Fleiri fréttir

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Ferguson: Reynslan mun hjálpa okkur mikið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og telur að sitt lið hafi yfirhöndina gegn nágrönnum sínum í Man. City.

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Coyle: Líðan Muamba að batna

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, segir að Fabrice Muamba sé enn á batavegi eftir hjartastoppið og að það viti á gott. Hann er þó enn á gjörgæslu.

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Athletic Bilbao vann í Þýskalandi | Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni

Manchester United banarnir í Athletic Bilbao héldu sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni áfram í kvöld þegar þeir unnu 4-2 útisigur á Schalke 04 í Þýskalandi. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar en Athletic Bilbao liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð í keppninni og skorað í þeim tíu mörk.

Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan

Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima.

Di Maria klár í bátana

Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Pogrebnyak vill ekki fara frá Fulham

Rússinn Pavel Pogrebnyak er ekki bara sláandi líkur Ivan Drago heldur er hann einnig sleipur knattspyrnumaður. Strákurinn hefur slegið í gegn hjá Fulham í vetur og hann vill vera áfram hjá félaginu.

Wenger gæti fengið leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti farið í bann í Evrópukeppnninni vegna hegðunar sinnar í seinni leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Villas-Boas fær ekki meðmæli frá Mourinho

Þó svo José Mourinho sé ekki lengur að þjálfa lið Inter þá veitir hann forseta félagsins, Massimo Moratti, góð ráð. Nú hefur Mourinho tjáð Moratti að það sé ekki rétt að ráða Andre Villas-Boas sem næsta þjálfara Inter.

Vieira brjálaður út í BBC

Patrick Vieira hjá Man. City er allt annað en sáttur með fréttaflutning BBC. Haft var eftir Vieira í viðtali við miðilinn að leikmenn Man. Utd fengu sérmeðferð frá dómurum á Old Trafford.

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum | frábær varnarleikur AC Milan

Tveir leikir fóru fram í gær í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Farið var yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem að Þorsteinn J og sérfræðingar þáttarins krufu leikina til mergjar. Evrópumeistaralið Barcelona sótti AC Milan heim til Ítalíu. Í Frakklandi áttust við Marseille og Bayern München frá Þýskalandi.

Íslendingar yfirheyrðir vegna sölunnar á Veigari

Lögregluyfirvöld í Asker og Bærum eru langt komin á veg með lögreglurannsókn sem sett var í gang vegna gruns um að ólöglega hafi verið staðið að sölu íslenska fótboltamannsins Veigars Páls Gunnarssonar.

Zlatan: Ég er bjartsýnn fyrir seinni leikinn á móti Barcelona

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, var ánægður með markalaust jafntefli á móti Barcelona í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en seinni leikurinn verður á heimavelli Barcelona í næstu viku.

Ribery: Þetta voru fullkomin úrslit

Franck Ribery, leikmaður þýska liðsins Bayern München, var mjög kátur eftir 2-0 útisigur á löndum sínum í Olympique de Marseille í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Markalaust hjá AC Milan og Barcelona

AC Milan og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld. Barcelona var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð í Meistaradeildinni eða alla leiki sína frá því að Barca og AC Milan gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í riðlinum.

Bayern München vann 2-0 sigur í Frakklandi

Bayern München er á góðri leið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hollendingurinn Arjen Robben lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.

Bayern mun ekki selja lykilmenn

Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu.

Sunnudagsmessan: Umræða um Carlos Tevez

Manchester City er í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 fóru sérfræðingar þáttarins yfir stöðuna hjá Man City og endurkomu Argentínumannsins Carlos Tevez.

Kalou er ekki að hugsa um nýjan samning

Framherji Chelsea, Salomon Kalou, segist ekki vera að hugsa um að tryggja sér nýjan samning hjá félaginu heldur ætli hann að njóta þess að spila fótbolta til enda tímabilsins.

Liverpool ekki til í að afskrifa Adam strax

Liverpool er ekki til í að staðfesta að Charlie Adam spili ekki meira á þessari leiktíð. Leikmaðurinn er á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum gegn QPR.

Okkur er alveg sama hvað Man. City gerir

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, segist ekki hafa áhyggjur af því sem Man. City gerir á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er sannfærður um að Man. Utd hafi nógu gott lið til þess að enda á toppnum.

Ofbeldi vegur þyngra en níð

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir.

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum | R. Madrid og Chelsea standa vel

Átta liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta hófust í kvöld með tveimur leikjum. Farið var yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem að Þorsteinn J og sérfræðingar þáttarins krufu leikina til mergjar. Í myndbandinu er samantekt úr þætti kvöldsins.

Meistaradeildin og handbolti í Boltanum á X-977 | í beinni 11-12

Meistaradeildin í fótbolta og handbolti kvenna verður aðalumræðuefnið í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson ræðir við Heimi Guðjónsson um stórleiki kvöldsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hafdís Guðjónsdóttir fer yfir stöðu mála í N1 deild kvenna í handbolta þar sem að Valur og Fram mætast í kvöld.

Strákar, markið er þarna!

Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora.

Lionel Messi á leið til franska liðsins Angers

Franska b-deildarliðið Angers hefur boðið Lionel Messi samning og reka örugglega margir nú upp stór augu. Það er þó ekki um hinn eina og sanna Messi hjá Barcelona að ræða heldur nafna hans.

Kallaði boltastrák helvítis homma

Colin Clarke, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni, varð sjálfum sér til skammar er hann lét ungan boltastrák heldur betur heyra það í leik gegn Seattle Sounders.

Redknapp: Þetta verða tveir frábærir undanúrslitaleikir

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði sínum mönnum inn í undanúrslit enska bikarsins eftri 3-1 sigur á Bolton á White Hart Lane í kvöld. Tottenham mætir Chelsea í undanúrslitaleiknum á Wembley en í hinum leiknum mætast Liverpool og Everton.

Di Matteo: Hefði ekki getað beðið um betri úrslit

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var mjög ánægður eftir 1-0 sigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en spilað var á heimavelli Benfica í Portúgal.

Sjá næstu 50 fréttir