Fleiri fréttir

Andri enn frá vegna meiðsla | Gunnar Már tæpur

Þó nokkuð er um forföll í leikmannahópi ÍBV þessa dagana en óvíst er hvenær fyrirliðinn Andri Ólafsson geti byrjað að spila á ný. Gunnar Már Guðmundsson meiddist nýlega en vonir eru bundnar við að hann geti náð fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Óvissa um framtíð Sverris

Óvíst er hvort að varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson muni spila með ÍBV í sumar. Þjálfari ÍBV, Magnús Gylfason, segir mál hans í óvissu.

Fær Balotelli níu leikja bann?

Mario Balotelli mun missa af næstu þremur leikjum Manchester City vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal um helgina en ekki er útilokað að honum verði einnig refsað fyrir að tækla Alex Song í sama leik.

Szczesny stefnir á annað sætið

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, segir að liðið eigi enn möguleika á að ná Manchester City að stigum og tryggja sér annað sæti deildarinnar í vor.

Úrslitaleikurinn sem aldrei verður

Manchester United á enska meistaratitilinn vísan eftir leiki páskahelgarinnar. United-liðið vann 2-0 sigur á QPR og er komið með átta stiga forskot eftir að Manchester City tapaði 1-0 á móti Arsenal.

Búið að færa El Clásico

Stórleik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni hefur nú verið flýtt og mun hann fara fram laugardaginn, 21 apríl. Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir El Clásico, eins og innbyrðis leikir liðanna eru kallaðir. Leikurinn er sérstaklega þýðingarmikill en hann gæti haft úrslitaáhrif um það hvort liðið hampi titlinum í ár.

Harry Redknapp: Það verður erfitt að ná þriðja sætinu af Arsenal

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það verði mjög erfitt að ná þriðja sætinu af Arsenal eftir að Tottenham tapaði 1-2 á heimavelli á móti Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er nú tveimur stigum á undan Tottenham auk þess að eiga leik inni.

Balotelli búinn að biðjast afsökunar

Mario Balotelli, framherji Manchester City, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk á móti Arsenal í gær. Balotelli fékk þá sitt annað gula spjald á 88. mínútu en Arsenal hafði skömmu áður skorað eina mark leiksins. Balotelli var reyndar í ruglinu allan leikinn og hefði getað verið búinn að fá rauða spjaldið mun fyrr.

Chelsea fór bara með eitt stig frá Craven Cottage

Chelsea er áfram í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fulham í kvöld en Chelsea hefði náð fjórða sætinu af Tottenham með sigri. Clint Dempsey bjargaði stiginu með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Matthías skoraði tvö mörk hjá Haraldi í 4-4 jafntefli

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við Sarpsborg 08 á útivelli í fyrstu umferð norsku b-deildarinnar í dag. Haraldur Björnsson stóð í marki Sarpsborg í leiknum.

Ben Arfa með eitt af mörkum tímabilsins

Hatem Ben Arfa, leikmaður Newcastle, hefur spilað virkilega vel að undanförnu og skoraði hann eitt af mörkum tímabilsins, í sigri liðsins á Bolton, í ensku úrvalsdeildinni, fyrr í dag.

Robert Huth tryggði Stoke jafntefli | Komst ekki upp fyrir Liverpool

Stoke tókst ekki að komast upp fyrir Liverpool og alla leið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa í kvöld. Aston Villa var yfir í 39 mínútur en Robert Huth tryggði Stoke stig með jöfnunarmarki 19 mínútum fyrir leikslok.

Mancini: Balotelli í hættu á að eyðileggja feril sinn

Það virðist ekkert lát ætla að verða á mótlæti vandræðagemsans, Mario Balotelli, en nú virðist Roberto Mancini, þjálfari Manchester City endanlega hafa misst þolinmæðina á honum. Mancini sagði í viðtali að Balotelli yrði líklega seldur frá félaginu í sumar.

