tímabili. Þetta staðfesti Ingólfur í samtali við vefsíðuna 433.is í dag.

Holloway hættur með Crystal Palace

Ian Holloway, knattspyrnustjóri Crystal Palace, er hættur eftir að hafa verið með liðið í minna en eitt ár en þetta kemur fram á vefsíðu Sky Sports.

Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

Ragnar: Hef mætt stærri stjörnum en Drogba

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða í eldlínunni þegar FCK mætir tyrkneska liðinu Galatasary í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram í Tyrklandi.

Forráðamenn Erreá vilja sjá Íslendinga á HM

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun mæta því króatíska í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu árið 2014. Leikirnir fara fram 15. og 19. nóvember.

Logi: Þetta var allt saman hinn versti farsi

Logi Ólafsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, var í viðtali við þáttinn Reitaboltinn á vefsíðunni 433.is nú fyrir hádegi þar sem hann talar um viðskilnað sinn við Garðbæinga og starfshætti forráðamanna félagsins.

Bosnich ekki sáttur við orð Ferguson

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, er ekki paránægður með Sir Alex Ferguson en sá síðarnefndi lýsir Bosnich sem hræðilegum atvinnumanni og í raun letingja í nýútkominni ævisögu sinni.

Svarar Ferguson fullum hálsi

Roy Keane er einn þeirra sem fær að heyra það í nýrri ævisögu Sir Alex Ferguson sem kynnt var til leiks í gær. Keane svarar fyrrverandi stjóra sínum fullum hálsi.

Guðmunda hefur bætt sig mikið á milli ára

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum.

Tvö flottustu mörk tímabilsins í sömu umferðinni

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta nálgast flott yfirlit yfir umferðina inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Cristiano Ronaldo finnur til með Bale

Cristiano Ronaldo biðlar til fólks að minnka pressuna á Gareth Bale sem Real Madrid keypti fyrir 85 milljónir punda frá Tottenham í haust.

Torres: Ég öskraði á Eden að gefa boltann

Fernando Torres, framherji Chelsea, skoraði tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke í Meistaradeildinni í kvöld en Þjóðverjarnir voru ekki búnir að fá á sig mark eftir tvo fyrstu leikina.

Jol segir mark Kasami flottara en mark Van Basten

Pajtim Kasami skoraði stórkostlegt mark í 4-1 sigri Fulham á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi og fékk meðal annars mikið hrós frá knattspyrnustjóra sínum Martin Jol.

Celtic refsaði grimmilega og Ajax er nánast úr leik

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.

Barcelona náði ekki inn sigurmarkinu á San Siro

AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins.

Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Rooney bað Ferguson um að kaupa Özil

Mesut Özil hefur spilað frábærlega með liði Arsenal síðan að hann kom til Englands fyrir tæpum tveimur mánuðum. Arsenal er á toppi deildarinnar og í flottum málum í Meistaradeildinni.

Beckham hélt að hann væri orðinn stærri en Alex Ferguson

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og einn sigursælasti stjóri knattspyrnusögunnar, gaf í dag út nýja ævisögu, My Autobiography, þar sem tjáir sig meðal annars um kringumstæðurnar þegar David Beckham yfirgaf félagið sumarið 2003.

Kristinn dæmir í Swansea og í beinni á Stöð 2 Sport

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson verður í sviðsljósinu á fimmtudagskvöldið þegar hann mun dæma leik velska liðsins Swansea á móti Kuban Krasnodar frá Rússlandi í Evrópudeild UEFA í fótbolta.

Ferguson lætur ýmislegt flakka í nýrri bók

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og einn sigursælasti stjóri knattspyrnusögunnar, gaf í dag út nýja ævisögu, My Autobiography, þar sem að karlinn lætur ýmislegt flakka.

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi

Miðasalan á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í Brasilíu 2014 hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Guðmunda í Serbíu-hópnum hans Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem mætir Serbum í undankeppni HM, fimmtudaginn 31. október næstkomandi. Leikið verður á FK Obilic Stadium í Belgrad.

Draumamark Stephanie Roche

Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði stórbrotið mark í 6-1 sigri Peamount United á Wexford Youths í efstu deild írsku knattspyrnunnar um helgina.

Þakklátur faðir skrifaði Källström bréf

Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir