Fleiri fréttir

Deco og Carvalho ekki á leiðinni til Inter

Massimo Moratti, forseti Inter, á ekki von á því að félagið reyni að fá Chelsea leikmennina Deco og Ricardo Carvalho á San Siro en leikmennirnir hafa sterklega verið orðaðir við endurfundi við knattspyrnustjórann José Mourinho.

VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val

Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar.

Obertan líklega á leiðinni til United

Jean-Louis Triaud, forseti Frakklandsmeistara Bordeaux, viðurkennir að vængmaðurinn efnilegi Gabriel Obertan sé væntanlega á förum frá félaginu í sumar og að Old Trafford sé líklegur áfangastaður U-21 árs landsiðsmannsins franska.

Ronaldo stefnir á sigur í Meistaradeildinni

Portúgalinn Cristiano Ronaldo ætlar sér og liðsfélögum sínum hjá Real Madrid stóra hluti á næstu leiktíð. Leikmaðurinn hyggur sér í lagi á landvinninga í Meistaradeildinni en úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili verður haldinn á Santiago Bernabeu, heimavelli Madridinga.

City snýr athyglinni að Carles Puyol

Samkvæmt breskum fjölmiðlum munu forráðamenn Manchester City nú snúa athygli að Carles Puyol, varnarmanni og fyrirliða Barcelona, eftir að í ljós kom að ekkert verði að kaupum félagsins á John Terry.

Ancelotti útilokar sölu á Terry

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti segir að fyrirliðinn John Terry verði áfram á Brúnni og hann sé ekki til sölu en þetta kom fram á fyrsta blaðamannafundi kappans hjá Lundúnafélaginu nú í morgun.

Cech: Terry er með Chelsea hjarta

Vangaveltur um framtíð John Terry hjá Chelsea halda áfram en talið er að Manchester City sé búið að leggja fram þriðja kauptilboðið eftir að Lundúnafélagið neitaði fyrstu tveimur boðunum.

Pirlo ætlar að vera áfram hjá AC Milan

Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Pirlo hjá AC Milan hefur neitað sögusögnum þess efnis að hann muni yfirgefa herbúðir Mílanófélagsins í sumar en hann hefur sterklega verið orðaður við Atletico Madrid og endurfundi við Carlo Ancelotti hjá Chelsea.

Ancelotti mun funda með Terry í dag

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, mun funda með John Terry, fyrirliða liðsins, í dag um hvort hann vilji vera áfram í herbúðum félagsins.

Jóhann: Mikið sjálfstraust í liðinu

Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 6-1 sigri Fylkis á Fjarðabyggð í VISA-bikarkeppninni í kvöld.

Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði

„Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum.

Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna

Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld.

Umfjöllun: Hjálmar tryggði Fram sigur

Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar.

Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur

“Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni

Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag.

Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum

Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn.

Birkir skoraði tvö fyrir Viking

Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir Viking frá Stafangri í dag. Hann skoraði tvívegis fyrir liðið þegar það lagði Lilleström 4-2 í norska boltanum.

Zhirkov í læknisskoðun hjá Chelsea

Chelsea er að ganga frá kaupunum á Yuri Zhirkov en kaupverðið er talið vera í kringum 18 milljónir punda. Zhirkov er á leið í læknisskoðun hjá Chelsea en hann er 25 ára kantmaður CSKA Moskvu.

Arnór Sveinn sá um Hött í framlengingu

Breiðablik vann sigur á 2. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum 3-1 í VISA-bikarnum í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en Arnór Sveinn Aðalsteinsson skoraði bæði mörkin í framlengingunni og skaut Blikum áfram.

FH vann ÍBV í framlengingu

Alexander Söderlund skoraði sigurmark FH sem vann ÍBV í framlengdum bikarleik í Vestmannaeyjum í dag. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en Söderlund skoraði sigurmarkið á 118. mínútu.

Stefán Örn tryggði Keflavík sigur í lokin

Stefán Örn Arnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur gegn 1. deildarliði Þórs frá Akureyri í VISA-bikarnum. Leikurinn var í Keflavík og skoraði Stefán sigurmarkið 2-1 á 90. mínútu.

Herra Roma framlengir

Francesco Totti, fyrirliði Roma, hefur tilkynnt að hann sé að fara að skrifa undir nýjan samning við félagið. Totti mun spila næstu fimm ár í búningi Roma en samningurinn er til 2014.

Viduka með tilboð frá tveimur úrvalsdeildarliðum

Ástralski sóknarmaðurinn Mark Viduka er með tilboð frá tveimur félögum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans. Viduka stefnir að því að spila í enska boltanum til að auka möguleika sína á landsliðssæti hjá Ástralíu fyrir heimsmeistaramótið í Suður-Afríku á næsta ári.

Adebayor ekki á förum

Umboðsmaður Emmanuel Adebayor segir að leikmaðurinn sé ánægður hjá Arsenal og sé ekki á förum frá félaginu. Adebayor hefur verið orðaður við ýmis lið síðustu vikur, þar á meðal AC Milan sem ekki hefur farið leynt með áhuga sinn.

Ekki hægt að keppa við buddu City

Harry Redknapp gerði tilraunir til að fá Roque Santa Cruz og Gareth Barry til Tottenham. Honum var ekki kápan úr því klæðinu eftir að Manchester City skarst í leikinn.