Hermann Hreiðarsson til Leeds í sumar?

Samkvæmt ensku slúðurblöðum hefur gamla stórveldið Leeds United, áhuga á að fá Íslendinginn, Hermann Hreiðarsson til liðs við sig í sumar.

Norwich með frábæran útisigur á Tottenham

Spútniklið Norwich vann frábæran útsigur, 1-2, á sterku liði Tottenham í dag. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur og hefði á endanum getað dottið hvoru megin.

Casillas: Real Madrid gæti misst titilinn til Barca

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Real Madrid, viðurkenndi í gær áhyggjur sínar af þróun mála í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn. Real Madrid hefur nú aðeins fjögurra stiga forskot eftir markalaust jafntefli við Valencia í gær.

Öll páskamörkin í enska boltanum á Sjónvarpsvef Vísis

Þeir sem misstu af enska boltanum um páskahelgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur geta fengið flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Myndband með glæsimörkum Alfreðs

Alfreð Finnbogason var hetja Helsingborg sem lagði Elfsborg 2-1 í efstu deild sænska fótboltans í gær. Mörk Alfreðs voru glæsileg og tryggðu sænsku meisturunum sín fyrstu stig í deildinni.

Reknir úr EM-hóp Pólverja fyrir drykkjulæti

Franciszek Smuda, þjálfari Pólverja, ætlar að taka strangt á agamálum innan síns liðs fram að Evrópumótinu í fótbolta í sumar og Smuda er tilbúinn að "fórna" tveimur fastamönnum til þess að sýna það í verki. Pólverjar eru gestgfjafar á EM ásamt Úkraínumönnum.

Arteta: Megum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni

Arsenal náði tveggja stiga forskoti á Tottenham og fór langt með að enda titilvonir Manchester City með því að vinna 1-0 sigur á Manchester City á Emirates í dag en eftir leikinn er Manchester United með átta stiga forskot á City.

Wenger: Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn

Arsenal afhenti Manchester United nánast enska meistaratitilinn á silfurfati með því að vinna Manchester City 1-0 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar.

Alfreð afgreiddi Skúla Jón og félaga | Skoraði tvö

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði bæði mörk Helsingborg í 2-1 heimasigri á Skúla Jón Friðgeirssyni og félögum í Elfsborg. Alfreð kom Helsingborg í 1-0 í byrjun leiks og skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Sir Alex: Þetta var rangstaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi eftir sigurleikinn á móti Queens Park Rangers í dag að hans lið átti aldrei að fá vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR í upphafi leiksins en Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði vítið.

Messi sá fyrsti í 60 mörk á einu tímabili í næstum því 40 ár

Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Barcelona á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er þar með búinn að skora 60 mörk fyrir Barca á tímabilinu. Messi er fyrsti knattspyrnumaðurinn í næstum því 40 ár sem nær að brjóta 60 marka múrinn.

United með átta stiga forskot - glórulaust rautt spjald á fyrirliða QPR

Manchester United er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Queens Park Rangers á Old Trafford í dag. United var manni fleiri frá 15. mínútu þegar Shaun Derry, fyrirliði QPR, fékk rautt spjald og dæmt á sig víti fyrir lítið brot á Ashley Young.

Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City

Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar.

Juventus skellti sér á toppinn á Ítalíu

Juventus skellti sér á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Palermo 2-0 en leikurinn fór fram á Renzo Barbera, heimavelli Palermo.

Uppnám í Brussel eftir óhugnanlegt morð

Starfsmaður í stjórnstöð almenningssamgangna í Brussel var barinn til bana eftir árekstur strætisvagns og einkabíls í morgun. Í kjölfarið voru allar almenningssamgöngur í borginni stöðvaðar.

Neil Lennon: Besti dagur ferilsins

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, sagði eftir að félagið hafði tryggt sér skoska titilinn að þetta væri besti dagur ferilsins.

Sjá næstu 50 fréttir