Fleiri fréttir

Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann.

Neymar: Þarf ekki að fara til Evrópu til að bæta mig

Brasilíska undrið Neymar er ekki sammála þeirri gagnrýni að hann þurfi að fara til Evrópu til þess að bæta sig sem leikmaður. Hann segist vel geta haldið áfram að dafna sem leikmaður í Suður-Ameríku.

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að Meistaradeild Evrópu og enska bikarkeppnin eru í aðalhlutverki. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina í 8-liða úrslitunum hefst kl. 18:00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Silva fær fyrirliðabandið hjá Milan

AC Milan sér fram á mikinn slag við að halda varnarmanninum Thiago Silva hjá félaginu. Barcelona er enn á eftir honum og er sagt ætla að gera nýtt tilboð í hann í sumar.

Chelsea vill fá að spila bikarleik á föstudegi

Chelsea mun fara fram á það við enska knattspyrnusambandið að það fái að spila undanúrslitaleikinn í bikarkeppninni á föstudagi fari svo að Chelsea komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Gylfi náði ekki meti Eiðs Smára

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki fyrir Swansea um helgina og náði því ekki sínu fimmta marki í mars sem hefði jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Körfubolti og Meistaradeildin í aðalhlutverki í Boltanum á X977

Meistaradeildin í knattspyrnu og körfubolti verða aðalumræðuefni í Boltanum í dag á X-inu 977 á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag. Hann fær formann Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í heimsókn en í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms og ÍA um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meistaradeildin verður einnig áberandi þar sem Heimir Guðjónsson sérfræðingur Stöðvar 2 sport fer yfir leiki kvöldsins.

Lögregluhundur beit leikmann

Afar óvenjulegt atvik átti sér stað í brasilíska boltanum um helgina þegar lögregluhundur beit leikmann í lærið.

Stuðningsmaður Millwall dæmdur í tíu ára heimaleikjabann

Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Millwall eru alræmdir í heimalandinu og slæmt orð hefur fylgt þeim um árabil. Orðspor þeirra skánaði ekki mikið um helgina þegar einn þeirra flaggaði tyrkneska fánanum með ljótum skilaboðum til stuðningsmanna Leeds.

Cisse í fjögurra leikja bann en Heiðar fékk grænt ljós

Djibril Cisse var í kvöld dæmdur í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni en það er mikið áfall fyrir Queens Park Rangers sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jákvæðu fréttir dagsins eru þó þær að íslenski framherjinn Heiðar Helguson má aftur byrja að æfa aftur á fullu.

Sir Alex Ferguson: Fulham átti að fá víti í lokin

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Fulham 1-0 á Old Trafford í kvöld. United var miklu sterkara liðið framan af leik en tókst ekki að bæta við marki og slapp síðan með skrekkinn í lokin.

Inter búið að reka Claudio Ranieri

Claudio Ranieri var rekinn í kvöld en hann hefur verið þjálfari ítalska liðsins Inter Milan síðan í september. Það hefur ekkert gengið hjá liðinu eftir áramót, Inter datt út úr Meistaradeildinni og hefur einnig hrunið niður töfluna í ítölsku deildinni.

Fabrice Muamba farinn að hreyfa sig úr rúminu

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, heldur áfram að braggast eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í bikarleik Bolton og Tottenham fyrir rúmri viku. Muamba er farinn að geta hreyft sig úr rúminu sínu á sjúkrahúsinu en bata hans hefur verið líkt við kraftaverk.

Laporta: Sér fyrir sér að Xavi taki við liði Barcelona af Guardiola

Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, er viss um að Pep Guardiola verði næsti forseti FC Barcelona og að Xavi Hernandez taki við af honum sem þjálfari spænska liðsins. Menn eru enn að velta fyrir sér framtíð Guardiola sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning.

Steinþór lagði upp mark fyrir Ondo

Nýliðar Sandnes Ulf gerðu 2-2 jafntefli við Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar. Íslendingurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark liðsins.

Valencia óttast Tevez

Antonio Valencia, vængmaður Man. Utd, óttast að Argentínumaðurinn Carlos Tevez eigi eftir að skora markið sem skilur á milli Manchester-liðanna í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Zlatan: Barcelona er meira en Messi

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, getur ekki neitað því að hann bíði spenntur eftir því að mæta sínum gömlu mótherjum í Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hoddle til í að stýra enska landsliðinu á EM

Glenn Hoddle hefur óvænt stigið fram á sjónvarsviðið og boðið sig fram til þess að stýra enska landsliðinu á EM í sumar. Hann hefur ekki verið í umræðunni hingað til og eflaust margir hissa á því að hann stígi nú fram.

Bayern vill fá Huntelaar

Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.

Smalling: Megum ekki misstíga okkur

Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segir að það myndi svíða í heilt ár ef United tekst ekki að landa enska meistaratitlinum í maí. United getur náð þriggja stiga forskoti á toppnum í kvöld ef það leggur fyrrum félaga Smalling í Fulham.

Cech óttast ekki það fari eins fyrir Chelsea og Liverpool

Chelsea er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð og stendur þar höllum fæti sem stendur. Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að árið verði glatað takist liðinu ekki að ná Meistaradeildarsæti.

Öll mörk helgarinnar í enska boltanum á Vísi

Helgin var lífleg í enska boltanum þar sem Liverpool tapaði meðal annars fyrir Wigan og Peter Crouch skoraði líklega fallegasta mark tímabilsins í jafntefli Stoke og Man. City.

Ferguson: Rio á mörg ár eftir

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að það sé ekki rétt að hann ætli sér að skipta Rio Ferdinand út á næstunni. Ferguson segir að Rio eigi enn eftir mörg ár í búningi United.

Platt: Snýst ekki um Mancini og Ferguson

Margir hafa stillt upp baráttu Man. Utd og Man. City um enska meistaratitilinn sem einvígi stjóranna, Sir Alex Ferguson og Roberto Mancini. Þar þykir Ferguson vera að skáka Ítalanum. Mancini var ekkert sérstaklega hress eftir jafnteflið gegn Stoke. Neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra Stoke, og lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir leikinn.

Meistaradeildardraumur Malaga í augsýn

Malaga styrkti stöðu í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri, 1-2 á Espanyol nú fyrr í dag. Espanyol komst yfir í leiknum með marki frá Philippe Coutinho en hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy jafnaði leikinn á 75. mínútu. Það var svo aðeins tveimur mínútum síðar sem varnarmaðurinn Martin Demichelis tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Sara Björk og Þóra meistarar meistaranna

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir léku allan leikinn með liði Malmö sem sigraði Kopparbergs/Göteborgs í Ofurbikarnum í Svíþjóð í dag.

Ajax skaust í annað sætið með sigri á PSV

Ajax Amsterdam lagði PSV Eindhoven að velli 2-0 í stórleik dagsins í hollensku knattspyrnunni. Liðið er aðeins stigi á eftir AZ Alkmaar í öðru sæti deildarinnar.

Björn Bergmann lofaður í hástert í Noregi

Magnus Haglund, þjálfari Lillestrøm var óánægður með leik sinna manna við Hønefoss í fyrstu umferð norsku deildarinnar sem hófst á föstudaginn. Hann ásamt landsliðsmiðverðinum Kristjáni Erni Sigurðssyni, leikmanni Hønefoss fóru fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson.

Rauð spjöld og markaveisla í sigri Rangers á Celtic

Rangers vann í dag 3-2 sigur á erkifjendum sínum Celtic í skosku deildinni á Ibrox, heimavelli Rangers. Leikurinn var eins og oft áður virkilega fjörugur, hart barist og fengu þrjú rauð spjöld að líta dagsins ljós.

Mancini neitaði að taka í höndina á Tony Pulis

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en sáttur að loknu jafntefli liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mancini neitaði að taka í hönd Tony Pulis, stjóra Stoke, að leik loknum.

Sjá næstu 50 fréttir