Paragvæskur varnarmaður á leið í Sunderland

Sunderland er við það að klófesta paragvæska varnarmanninn Paulo Da Silva. Hann verður þar með fyrsti leikmaðurinn sem Steve Bruce fær til félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum.

HM á Englandi 2018?

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer segir að Englendingar séu tilbúnir að halda heimsmeistaramótið strax á morgun. Beckenbauer situr í nefnd á vegum FIFA sem ákveður mótshaldara fyrir HM 2018 og 2022.

Tvær úrvalsdeildarviðureignir

Leikirnir í sextán liða úrslitum VISA-bikars karla fara fram í dag og á morgun. Margir athyglisverðir leikir eru á dagskrá en í dag fara fram tvær innbyrðis viðureignir milli úrvalsdeildarliða.

Mancini vill þjálfa á Englandi

Roberto Mancini segist reiðubúinn að snúa aftur í þjálfun. Hans helsta ósk er að taka við stjórnartaumunum hjá ensku liði en síðustu ár hefur hann verið orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni.

Fiorentina vill Eboue í stað Melo

Ítalska félagið Fiorentina hefur látið forráðamenn Arsenal vita að ef þeir vilji fá miðjumanninn Felipo Melo þurfi þeir að láta Emmanuel Eboue af hendi í skiptum auk vænnar upphæðar.

Boruc játar erfiðleika í einkalífinu

„Það er sama hvort þú vinnir í verksmiðju eða ert fótboltamaður sem spilar fyrir framan þúsundir áhorfenda í viku hverri. Ef þú átt í erfiðleikum í einkalífinu þá hefur það áhrif á starf þitt," segir Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Glasgow Celtic.

Árni Gautur leit rautt í sigurleik

Markvörðurinn Árni Gautur Arason fékk að líta rauða spjaldið í dag þegar Odd Grenland mætti Sandefjord. Árni fékk dæmda á sig hendi utan teigs á 76. mínútu og leit rauða spjaldið í kjölfarið.

Magnað mark í Futsal (myndband)

Brasiliumaðurinn Falcao skoraði hreint ótrúlegt mark í stórsigri á Rúmeníu í innanhússfótbolta (Futsal). Falcao var í fyrra útnefndur besti Futsal-leikmaður heims og miðað við þessi tilþrif skyldi engan undra.

Owen stefnir á landsliðið

Michael Owen hefur sett stefnuna á að endurheimta sæti sitt í enska landsliðinu. Owen hefur farið neðar í goggunarröðinni síðan Fabio Capello tók við enska liðinu.

Úlfarnir halda áfram að versla

Wolves heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Ronald Zubar varð í dag sjötti leikmaðurinn sem Úlfarnir fá til sín í sumar en hann er 23 ára varnarmaður sem kemur frá Marseille.

Ronaldo: Hverrar krónu virði

Cristiano Ronaldo segir að þær 80 milljónir punda sem Real Madrid borgaði fyrir þjónustu sína sé sanngjarnt verði. Ronaldo verður formlega kynntur fyrir stuðningsmönnum á mánudag og segist ákveðinn í að sýna það að hann sé hverrar krónu virði.

Maicon til Real Madrid?

Hægri bakvörðurinn Maicon gæti verið á leið frá Inter til Real Madrid. Umboðsmaður leikmannsins brasilíska segir að spænska stórliðið hafi áhuga á honum ásamt ensku liðunum Manchester City og Chelsea.

Massacci á leið til United

Alberto Massacci, sextán ára bakvörður hjá ítalska liðinu Empoli, segist vera á leið til Manchester United. Hann er ekki byrjaður að leika með aðalliði Empoli en er talið mikið efni.

Kinnear má snúa aftur

Joe Kinnear hefur fengið leyfi lækna til að snúa aftur í knattspyrnustjórn. Kinnear þurfti að láta af störfum hjá Newcastle á síðasta tímabili eftir aðgerð sem hann gekkst undir.

Fabiano og Huntelaar á óskalista AC Milan

Forráðamenn AC Milan vinna nú hörðum höndum í að leita leiða til að styrkja liðið. Brasilíumaðurinn Luis Fabiano og Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar eru báðir á óskalista Milan.

Van Persie framlengir við Arsenal

Hollendingurinn Robin van Persie hefur blásið á þær sögusagnir að hann sé á leið frá Arsenal með því að skrifa undir samning við félagið til 2014. Aðeins eitt ár var eftir af fyrri samningi Van Persie.

Ince tekinn aftur við MK Dons

Paul Ince er orðinn knattspyrnustjóri MK Dons að nýju en liðið leikur í C-deild enska boltans. Hann tekur við af Roberto Di Matteo sem er kominn til West Bromwich Albion.

Selfoss á toppinn - Sævar með fernu

Selfyssingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu 0-4 sigur gegn Aftureldingu í lokaleik 9. umferðar 1. deildar karla í kvöld.

Valur og Stjarnan unnu - Breiðablik missteig sig

Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og þar héldu Valur og Stjarnan áfram góðu gengi sínu en Valur vann KR 4-1 á Vodafonevellinum og Stjarnan vann Aftureldingu/Fjölni 3-0 á Stjörnuvelli.

Sjá næstu 50 fréttir