Fleiri fréttir

Pepsi-mörkin: Minningarleikurinn um Steingrím Jóhannesson

Minningarleikur um markahrókinn Steingrím Jóhannesson fór fram í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldið. Fyrrum liðsfélagar og þjálfarar Steingríms úr ÍBV og Fylki fylktu liði á Hásteinsvöll og úr varð frábær skemmtun.

Barton fékk einn á lúðurinn

Ráðist var á knattspyrnumanninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool snemma í morgun. Lögreglan hefur tvo menn á þrítugsaldri í haldi vegna árásarinnar.

Mickey Thomas telur að Gylfi fari til Liverpool

Mickey Thomas, fyrrum leikmaður Manchester United og nú knattspyrnusérfræðingur á BBC í Wales, telur að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja að ganga til liðs við Liverpool frekar en Swansea.

Pepsi-deild kvenna: Fanndís klobbaði Ingvar Kale

Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu í 7-1 sigri Breiðabliks gegn Selfossi í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna. Fanndís er markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga sínum Rakel Hönnudóttur og virðist í fantaformi.

Celta Vigo í efstu deild á ný

Celta Vigo tryggði sér í gær sæti í efstu deild spænsku knattspyrnunnar eftir fimm ára fjarveru. Celta dugði eitt stig í heimaleik gegn Cordoba sem dugði einnig stig til að tryggja sig í umspil. Úr varð tíðindalítill leikur þar sem hvorugt liðið sótti að ráði.

Talsmaður Ferdinand lætur Hodgson heyra það

Talsmaður Rio Ferdinand segir enska knattspyrnusambandið og Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins hafa komið fram við varnarmanninn af "fullkomnu virðingaleysi" eftir að Rio Ferdiand var enn einu sinni sniðgenginn í vali á varnarmönnum í enska landsliðið fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu.

Robert Green yfirgefur West Ham

Robert Green mun ekki skrifa undir nýjan samning við West Ham sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí. Samningur Green við Lundúnarliðið er runninn út og er honum því frjálst að semja við hvaða lið sem er.

Gerrard sáttur eftir sigurinn á Belgum

Steven Gerrard fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta var ánægður með frammistöðu Englands í 1-0 sigrinum á Belgíu í gær. Hann sagði erfiðan leik vera einmitt það sem England hefði þurft á að halda rétt fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu.

Schweinsteiger heill og fer á EM

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger mun fljúga með þýska landsliðinu til Póllands á morgun og leika með liðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst á föstudaginn. Schweinsteiger missti af síðasta æfingaleik þýska liðsins fyrir EM en læknir liðsins segir hann leikhæfan.

O´Shea klár í slaginn

John O´Shea verður með írska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir fimm daga. O´Shea hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en segist klár í slaginn.

Malmö heldur sínu striki

Sænsku meistararnir í Malmö með Þóru Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttir innanborðs unnu fimmta sigur sinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Gautaborg 2-1 á heimavelli sínum.

Cahill kjálkabrotinn og missir af EM | Kelly inn

Enski varnarmaðurinn Gary Cahill verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst á föstudaginn. Hann kjálkabrotnaði í æfingaleik gegn Belgíu á Wembley í gær. Martin Kelly, varnarmaður Liverpool, hefur verið kallaður í liðið í hans stað.

Kuyt til Fenerbahce

Tyrkneska félagið Fenerbahce hefur samið við hollenska knattspyrnumanninn Dirk Kuyt sem var á mála hjá Liverpool. Kuyt gerir þriggja ára samning við Fenerbahce en frá þessu er greint á heimasíðu tyrkneska félagsins.

Umeå batt enda á sigurgöngu Kristianstad

Fimm leikja sigurgöngu lærisveina Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad lauk í dag með 1-0 tapi gegn Umeå á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sif Atladóttir og Katrín Ómarsdóttir voru sem fyrr í byrjunarliði Kristianstad.

Terry og Cahill báðir meiddir

Chelsea-miðverðirnir, John Terry og Gary Cahill, meiddust báðir í leik Englands gegn Belgíu í gær en Englendingar eru vongóðir um að þeir verði búnir að jafna sig áður en EM hefst.

Liverpool gæti boðið í Gylfa

Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool og fyrrum stjóri Swansea, hefur gefið í skyn að Liverpool gæti hugsanlega gert tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson fari svo að Gylfi semji ekki við Swansea.

Pelé: Maradona elskar mig

Hinu endalausa rifrildi á milli Diego Maradona og Pelé mun líklega aldrei ljúka. Þó svo þeir skiptist iðulega á skotum þá segir Pelé að þeir séu mestu mátar.

Tékkland er þyrstasta EM-þjóðin

Breska bjór- og pöbbasambandið hefur staðið fyrir athyglisverðri könnun fyrir EM. Þeir hafa fundið út hvaða EM-þjóð drekkur mest af bjór.

Rodgers hrifinn af Cole og Aquilani

Svo gæti farið að lánsmennirnir Joe Cole og Alberto Aquilani eigi sér framtíð hjá Liverpool eftir stjóraskiptin. Brendan Rodgers, nýráðinn stjóri Liverpool, er afar hrifinn af þeim báðum.

Portúgal steinlá á heimavelli

Undirbúningur Portúgala fyrir EM gengur ekkert allt of vel en liðið tapaði í kvöld fyrir Tyrkjum, 1-3, í vináttulandsleik í Portúgal.

Holland valtaði yfir Norður-Írland

Hollendingar voru í miklu stuði í dag er þeir tóku á móti Norður-Írum í vináttulandsleik. Þeir léku við hvurn sinn fingur og unnu glæstan 6-0 sigur.

KR-ingar fögnuðu í Dalnum - myndir

Íslands- og bikarmeistarar KR fóru sigurferð í Laugardalinn í dag þar sem þeir mættu Frömurum sem hafa verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið. Lokatölur í Dalnum 2-1 fyrir KR.

Welbeck afgreiddi Belga

Enska landsliðið byrjar vel undir stjórn Roy Hodgson. Liðið vann í kvöld sinn annan leik í röð undir hans stjórn er Belgar komu í heimsókn á Wembley.

Úrslit dagsins í 1. deildinni

Fjórir leikir fóru fram í 1. deildinni í dag. Nigel Quashie var á meðal markaskorara í öruggum sigri ÍR á Tindastóli.

Þórsarar komnir á toppinn

Þórsarar skelltu sér topp 1. deildarinnar er þeir lögðu Víking frá Ólafsvík í toppslag í dag. Lokatölur 2-1 fyrir Þór.

Vertonghen að semja við Spurs

Eins og við var búist er belgíski varnarmaðurinn hjá Ajax, Jan Vertonghen, á leið til Tottenham en leikmaðurinn staðfestir að hann geti orðið leikmaður félagsins á næstu dögum.

Aston Villa búið að ráða Lambert

Aston Villa tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða Paul Lambert sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við starfinu af Alex McLeish.

Nani gæti farið frá Man. Utd

Framtíð Portúgalans Nani hjá Man. Utd er í óvissu og svo gæti farið að hann færi frá félaginu. Hann er í samningaviðræðum við Man. Utd en heldur sínum möguleikum opnum.

Sársaukinn gleymist í hita leiksins

Valsmaðurinn Úlfar Hrafn Pálsson sýndi af sér fádæma hörku í leik Vals og Keflavíkur á fimmtudag. Önnur framtönnin brotnaði þá en hann gaf sjúkraþjálfaranum tönnina og hélt áfram að spila.

Ég er enn í hálfgerðu losti

Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað.

Búinn að bíða í 14 leiki eftir hundraðasta sigrinum

Í lok leiks ÍA og Fram á Akranesvelli 20. maí 2008 leit allt út fyrir það að Guðjón Þórðarson myndi mjög fljótlega bætast í hundrað sigra hópinn með Ásgeiri Elíassyni. Guðjón var þarna að stýra liði til sigurs í 99. sinn í efstu deild og allt leit út fyrir að hann ætlaði að vera með Skagaliðið í efri hlutanum annað árið í röð.

Þjóðverjar með yngsta liðið á EM 2012

Það búast flestir fótboltaspekingar við því að Þýskaland vinni Evrópumeistaratitilinn í sumar en það vita kannski færri að Þýskaland verður með yngsta hópinn í keppninni.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 2-2

Skagamenn eru enn í toppsæti Pepsideildarinnar eftir 2-2 jafntefli í Grindavík í dag. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Skagamenn vöknuðu til lífsins undir lok seinni hálfleiks eftir að hafa lent undir 1-0 og náðu að jafna rétt fyrir hlé. Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum framan af en svo tóku Skagamenn völdin þegar leið á og voru nálægt því að taka stigin þrjú undir lokin.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - KR 1-2

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik náðu KR að kreista fram sigurinn undir lokin í 2-1 sigri þeirra á Fram í Laugardalnum í dag. Þeir hafa núna unnið fjóra leiki í röð og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði ÍA í Pepsi deild karla.

Pepsi-mörkin í beinni á Vísi

Sjöttu umferð Pepsi-deildar karla er lokið og verða allir leikir umferðarinnar gerðir upp í Pepsi-mörkunum í beinni á Vísi.

Higuain fer ekki frá Real Madrid

Það er mikið rætt og ritað um framtíð argentínska framherjans Gonzalo Higuain þessa dagana enda eftirsóttur af mörgum ríkustu liðum Evrópu.

EM-þjóðirnar Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu allar í kvöld

Tékkland, Úkraína og Ítalía töpuðu öll vináttulandsleikjum sínum í kvöld en þjóðirnar eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst eftir eina viku. Tékkar töpuðu 1-2 fyrir Ungverjum, Úkraínumenn lágu 2-3 á móti Austurríki og Rússar unnu 3-0 sigur á Ítölum í uppgjöri tveggja liða sem verða með á EM.

Sjá næstu 50 fréttir