Fleiri fréttir

Mikilvægur sigur Guif

Íslendingaliðið komið í 2-1 forystu í sinni rimmu í 8-liða úrslitunum í Svíþjóð.

Jack Nicklaus er mjög ánægður með Jordan Spieth

Jordan Spieth, nýkrýndur Masters-meistari í golfi, hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu og framgöngu enda spilaði hann frábærlega frá fyrsta degi og vann Masters-mótið á 18 höggum undir pari.

Tók stuðningsmannasveit Stólanna Francis úr sambandi?

Haukar eru komnir 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta og flestir eru sammála því að slök frammistaða Bandaríkjamannsins Alex Francis á mikinn þátt í að fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið eins og létt æfing fyrir Stólanna.

Lið Kára notaði ólöglegan leikmann

Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta.

Unnu fjórtán mínútna kafla 30-10 en töpuðu samt

KR-ingar eru komnir í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Domnios-deild karla í körfubolta eftir að þeim tókst að lifa af afar slæman kafla í þriðja leiknum í Vesturbænum í gærkvöldi.

Gary Neville: Manchester United liðið verður bara betra

Gary Neville, knattspyrnuspekingur Sky Sports og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, er ánægður með sína gömlu félaga í Manchester United og hann er sáttur með starf knattspyrnustjórans Louis van Gaal.

Mark Jóhanns Berg með GoPro-vél | Myndband

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt tíunda deildarmark á tímabilinu þegar Charlton Athletic gerði jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku b-deildinni um helgina.

Pellegrini: Þetta er mér að kenna

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, tók sjálfur fulla ábyrgð á slæmu gengi liðsins að undanförnu en liðið tapaði 4-2 á móti nágrönnunum í Manchester United í gær.

NBA: Westbrook með 54 stig í nótt | Myndbönd

Russell Westbrook hefur aldrei skorað fleiri stig í einum leik í NBA-deildinni en að hann gerði í nótt en skapið fór með hann í lokin og Oklahoma City Thunder tapaði naumlega á móti Indiana Pacers.

Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters

Sigraði fyrsta risamót ársins með fjórum höggum eftir magnaða frammistöðu á Augusta National vellinum alla helgina. Hélt ró sinni og gerði það sem þurfti til þess að sigla sigrinum heim á lokahringnum í kvöld

HK framlengir við tvo lykilmenn

HK hefur framlengt samninga tveggja lykilmanna liðsins, þeirra Guðmundar Atla Steinþórssonar og Jóns Gunnars Eysteinssonar. Samningar þeirra beggja gilda út tímabilið.

Erum stórt félag

Tindastóll er á hraðleið í úrslitarimmuna í Dominos-deild karla og ætlar sér stóra hluti þar sem og á næstu árum.

Fimmta tap Ólafs og félaga í röð

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn þegar Zulte Waregem tapaði 0-1 fyrir Mechelen í umspili um Evrópusæti í belgíska boltanum í kvöld.

Fimmti sigur Malaga í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði sjö stig fyrir Unicaja Malaga þegar liðið lagðið Movistar Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Aue vann Íslendingaslaginn

Lið Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, vann mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í dag er tvö Íslendingalið mættust.

Sjá næstu 50 fréttir