Fleiri fréttir

Fékk sitt annað gula spjald áður en hann fékk það fyrsta

Denys Garmash, leikmaður Dynamo Kiev, virtist heldur hissa þegar að dómarinn Anthony Taylor sýndi honum gult og síðan rautt í leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Ástæðan er líklega sú að þetta var fyrsta gula spjald Garmash í leiknum.

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Juventus með stórsigur í Svíþjóð

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt.

Chelsea hóf titilvörnina á sigri

Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0.

Öruggur sigur Bayern gegn Barcelona

Bayern München vann öruggan 3-0 sigur þegar að liðið heimsótti Barcelona í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 

Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið.

Íslendingalið Gummersbach hóf tímabilið á sigri

Íslendingaliðið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar vann góðan níu marka sigur gegn Lubeck-Schwartau í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar. Lokatölur 31-22, en Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson leika með liðinu.

Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald.

Sjáðu bragðgóða markasúpu sumarsins

Snilldarvippur, þrumuskot og snyrtilegar afgreiðslur eru meðal þess sem sjá má í syrpu með mörgum af bestu mörkunum úr Pepsi Max-deild kvenna árið 2021.

Búið hjá Ba

Leikmaðurinn, sem var einn stærsti örlagavaldurinn í því að Steven Gerrard vann aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpoool, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum.

„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum.

Öruggt hjá Val sem er kominn í undan­úr­slit

Valur var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta. Íslandsmeistararnir tryggðu sér farseðilinn með öruggum tíu marka sigri á FH 34-24.

Fram og Afturelding í undanúrslit

Fram og Afturelding fylgdu í fótspor Stjörnunnar og tryggð sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. Fram lagði ÍR 36-30 á meðan Afturelding vann nágranna sína í Fjölni með fimm mörkum, 35-30.

Jóhann Berg lagði upp en það dugði skammt

Burnley er enn í leit að fyrsta sigrinum sínum í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap gegn Everton á Goodison Park. Gestirnir komust yfir en þrjú mörk á skömmum tíma tryggðu sigur heimamanna

Yfir­gefur São Pau­lo vegna launa­deilna

Sigursælasti fótboltamaður sögunnar, Brasilíumaðurinn Dani Alves, hefur yfirgefið São Paulo í heimalandinu þar sem hann segir félagið skulda sér tvær og hálfa milljón punda.

Real Madríd til Ís­lands í desember

Fyrr í dag var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna megin. Nú er ljóst hvenær leikirnir fara fram. Leikur Breiðabliks og Real Madríd fer fram miðvikudaginn 8. desember.

Sjá næstu 50 fréttir