Fleiri fréttir

Umfjöllun: Framsigur í tilþrifalitlum leik

Fram sótti Fjölni heim í Grafarvog í gærkvöldi. Leikurinn var heldur tilþrifalítill og leikmenn virtust ekki vera mættir til að láta ljós sitt skína. Bæði lið voru óhemju lengi í gang, sérstaklega heimamenn. Gestirnir voru örlítið sprækari en það varð þó ekki til að gera leikinn skemmtilegan áhorfs.

Kristján: Þetta var ekki nógu gott

Keflvíkingar sóttu eitt stig til Grindavíkur í kvöld þegar þeir mættu heimamönnum í nágrannaslag. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var frekar ósáttur í leikslok.

Magnús Ingi: Lá ekki fyrir okkur í kvöld

„Þetta gekk ekki í kvöld hjá okkur og þetta fór ekki eins og við lögðum upp með,“ segir Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, eftir tap Fjölnis gegn Fram.

Jón Sveinsson: Sköpuðu okkur ekki nein vandræði

„Við vorum nokkuð lengi í gang og það var strögl í fyrri hálfleiknum. Það er kannski nokkur þreyta í mannskapnum, ég veit það ekki, en við sýndum karakter og kláruðum þetta," sagði Jón Sveinsson, aðstoðarþjálfari Fram, eftir sigurinn á Fjölni.

Brasilía vann Álfubikarinn

Brasilíumenn áttu hreint út sagt ótrúlega endurkomu í úrslitaleik Álfubikarsins gegn Bandaríkjunum í kvöld.

Barcelona að fá Brassa

Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti í dag að Brasilíumaðurinn Keirrison sé væntanlega á leið til félagsins frá Palmeiras.

Umfjöllun: Jafntefli í nágrannaslagnum

Nágrannaliðin á Suðurnesjum, Grindavík og Keflavík, náðu sér í eitt stig hvort eftir jafntefli liðana í Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld.

Fram vann í Grafarvogi

Framarar unnu góðan sigur á Fjölni, 1-2, í Grafarvoginum í kvöld. Fram því komið með 11 stig en Fjölnir sem fyrr á botninum.

Eriksson vill koma aftur til Englands

Svíinn Sven-Göran Eriksson segist vera afar spenntur fyrir því að starfa á ný á Englandi. Hann segist vilja taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Sigrar hjá Margréti og Dóru

Lið þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur náðu bæði að landa góðum sigrum í sænska boltanum í dag.

Bronsið til Spánar

Spánverjar tryggðu sér bronsverðlaunin í Álfukeppninni í dag er liðið lagði Suður-Afríku í dramatískum leik.

Scolari: Leikmenn grófu undan mér

Brasilíumaðurin Luiz Felipe Scolari kennir þremur leikmönnum Chelsea um að hann var rekinn frá félaginu. Hann segir leikmennina hafa grafið undan sér.

Drogba spáir góðu HM

Didier Drogba hefur fulla trú á því að HM í Suður-Afríku næsta sumar verði afar vel heppnað. Drogba er sem stendur í fríi í landinu.

Birmingham á eftir Ferguson

Alex McLeish, knattspyrnustjóri Birmingham, er með skoska miðjumanninn Barry Ferguson á óskalista sínum í sumar.

AC Milan hefur áhuga á Adebayor

Varaforseti AC Milan, Adriano Galliani, hefur staðfest að félagið sé áhugasamt um að fá framherjann Emmanuel Adebayor í sínar raðir.

Van Persie ekki á förum

Hollendingurinn Robin Van Persie segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá Arsenal. Hann segist vilja vera áfram hjá félaginu.

Man. City með tilboð í Eto´o

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur greint frá því að Man. City sé búið að gera Samuel Eto´o risatilboð.

Landsliðsferli Ronaldinho lokið?

Ronaldinho, sem eitt sinn var besti leikmaður heims, var ekki valinn í landslið Brasilíu sem nú keppir í Álfukeppninni. Hann hefur heldur ekki verið valinn í undanfarna leiki í undankeppni HM.

Torres: Erum komnir aftur á byrjunarreit

Joel Santana segir að Suður-Afríkumenn skorti enga hvatningu fyrir leikinn gegn Spánverjum á morgun. Liðin mætast þá í leik um þriðja sætið í Álfukeppninni en þjálfarinn vill eðlilega vinna til verðlauna á heimavelli.

