Fleiri fréttir

Hermann: Ágætt að prufa bekkinn

Hermann Hreiðarsson var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins af KSÍ. Hann segist ekki kvíða framtíðinni hjá Portsmouth þótt hann hafi þurft að verma bekkinn að undanförnu.

Terry verður frá í sex vikur

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður frá keppni í sex vikur eftir að í ljós kom að hann brákaði þrjú bein í fætinum í samstuði við leikmann Arsenal í viðureign liðanna í gær.

Fabio Capello - Heilræðavísur

Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford skrifar í dag opið bréf til Fabio Capello þar sem varar landsliðsþjálfarann við því hvað bíði hans í starfinu. Bréfið birtist í breska blaðinu Times.

Útsala í Kænugarði

Forseti Dynamo Kiev hefur lofað að tekið verði rækilega til í herbúðum liðsins eftir arfaslakan árangur þess í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hafnaði í neðsta sæti og fékk ekki eitt einasta stig.

Eboue bað Terry afsökunar

Miðjumaðurinn Emmanuel Eboue hjá Arsenal bað John Terry fyrirliða Chelsea afsökunar á að hafa valdið meiðslum hans í leik liðanna um helgina. Þetta segir framherji Chelsea, Salomon Kalou.

Lofar að koma Englandi aftur á toppinn

Fabio Capello var í dag vígður formlega inn í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Hann lofar að koma landsliðinu aftur í hóp þeirra bestu og ætlar að vera búinn að læra ensku þegar hann hittir leikmenn sína í fyrsta sinn í næsta mánuði.

Marcus Bent er leikmaður 17. umferðar

Framherjinn Marcus Bent hjá Wigan fór á kostum í fjörugasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu í sigri Wigan á Blackburn í sveiflukenndum 5-3 sigri heimamanna.

Hvert toppliðanna á erfiðustu jólatörnina?

Nú fer brátt í hönd hin alræmda jólatörn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem leikið er þétt yfir hátíðarnar. Stjórar hinna fjögurra fræknu leggja mikið upp úr hagstæðum úrslitum í törninni og hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir andstæðinga þeirra yfir hátíðarnar.

Vitum meira á nýársdag

Sir Alex Ferguson segir næstu fjóra leiki sinna manna í Manchester United yfir jólavertíðina þá mikilvægustu á leiktíðinni, því að þeim loknum sjái hann hve góða möguleika liðið eigi í titilvörninni. Þá sjái hann einnig hverjir helstu keppinautarnir verði.

Ísland niður um eitt sæti

Íslenska landsliðið fellur um eitt sæti á FIFA listanum sem birtur var í morgun og situr í 90. sæti listans. Staða efstu liða breytist ekki þar sem Argentína er í efsta sætinu, Brasilía í öðru og heimsmeistarar Ítalíu í þriðja.

Scholes og Carragher aftur í landsliðið?

Fabio Capello verður formlega kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari Englendinga í dag. Hann hefur látið í veðri vaka að hann muni reyna að fá menn eins og Jamie Carragher og Paul Scholes til að taka landsliðsskóna fram að nýju.

Látbragð Ashley Cole til rannsóknar

Ashley Cole hjá Chelsea gæti átt yfir höfði sér refsingu frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins í gær fyrir fingrabendingar í átt til stuðningsmanna Arsenal í leik liðanna í gær. Cole lék áður með Arsenal og fær því jafnan kaldar kveðjur frá fyrrum stuðningsmönnum sínum.

Terry óbrotinn

John Terry, fyrirliði Chelsea, slapp óbrotinn í gær eftir samstuð sitt við Emmanuel Eboue hjá Arsenal í leik liðanna, en vera má að hann hafi skaddað liðbönd á ökklanum. Reiknað er með að það komi í ljós síðar í dag hvort varnarmaðurinn missir af jólavertíðinni með liði sínu.

Maldini hættir í lok tímabilsins

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor.

Emil ekki með Reggina í dag

Reggina tapaði í dag á útivelli fyrir Parma, 3-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Emil Hallfreðsson lék ekki með Reggina í dag vegna meiðsla.

Arsenal endurheimti toppsætið

Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.

Heskey frá í nokkrar vikur

Emile Heskey verður frá næstu vikurnar eftir að hann meiddist á ökkla í 5-3 sigri Wigan á Blackburn í gær.

Bjargið Bangura!

Áhorfendur á leik Watford og Plymouth sýndu Al Bangura stuðning sinn í verki með einföldum skilaboðum.

AC Milan heimsmeistari félagsliða

Evrópumeistarar AC Milan bættu í dag við heimsmeistaratitlinum í safnið sitt eftir sigur á Boca Juniors í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.

Rijkaard: Eiður Smári var frábær

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hældi Eiði Smára Guðjohnsen mjög fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Valencia í gær.

Messi ekki með gegn Real Madrid

Lionel Messi meiddist í sigri Barcelona á Valencia í gær og verður af þeim sökum ekki með liðinu þegar það mætir Real Madrid um næstu helgi.

Barton tryggði Newcastle sigur

Joey Barton tryggði Newcastle sigur á útivelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Jóhannes Karl fékk rautt

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður í leik Burnley og Preston North End í ensku B-deildinni í dag og fékk að líta rauða spjaldið.

Ferguson sýnir Benitez stuðning

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skilur ekki af hverju efasemdir eru um framtíð Rafael Benitez hjá Liverpool.

Rooney er klár í slaginn - bókstaflega

Wayne Rooney telur að sú þjálfun sem hann hlaut í hnefaleikum sem drengur muni koma sér að góðum notum í leik Manchester United og Liverpool á morgun.

Anderlecht sektað fyrir ólæti

Knattsyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað hollenska liðið Anderlecht um tæpar 1,2 milljónir króna vegna óláta áhorfenda á leik liðsins gegn Tottenham í UEFA-bikarkeppninni.

Leikmaður HK/Víkings tvínefbrotnaði

Serbneski landsliðsmaðurinn Lidija Stojkanovic, leikmaður HK/Víkings, nefbrotnaði á tveimur stöðum á æfingu með liðinu í fyrradag.

Eiður í leikmannahópi Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni klukkan 21.00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn.

Móðgun við enska þjálfara

Franski landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech segir að enskir þjálfar eigi að líta á það sem móðgun að knattspyrnusambandið þar í landi hafi enn og aftur leitað út fyrir landsteinana til að ná í landsliðsjálfara.

Capello búinn að skrifa undir

Nú rétt í þessu tilkynnti enska knattspyrnusambandið frá því formlega að það hefði gert fjögurra og hálfs árs samning við Fabio Capello sem með því verður annar útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu.

Capello verður með sömu laun og John Terry

Fabio Capello verður hæstlaunaðasti þjálfari í knattspyrnuheiminum þegar hann tekur við enska landsliðinu ef marka má frétt Sky í dag. Hann verður með hálfan milljarð króna í árslaun, eða sömu laun og John Terry, fyrirliði Chelsea.

Ferguson fær tveggja leikja bann

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, verður ekki á sínum stað á hliðarlínunni þegar lið hans sækir West Ham heim og tekur á móti Birmingham dagana 29. des og 1. janúar.

Ekkert tilboð borist í Ragnar

Ragnar Sigurðsson segir í samtali við sænska fjölmiðla að ekkert tilboð hafi borist IFK Gautaborg í sig og að hann muni sennilega skrifa undir nýjan samning við félagið.

Fabregas gæti spilað um helgina

Spánverjinn Cesc Fabregas æfði með Arsenal í dag og svo gæti farið að hann spili með Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir