Fótbolti

Fimmta tap Ólafs og félaga í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Ingi og félagar hafa farið illa af stað í umspilinu.
Ólafur Ingi og félagar hafa farið illa af stað í umspilinu. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn þegar Zulte Waregem tapaði 0-1 fyrir Mechelen í umspili um Evrópusæti í belgíska boltanum í kvöld.

Eina mark leiksins kom á 6. mínútu en það gerði Laurens Paulussen.

Ólafur og félagar hafa tapað báðum leikjum sínum í umspilinu til þessa en leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum.

Zulte tapaði einnig þremur síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og liðið er því búið að tapa fimm leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×