Fleiri fréttir

Ferguson: Rooney fór fram á sölu

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú staðfest að Wayne Rooney, leikmaður United, hafi farið fram á sölu í lok síðasta tímabils.

Torres frá í þrjár vikur

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, mun missa af næstu þremur vikum með liðinu en leikmaðurinn meiddist á hné í leik gegn Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur

Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tjáði Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni daginn fyrir lokaleik í Pepsi-deildinni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað hjá ÍA. Tíðindin komu Garðari í opna skjöldu og hann segir vinnubrögð stjórnar vera ófagmannleg. Hann vi

Præst sá sem Stjarnan þurfti

Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti.

FH fær 40 þúsund króna sekt vegna ummæla formanns og varaformanns

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins í kvöld.

Pellegrini: Við spiluðum skelfilega en Bæjarar voru frábærir

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, horfði upp á sína menn steinliggja 1-3 á heimavelli á móti frábæru liði Bayern Munchen. Bæjarar yfirspiluðu City-menn stærsta hluta leiksins en enska liðið náði að laga stöðuna undir lokin.

Robben: Spiluðum stórkostlega fyrstu 70 mínúturnar

Arjen Robben og félagar í Bayern Munchen fóru illa með Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld og hollenski vængmaðurinn var óviðráðanlegur á hægri kantinum í 3-1 sigri. Bayern hefði getað skorað miklu fleiri mörk þegar liðið yfirspilaði City-menn fram eftir leik en undir lok leiksins náði enska liðið aðeins að bíta frá sér.

Moyes var óánægður með slakar sendingar í kvöld

Danny Welbeck skoraði mark Manchester United í 1-1 jafntefli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. United var yfir í 58 mínútur en sá á eftir tveimur stigum í lokin. BBC talaði við Danny Welbeck og David Moyes eftir leikinn.

Samstarfinu við Bubba lokið

Björn Kr. Björnsson þjálfari og HK/Víkingur hafa orðið ásátt að um ljúka samstarfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 4-1 útisigur á botnliði Sunnanå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Kristianstad komst upp í sjöunda sætið með þessum sigri.

Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar.

Ronaldo skoraði tvö í hundraðasta Evrópuleiknum

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld.

Bayern München fór illa með Manchester City

Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg.

Manchester United náði ekki að halda upp á met Giggs með sigri

Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli.

Réttmæt vítaspyrna sem Balotelli fékk?

Mario Balotelli tryggði AC Milan eitt stig í heimsókn sinni til Ajax í Hollandi í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.

O´Shea: Leikmenn liðsins vildu losna við Di Canio

John O´Shea, leikmaður Sunderland, hefur nú tjáð sig um brotthvarf Paolo Di Canio frá félaginu en Írinn vill meina að leikmenn liðsins hafi séð til þess að knattspyrnustjórinn yrði látinn fara.

Ferguson bauðst að taka við Chelsea

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri, hefur nú viðurkennt að honum hafi boðist að taka við Chelsea árið 2003 er Roman Abramovich keypti félagið.

Torres meiddist eftir 36 sekúndur

Fernando Torres fór af velli snemma leiks í 4-0 sigri Chelsea á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Redknapp vill ekki fá Remy og Taarabt til baka

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, heldur því fram að hann hafi ekki áhuga á því að fá Loic Remy og Adel Taarabt til baka til liðsins en leikmennirnir fóru báðir á lán fyrir tímabilið.

Di Canio: Ég hefði þurft lengri tíma

Paolo Di Canio heldur því fram að hann hafi átt skilið að fá lengri tíma með Sunderland-liðið en Ítalinn var á dögunum rekinn sem knattspyrnustjóri.

Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum

Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar.

Íslendingar á Bernabéu í kvöld

Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester.

Áhorfendum fjölgaði lítillega

1.057 áhorfendur að meðaltali mættu á leikina 132 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða örlitla fjölgun frá því í fyrra þegar meðalaðsóknin var 1.034 áhorfendur.

Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda

Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik.

Messan: Suarez og Sturridge ná vel saman

Þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson fóru vel í gegnum sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær.

Máni mun ekki mæta á leiki Keflavíkur og Stjörnunnar

Þorkell Máni Pétursson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Keflavíkur en þetta staðfesti hann í dag í samtali við fótbolta.net. Hann hefur ekki tíma í fótboltann vegna anna. Máni er harður stuðningsmaður Stjörnunnar en hefur miklar taugar til Keflvíkinga eftir sumarið.

Özil með sitt fyrsta mark í sigri á Napoli

Mesut Özil opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal í kvöld þegar hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigur á Napoli í toppslag í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma

Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fàbregas tryggði Barcelona sigur í Glasgow

Cesc Fàbregas skoraði sigurmark Barcelona í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig til Glasgow með því að vinna 1-0 sigur á Celtic í leik liðanna í H-riðli í Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Messan: Slæmt hugafar hjá City

Séra Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson fóru vel í gegnum sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Messunni í gær.

FH-banarnir náðu í stig í Rússlandi

FH-banarnir í Austria Vín náðu í dag í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Zenit St. Petersburg í Rússlandi.

Sjá næstu 50 fréttir