Milan hringdi í Arsenal vegna Adebayor

Varaforseti AC Milan hefur staðfest að hann hafi hringt í Arsenal varðandi kaup á Emmanuel Adebayor. Adriano Galliani talaði við Arsene Wenger og lýsti þeim sem „vingjarnlegum,“ en Galliani minntist ekki á að Adabayor væri ekki til sölu.

Roma ætlar sér Huntelaar, Shevchenko eða Cruz

Roma vonast til þess að kaupa einn af þremur framherjum sem eru á óskalista þess. Þeir eru í stafrófsröð, Andriy Shevchenko (Chelsea), Julio Cruz (Inter) og Klaas-Jan Huntelaar (Real Madrid). Sá síðastnefndi er efstur á listanum.

Hull að kaupa Fortune

Hull er við það að kaupa framherjann Marc-Antoine Fortune frá Nancy. Franska félagið staðfesti þetta í dag. „Hann hefur leyfi til að tala við félög en það sem er nálægt að semja við hann er Hull City,“ sagði Nicolas Holveck hjá félaginu.

Kaká: Enska landsliðið mun eiga gott HM

Brasilíumaðurinn Kaká telur að enska landsliðið gæti verið einn af helstu keppinautum landa sinna á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári. Brasilía mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld.

Xavi ánægður með eyðslu Real

Miðjumaðurinn magnaði Xavi, leikmaður Barcelona, er ánægður með eyðsluna í Real Madrid. Barcelona vann deildina, bikarinn og Meistaradeildina á síðasta tímabili en Real ekki neitt. Á breyting að verða þar á.

Brassar vanmeta ekki Bandaríkin

Bandaríkin þurfa að eiga sama stórleikinn og gegn Spánverjum ef þeir ætla að eiga einhverja möguleika gegn Brasilíu. Lið landanna mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld en Brasilía vann leik þeirra í riðlakeppninni örugglega 3-0.

Bestu myndirnar úr ensku úrvalsdeildinni

Bestu ljósmyndirnar frá síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni hafa verið teknar saman. Það var enska blaðið Guardian sem lagðist yfir rannsóknarvinnuna og tók saman 20 bestu myndirnar.

KA upp í þriðja sæti 1. deildar

KA er komið upp í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingi frá Ólafsvík í dag. Sigur norðanmanna var aldrei í hættu en þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu.

Barcelona að kaupa brasilískan markahrók

Palmeiras hefur staðfest að Barcelona hafi boðið í brasilíska framherjann Keirrison. „Í morgun sendi Barcelona frá Spáni tilboð vegna leikmannsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Völsungur og ÍBV í pottinum á mánudag

Nú er komið í ljós hvaða lið leika í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna eftir leiki dagsins. Fjórir leikir fóru fram í dag þar sem Fylkir, ÍBV, Völsungur og Stjarnan komust áfram.

Guðjón Þórðarson með ungmennalandsliði Englands

Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, eyddi tíma með ungmennalandsliði Englands á dögunum. Liðið er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti U-21 árs liða en Stuart Pearce þjálfar liðið. Guðjón var í Svíþjóð að vinna að Uefa Pro Licence þjálfaragráðunni.

Ósætti um Ólympíuleikvanginn í London fyrir HM 2018

Kallað hefur verið eftir því að Ólympíuleikvangurinn sem er í byggingu í London verði notaður í samkeppni Englands um Heimsmeistaramótin árið 2018 og 2022. England mun sækjast eftir því að halda annað hvort mótið.

Yaya Toure kostar nú 100 milljónir evra

Yaya Toure hefur framlengt samning sinn við Barcelona um eitt ár. Hann hafði sterklega verið orðaður við Arsenal en er nú samningsbundinn katalónska félaginu til 2012.

Enginn kvartaði þegar Owen var keyptur

Sá sem keypti Michael Owen til Newcastle segir að „allir hafi sagt að hann yrðu frábær kaup,“ þegar hann gekk í raðir félagsins fyrir sautján milljónir punda. Það er Freddy Shepard, fyrrum stjórnarformaður, en Owen fer frá félaginu á frjálsri sölu á þriðjudaginn.

Félagsskipti Ronaldo loks að ganga í gegn

Real Madrid og Manchester United sendu frá sér yfirlýsingar á opinberum heimasíðum sínum í kvöld um að félagsskipti Portúgalans Cristiano Ronaldo á 80 milljón pund séu við það að ganga í gegn.

Haukar skutust á topp 1. deildar

Áttunda umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar unnu góðan 1-3 útisigur gegn Víking Reykjavík og skutust þar með á topp deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir