Fleiri fréttir

Beckham verður áfram í Finnlandi

Dr. Sakari Orava, maðurinn sem framkvæmdi aðgerðina á David Beckham í gær, segir að Beckham ætli að vera sólarhring til viðbótar í Finnlandi.

Gerrard refsað fyrir að slá til Brown?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, virtist slá til Michael Brown í viðureigninni gegn Portsmouth í gær. Atvikið átti sér stað seint í leiknum sem Liverpool vann 4-1.

Benitez ánægður með sóknarleikinn

Leikmenn og stjóri Liverpool gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar mánudagsbölvuninni var létt af liðinu. Portsmouth var engin fyrirstaða fyrir Liverpool sem vann 4-1.

Aðgerðin á Nesta gekk vel

Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan er kominn af skurðarborðinu og að sögn forráðamanna Milan gekk aðgerðin afar vel.

Liverpool pakkaði Portsmouth saman

Liverpool hristi af sér mánudagsveikina í kvöld er liðið rúllaði yfir botnlið Portsmouth. Lokatölur 4-1 fyrir Liverpool.

Huddlestone framlengir við Tottenham

Tom Huddlestone hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er nú bundinn félaginu til 2015. Þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur verið fastamaður í liðinu á tímabilinu.

Aaron Lennon í kapphlaupi við tímann

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði í gær að vængmaðurinn Aaron Lennon ætti enn talsvert í land með að verða heill af meiðslum sínum.

Carvalho með Chelsea gegn Inter

Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur jafnað sig af meiðslum og verður með Chelsea gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter vann fyrri leikinn 2-1.

Beckham í góðum höndum fyrrum hnefaleikamanns

Dr. Sakari Orava er maðurinn sem valinn var til að framkvæma aðgerðina á David Beckham. Það var engin tilviljun sem réði því að hann fékk verkefnið því þessi Finni er einn sá virtasti í bransanum.

Berbatov: Rooney er bestur og verður betri

Búlgarinn Dimitar Berbatov hefur verið ansi góður í leikjum Manchester United að undanförnu. Hann hefur þó ekki verið eins heitur og félagi sinn Wayne Rooney.

Tímabilið er ekki búið hjá Ashley Cole

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, getur glaðst yfir þeim fréttum úr herbúðum Chelsea að vinstri bakvörðurinn Ashley Cole muni spila aftur á þessu tímabili.

Njósnarar Blackburn fylgjast með Ragnari

Enska blaðið The People segir að njósnarar frá enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn séu staddir í Svíþjóð til að fylgjast með Ragnari Sigurðssyni, varnarmanni Gautaborgar.

Sir Alex óttast Arsenal meira en Chelsea

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur Arsenal sé harðasti keppinautur félagsins um enska meistaratitilinn. Hann er hræddari við þá rauðu en Chelsea.

Phil Brown: Gríðarleg vonbrigði fyrir mig

„Þessi ákvörðun eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig," segir Phil Brown sem hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Hull. Liðið tapaði fyrir Arsenal um helgina og er nú í næstneðsta sæti deildarinnar.

Galliani: Beckham velkominn aftur

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla.

Benítez hræddur um að missa Torres

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool heldur áfram baráttu sinni um fjórða sæti deildarinnar og leikur gegn botnliði Portsmouth í kvöld.

Phil Brown hættur hjá Hull

Phil Brown hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Hull City. Þetta var tilkynnt í morgun.

Fyrsti titill Kristjáns með HB

Færeyska liðið HB vann í gær titilinn meistarar meistaranna þar í landi. Liðið lagði hina færeysku Víkinga 2-1 í úrslitaleiknum en þetta er annað árið í röð sem HB vinnur þennan árlega leik.

Ekkert áfall fyrir England að missa Beckham

Ensku dagblöðin eru þakin fréttum af David Beckham og meiðslum hans sem gera það að verkum að hann getur ekki tekið þátt í HM í sumar. Ekki eru allir sem gráta þær fréttir.

Andy Cole: Beckham kemur til baka

Andy Cole, fyrrum samherji David Beckham með Manchester United og enska landsliðinu, segist sannfærður um að Beckham komi sterkur til baka eftir meiðslin.

Capello: Finn til með Beckham

David Beckham mun í dag gangast undir aðgerð á hásin en hún verður framkvæmd í Finnlandi. Hann meiddist í leik AC Milan og Chievo og verður frá í fjóra mánuði.

Guðmundur lék með KR í gær - Guðjón horfði á

Um helgina gengu KR-ingar frá lánssamningunum við þá Guðmund Reyni Gunnarsson og Guðjón Baldvinsson. Koma þeir á láni út leiktíðina frá sænska liðinu GAIS þar sem þeir hafa ekki náð að festa sig í sessi.

David Beckham sleit líklega hásin í sigri AC Milan

HM-draumar David Beckham dóu væntanlega í kvöld þegar enski landsliðsmaðurinn sleit líklega hásin í 1-0 sigurleik AC Milan á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Beckham meiddist í lok leiksins og varð AC Milan að klára leikinn með tíu menn þar sem liðið var búið með skiptingarnar sínar.

Calderon: Real Madrid ætla sér Rooney

Fyrrum forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir að félagið sé með augun föst á framherja United, Wayne Rooney og er búist við því að þeir leggji fram risatilboð í leikmanninn næsta sumar.

Daniel Alves: Kaka valdi vitlaust félag

Daniel Alves, bakvörður Barcelona, vill meina að félagi hans hjá brasilíska landsliðinu, Kaka hafi valið vitlaust félag er hann ákvað að ganga til liðs við Real Madrid.

Villareal vilja Riera sem staðgengil Pires

Samkvæmt Sunday Mirror ætlar spænska liðið Villareal að reyna kaupa Albert Riera, leikmann Liverpool, til þess að fylla skarð Robert Pires hjá liðinu.

Veigar Páll lagði upp tvö mörk í sigri Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk unnu 3-2 útisigur á Odd Grenland í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Veigar Páll byrjaði endurkomuna sína í norska boltann vel því hann lagði upp tvö fyrstu mörk Stabæk á tímabilinu.

Deco tilbúinn að yfirgefa Chelsea

Deco, miðjumaður Chelsea, er tilbúinn að yfirgefa Chelsea-liðið og snúa heim til Brasilíu. „Ég er reiðubúinn að snúa aftur til Brasilíu. Ég myndi vilja fara til Corinthians, en ef að ég fæ annað gott boð frá Brasilíu mun ég skoða það mjög vel og að lokum snúa aftur heim," sagði Deco sem vill ólmur fara komast til heimalandsins.

Landon Donovan farinn heim

Bandaríkjamaðurinn, Landon Donovan, er snúinn aftur heim eftir 10 vikna veru í herbúðum Everton. Donovan var á láni frá Los Angeles Galaxy.

Jafnt hjá Sunderland og City

Sunderland og Manchester City skildu jöfn 1-1 í ensku úrvaldsdeildinni í dag. Leikurinn var fjörugur en markvörður Sunderland, Craig Gordon, varði oft á tíðum frábærlega og hélt heimamönnum inn í leiknum. Það reyndist þó ekki nóg.

Wenger: Ramsay mun snúa aftur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Aaron Ramsay sem fótbrotnaði ílla með liðinu muni koma aftur út á völlinn klæddur Arsenal treyjunni þegar hann hefur náð sér af meiðslunum.

United að landa Jack Rodwell

Það lítur út fyrir að Manchester United sé að krækja í björtustu stjörnu Everton-liðsins, Jack Rodwell, en Chelsea og Manchester City hafa einnig áhuga á leikmanninum.

Real Madrid og Inter berjast um varnarmann Lazio

Real Madrid hafa bæst við í kapphlaupið um hinn 24 ára varnarmann Lazio, Aleksandar Kolarov, en bæði Inter og Real Madrid vilja ólm fá hann í sínar raðir næsta sumar.

Carragher: Portsmouth hafa engu að tapa

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur varað liðsfélaga sína við því að vanmeta ekki lið Portsmouth þegar liðin mætast n.k. mánudagskvöld í ensku úrvaldsdeildinni.

Ferguson talar um hugsanlega endurkomu Ronaldo á Old Trafford

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist búast alveg eins við því að Cristiano Ronaldo spili einhvern tímann aftur fyrir Manchester United en félagið seldi Portúgalann til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda í sumar.

Arsene Wenger: Ekki gott fyrir hjartað mitt

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast til að dramatískur sigur liðsins á Hull í gær gefi hans mönnum trúna á það að þeir geti unnið enska meistaratitilinn í vor.

Arshavin: Pressan mun eyðileggja HM fyrir Englandi

Andrei Arshavin, rússneski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, hefur varað ensku blaðamennina við því að þeir geti hreinlega eyðilagt möguleika enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir