Fleiri fréttir Sunderland úr fallsæti eftir sigur á Reading Sunderland vann góðan heimasigur á Reading í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 11.12.2012 21:42 Vignir skoraði tvö í háspennuleik gegn grönnunum Vignir Svavarsson og félagar í Minden tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með eins marks sigri á grannliðinu TuS N-Lübbecke 27-26. 11.12.2012 21:15 D-deildarlið Bradford sló Arsenal út Arsenal er úr leik í enska deildabikarnum í knattspyrnu eftir dramatískt tap gegn D-deildarliði Bradford í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslitin. 11.12.2012 20:52 Ungverjar tryggðu sæti í undanúrslitum | Serbar lögðu Dani Ungverjaland tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á Evrópumóti kvennalandsliða í handknattleik með öruggum sigri á Rúmenum 25-19. 11.12.2012 20:45 Zlatan með þrennu á 25 mínútum Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu á 25 mínútum í 4-0 útisigri Paris Saint Germain á Valenciennes í efstu deild frönsku knattspyrnunnar í kvöld. 11.12.2012 19:43 Norsku stelpurnar í undanúrslit Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik. 11.12.2012 18:53 Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn. 11.12.2012 18:30 Slóvenar mæta Íslendingum með nýjan þjálfara á hliðarlínunni Nýr þjálfari verður á hliðarlínunni hjá Slóvenum þegar karlalandslið þeirra í knattspyrnu mætir Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins 22. mars á næsta ári. Slavisa Stojanovic og knattspyrnusamband Slóveníu komust að samkomulagi um starfslok hans í gær. Gengi Slóvena hefur ekki verið gott en liðið hefur aðeins fengið þrjú stig í fyrstu fjórum leikjunum í E-riðli. Stojanovic var aðeins eitt ár í starfinu sem landsliðsþjálfari. 11.12.2012 17:45 Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum 1. júní í æfingaleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik sem fram fer á Laugardalsvelli þann 1. júní á næsta ári. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. 11.12.2012 16:15 Á Godfrey Chitalu markametið en ekki Lionel Messi? Það hefur varla farið framhjá neinum að Argentínumaðurinn Lionel Messi setti nýtt met s.l. sunnudag þegar hann skoraði sitt 86. mark á þessu ári í 2-1 sigri Barcelona gegn Real Betis. Þar með bætti hann met sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müller sem skoraði 85 mörk árið 1972. Nafn Godfrey Chitalu hefur nú verið dregið inn í þessa umræðu. 11.12.2012 15:45 Gareth Barry ákærður af enska knattspyrnusambandinu Gareth Barry, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester City, hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi orðbragð í garð dómara eftir að 3-2 tap liðsins gegn Manchester United s.l. sunnudag. Enski landsliðsmaðurinn lét aðstoðardómara leiksins heyra það á meðan hann yfirgaf leikvöllinn á leið sinni til búningsherbergja Man City. 11.12.2012 14:45 Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla. 11.12.2012 13:09 Fyrrum eiginkona Tiger Woods reisir 2000 fermetra glæsihýsi Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn. Nordegren, sem er sænsk, fékk um 13 milljarða kr. eftir skilnaðinn við Tiger Woods, og hún hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýtt heimili sem rís við North Palm ströndin við Flórída. Það ætti að fara vel fjölskyldu hennar í því húsi enda er það um 2000 fermetrar. 11.12.2012 12:11 Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu. 11.12.2012 11:42 Rekinn út eftir stórfurðulegt rifrildi við dómara - myndband Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland. Johnson reifst þar eins og smábarn við David Jones einn þriggja dómara leiksins. Og Johnson var vísað út úr húsi fyrir þá hegðun. 11.12.2012 11:30 Michel Platini er á enn á móti marklínutækninni Michel Platini forseti knattspyrnusambands Evrópu, er enn á móti marklínutækninni, sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir. Á heimsmeistaramóti félagsliða fram fer í Japan verður marklínutæknin notuð í fyrsta sinn í alvöru leikjum en Platini efast um að FIFA sé á réttri leið. Að mati Platini ætti að nota fjármagnið sem fer í marklínutæknina í grasrótarstarf. 11.12.2012 10:24 Mancini ætlar ekki að selja Balotelli í janúar Sagan endalausa um framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City heldur áfram. Balotelli er án efa ekki á jólakortalistanum hjá Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City en þeir hafa ekki náð vel saman á undanförnum misserum. Það búast margir við því að Balotelli verði seldur þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar en Mancini er ekki tilbúinn að láta Balotelli fara frá félaginu. 11.12.2012 09:45 Oriol Romeu úr leik hjá Chelsea út tímabilið Oriol Romeu leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, verður frá keppni í allt að hálft ár, en hann fór í aðgerð í gær. Miðjumaðurinn sleit krossband í hné í leiknum gegn Sunderland s.l. laugardag og að auki var gert við liðþófa í hnénu. 11.12.2012 09:31 NBA í nótt: James og Wade sáu um Atlanta LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami Heat í nótt þegar liðið lagði Atlanta 101-92 á heimavelli. Dwyane Wade skoraði 26 en þeir félagar hittu úr 21 af alls 29 skotum sínum í leiknum. Þetta var aðeins annar tapleikur Atlanta í síðustu 11 leikjum. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Al Horford skoraði 20 og tók 11 fráköst. 11.12.2012 09:22 Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. 11.12.2012 07:30 Aron: Stefán Rafn er tilbúinn Besti leikmaður N1-deildarinnar það sem af er vetri, Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, spilar ekki meira með liðinu. Hann er nefnilega á förum til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, þjálfar. 11.12.2012 06:45 Müller gleðst með Lionel Messi Það var söguleg stund í heimsfótboltanum á sunnudag er Lionel Messi setti ótrúlegt met. Þá sló hann markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári. Müller skoraði 85 mörk á sínum tíma en tvö mörk Messi gegn Real Betis komu honum í 86 mörk á þessu ári. Hann á enn eftir að spila tvo leiki á árinu. 11.12.2012 06:00 Thompson á tvö glæsileg markamet Ástralinn Archie Thompson er einstakur markaskorari. Hann á metið yfir flest mörk í landsleik - 13 - og hann er núna búinn að slá annað glæsilegt landsliðsmet. Þrenna á sem stystum tíma. 10.12.2012 23:30 Stark viðurkennir mistök Dómarar eru ekki vanir að tjá sig um einstaka dóma eða eigin frammistöðu í leikjum. Í ansi mörgum tilfellum mega þeir það einfaldlega ekki. 10.12.2012 22:45 Mark Arons dugði ekki til Aron Jóhannsson var enn og aftur á skotskónum er lið hans, AGF, gerði jafntefli, 3-3, í bráðfjörugum leik gegn botnliði Silkeborg. Þetta var fjórtánda mark Arons fyrir AGF á tímabilinu. 10.12.2012 19:59 Stott líklega á leiðinni í lífstíðarbann Hinn 21 árs gamli Matthew Stott mun líklega sjá eftir því alla ævi að hafa hlaupið inn á völlinn um helgina í leik Man. City og Man. Utd. 10.12.2012 19:05 Fulham skellti Newcastle Newcastle sótti ekki gull í greipar Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn sterkari í kuldanum og unnu 2-1 sigur. 10.12.2012 18:00 Rory McIlroy kylfingur ársins hjá golfíþróttafréttamönnum Rory McIlroy heldur áfram að safna viðurkenningum á þessu tímabili en Norður-Írinn var valinn kylfingur ársins af golfíþróttafréttamönnum. McIlroy er efstur á heimslistanum og hann átti frábært tímabil þar sem hann vann m.a. PGA meistaramótið og lokamót Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Dubai. 10.12.2012 17:45 Tinna komst ekki áfram á lokaúrtökumótið Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, komst ekki í gegnum fyrsta stigið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Tinna var aðeins tveimur höggum frá því að komast á lokaúrtökumótið en hún lék hringina fjóra á keppnisvellinum í Marokkó á samtals átta höggum yfir pari vallar. Og endaði hún í 49. sæti af alls 75 keppendum. Alls komust 45 kylfingar áfram á lokaúrtökumótið af þessum velli. 10.12.2012 17:00 Sunnudagsmessan: Umræða um Chelsea og Fernando Torres Fernando Torres skoraði tvívegis í 3-1 sigri Chelsea á útivelli gegn Sunderland á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænski framherjinn virðist vera að finna sitt gamla form undir stjórn Rafael Benítez. Nigel Quashie, sem var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær, ræddi um Torres og Chelsea við þá Guðmund Benediktsson og Hjörvar Hafliðason. 10.12.2012 16:00 Stuðningsmaður Man City bað Ferdinand afsökunar - níu aðilar kærðir Níu aðilar hafa verið kærðir fyrir ýmis atvik sem áttu sér stað á leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í gær. Tveir þeirra fóru inn á leikvöllinn og ógnuðu þar leikmönnum Man Utd en alls hafa fjórir verið handteknir. Rio Ferdinand leikmaður Man Utd fékk skurð á augabrún eftir að smápening var kastað í andlit hans og það er ljóst að fjölmörg atvik sem komu þarna upp verða rannsökuð enn frekar hjá enska knattspyrnusambandinu. 10.12.2012 15:30 Sunnudagsmessan: Umræða um Arsenal og Ray Wilkins Ray Wilkins er sá leikmaður sem Nigel Quashie lítur hvað mest upp til en Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Quashie ,Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu m.a. Jack Wilshere og Arsenal í þessu innslagi úr Sunnudagsmessunni. 10.12.2012 14:45 Staðan í NBA deildinni – San Antonio og Oklahoma eru hnífjöfn Tímabilið í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum fer vel af stað og hafa mörg lið komið á óvart. Gengi New York Knicks í Austurdeildinni hefur vakið athygli en liðið er í efsta sæti með 75% vinningshlutfall en meistaralið Miami Heat fylgir þar fast á eftir. Í Vesturdeildinni hefur slakt gengi LA Lakers komið á óvart en liðið er í 12. sæti af alls 15 liðum í Vesturdeildinni. Hið þaulreynda lið San Antonio Spurs er í efsta sæti ásamt Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni en bæði lið eru með 81% vinningshlutfall. 10.12.2012 13:45 Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta. 10.12.2012 12:53 Tómt skothylki gæti skilað góðri veiði Skotveiðifélag Íslands minnir nú félagsmenn sína á að skila inn tómum skothylkjum svo þeir eigi möguleika á að vinna 150 þúsund króna eldsneytisúttekt. 10.12.2012 12:45 Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um Joe Allen og Liverpool Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar tjáði hann sig m.a. um gengi Liverpool. Quashie hefur ákveðnar skoðanir á Joe Allen, landsliðsmanni frá Wales. Hinn 22 ára gamli miðjumaður kom til Liverpool s.l. sumar frá Swansea þar sem að Brendan Rodgers, núverandi knattspyrnustjór Liverpool, var áður knattspyrnustjóri. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu við Quashie um Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. 10.12.2012 12:40 Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um veru sína hjá West Ham Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem stórkostleg helgi í enska boltanum var gerð upp. Englendingurinn hefur mikla reynslu úr ensku knattspyrnunni en hann hefur leikið með QPR, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton , WBA, West Ham, Birmingham, Wolves og Milton Keynes Dons. Quashie er spilandi þjálfari hjá ÍR en hann ræði hér um veru sína hjá West Ham þegar liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar. 10.12.2012 12:15 Roberto Mancini gagnrýndi Samir Nasri harkalega Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Robin van Persie skoraði sigurmark Man Utd með skoti úr aukaspyrnu en Nasri "faldi“ sig á bak við liðsfélaga sína í varnarveggnum og í stað þess að reyna verjast. 10.12.2012 12:00 Messi ætlar að bæta metið enn frekar Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í gær þegar liðið lagði Real Betis á útivelli í spænsku deildinni og þar með hefur hann skorað 86 mörk á þessu ári en Müller skoraði 85 á sama árinu. 10.12.2012 11:45 Thierry Henry gæti leikið með Arsenal í janúar Allar líkur eru á því að Thierry Henry muni leika með enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal sem lánsmaður en franski framherjinn er samningsbundinn New York í MLS deildinni í Bandaríkjunum. 10.12.2012 11:30 Tom Watson gæti hugsað sér að vera fyrirliði Ryderliðsins Hinn þaulreyndi kylfingur, Tom Watson, segir að hann myndi íhuga það alvarlega að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir bandaríska úrvalsliðið í næstu Ryderkeppni sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi árið 2014. Watson, sem er 63 ára gamall. var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir tveimur áratugum þar sem hann landaði sigri gegn Evrópuúrvalinu sem fyrirliði. 10.12.2012 11:00 Veigar Páll í "floppliði" ársins hjá Aftenposten Veigar Páll Gunnarsson, sem nýverið samdi við Stjörnuna í Garðabæ, er í "flopp“ -liði ársins hjá norska dagblaðinu Aftenposten. Veigar átti frábær tímabili í herbúðum Stabæk þar sem hann varð m.a. norskur meistari en hann átti erfitt uppdráttar hjá Vålerenga í Osló. 10.12.2012 10:15 Misstir þú af enska boltanum? - öll mörkin og tilþrifin eru á Vísi Það var mikil dramatík í gangi í leikjum helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Stórleikur Manchester City og Manchester United bar þar hæst þar sem að Robin Van Persie tryggði Man Utd sigurinn á elleftu stundu í stórkostlegum leik. Sextándu umferðinni lýkur í kvöld með leik Fulham og Newcastle sem sýndur verður á Stöð 2 sport 2. Að venju eru öll mörk helgarinnar aðgengileg á Vísi. 10.12.2012 09:15 NBA í nótt: Taphrina Lakers heldur áfram - New York ósigrandi Taphrina Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta heldur áfram en í nótt tapaði liðið gegn Utah 110 – 117 þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 34 stig fyrir heimamenn. Sigurganga New York Knicks heldur áfram á heimavelli en liðið hefur enn ekki tapað leik í vetur á heimavelli. 10.12.2012 09:00 Rektorinn rekur veiðisögu sína "Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem "Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit. 9.12.2012 23:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sunderland úr fallsæti eftir sigur á Reading Sunderland vann góðan heimasigur á Reading í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 11.12.2012 21:42
Vignir skoraði tvö í háspennuleik gegn grönnunum Vignir Svavarsson og félagar í Minden tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með eins marks sigri á grannliðinu TuS N-Lübbecke 27-26. 11.12.2012 21:15
D-deildarlið Bradford sló Arsenal út Arsenal er úr leik í enska deildabikarnum í knattspyrnu eftir dramatískt tap gegn D-deildarliði Bradford í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslitin. 11.12.2012 20:52
Ungverjar tryggðu sæti í undanúrslitum | Serbar lögðu Dani Ungverjaland tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á Evrópumóti kvennalandsliða í handknattleik með öruggum sigri á Rúmenum 25-19. 11.12.2012 20:45
Zlatan með þrennu á 25 mínútum Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu á 25 mínútum í 4-0 útisigri Paris Saint Germain á Valenciennes í efstu deild frönsku knattspyrnunnar í kvöld. 11.12.2012 19:43
Norsku stelpurnar í undanúrslit Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik. 11.12.2012 18:53
Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn. 11.12.2012 18:30
Slóvenar mæta Íslendingum með nýjan þjálfara á hliðarlínunni Nýr þjálfari verður á hliðarlínunni hjá Slóvenum þegar karlalandslið þeirra í knattspyrnu mætir Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins 22. mars á næsta ári. Slavisa Stojanovic og knattspyrnusamband Slóveníu komust að samkomulagi um starfslok hans í gær. Gengi Slóvena hefur ekki verið gott en liðið hefur aðeins fengið þrjú stig í fyrstu fjórum leikjunum í E-riðli. Stojanovic var aðeins eitt ár í starfinu sem landsliðsþjálfari. 11.12.2012 17:45
Íslenska kvennalandsliðið mætir Skotum 1. júní í æfingaleik Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik sem fram fer á Laugardalsvelli þann 1. júní á næsta ári. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. 11.12.2012 16:15
Á Godfrey Chitalu markametið en ekki Lionel Messi? Það hefur varla farið framhjá neinum að Argentínumaðurinn Lionel Messi setti nýtt met s.l. sunnudag þegar hann skoraði sitt 86. mark á þessu ári í 2-1 sigri Barcelona gegn Real Betis. Þar með bætti hann met sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müller sem skoraði 85 mörk árið 1972. Nafn Godfrey Chitalu hefur nú verið dregið inn í þessa umræðu. 11.12.2012 15:45
Gareth Barry ákærður af enska knattspyrnusambandinu Gareth Barry, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester City, hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi orðbragð í garð dómara eftir að 3-2 tap liðsins gegn Manchester United s.l. sunnudag. Enski landsliðsmaðurinn lét aðstoðardómara leiksins heyra það á meðan hann yfirgaf leikvöllinn á leið sinni til búningsherbergja Man City. 11.12.2012 14:45
Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla. 11.12.2012 13:09
Fyrrum eiginkona Tiger Woods reisir 2000 fermetra glæsihýsi Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods, er á grænni grein eftir skilnaðinn við atvinnkylfinginn. Nordegren, sem er sænsk, fékk um 13 milljarða kr. eftir skilnaðinn við Tiger Woods, og hún hefur eytt gríðarlegum fjármunum í nýtt heimili sem rís við North Palm ströndin við Flórída. Það ætti að fara vel fjölskyldu hennar í því húsi enda er það um 2000 fermetrar. 11.12.2012 12:11
Anton og Hlynur dæma á HM á Spáni Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru í hópi 32 dómara sem hafa verið valdir til þess að sjá um dómgæsluna á leikjunum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar. Alls eru 24 dómarar frá Evrópu, en hin pörin koma frá Afríku, Suður-Ameríku, og fjórir dómarar eru frá Asíu. 11.12.2012 11:42
Rekinn út eftir stórfurðulegt rifrildi við dómara - myndband Amir Johnson er ekki þekktasti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta en Toronto leikmaðurinn var í sviðsljósinu í nótt fyrir afar undarlega hegðun í tapleik gegn Portland. Johnson reifst þar eins og smábarn við David Jones einn þriggja dómara leiksins. Og Johnson var vísað út úr húsi fyrir þá hegðun. 11.12.2012 11:30
Michel Platini er á enn á móti marklínutækninni Michel Platini forseti knattspyrnusambands Evrópu, er enn á móti marklínutækninni, sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur lagt blessun sína yfir. Á heimsmeistaramóti félagsliða fram fer í Japan verður marklínutæknin notuð í fyrsta sinn í alvöru leikjum en Platini efast um að FIFA sé á réttri leið. Að mati Platini ætti að nota fjármagnið sem fer í marklínutæknina í grasrótarstarf. 11.12.2012 10:24
Mancini ætlar ekki að selja Balotelli í janúar Sagan endalausa um framtíð Mario Balotelli hjá Manchester City heldur áfram. Balotelli er án efa ekki á jólakortalistanum hjá Roberto Mancini knattspyrnustjóra Man City en þeir hafa ekki náð vel saman á undanförnum misserum. Það búast margir við því að Balotelli verði seldur þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar en Mancini er ekki tilbúinn að láta Balotelli fara frá félaginu. 11.12.2012 09:45
Oriol Romeu úr leik hjá Chelsea út tímabilið Oriol Romeu leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, verður frá keppni í allt að hálft ár, en hann fór í aðgerð í gær. Miðjumaðurinn sleit krossband í hné í leiknum gegn Sunderland s.l. laugardag og að auki var gert við liðþófa í hnénu. 11.12.2012 09:31
NBA í nótt: James og Wade sáu um Atlanta LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami Heat í nótt þegar liðið lagði Atlanta 101-92 á heimavelli. Dwyane Wade skoraði 26 en þeir félagar hittu úr 21 af alls 29 skotum sínum í leiknum. Þetta var aðeins annar tapleikur Atlanta í síðustu 11 leikjum. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Al Horford skoraði 20 og tók 11 fráköst. 11.12.2012 09:22
Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. 11.12.2012 07:30
Aron: Stefán Rafn er tilbúinn Besti leikmaður N1-deildarinnar það sem af er vetri, Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, spilar ekki meira með liðinu. Hann er nefnilega á förum til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, þjálfar. 11.12.2012 06:45
Müller gleðst með Lionel Messi Það var söguleg stund í heimsfótboltanum á sunnudag er Lionel Messi setti ótrúlegt met. Þá sló hann markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári. Müller skoraði 85 mörk á sínum tíma en tvö mörk Messi gegn Real Betis komu honum í 86 mörk á þessu ári. Hann á enn eftir að spila tvo leiki á árinu. 11.12.2012 06:00
Thompson á tvö glæsileg markamet Ástralinn Archie Thompson er einstakur markaskorari. Hann á metið yfir flest mörk í landsleik - 13 - og hann er núna búinn að slá annað glæsilegt landsliðsmet. Þrenna á sem stystum tíma. 10.12.2012 23:30
Stark viðurkennir mistök Dómarar eru ekki vanir að tjá sig um einstaka dóma eða eigin frammistöðu í leikjum. Í ansi mörgum tilfellum mega þeir það einfaldlega ekki. 10.12.2012 22:45
Mark Arons dugði ekki til Aron Jóhannsson var enn og aftur á skotskónum er lið hans, AGF, gerði jafntefli, 3-3, í bráðfjörugum leik gegn botnliði Silkeborg. Þetta var fjórtánda mark Arons fyrir AGF á tímabilinu. 10.12.2012 19:59
Stott líklega á leiðinni í lífstíðarbann Hinn 21 árs gamli Matthew Stott mun líklega sjá eftir því alla ævi að hafa hlaupið inn á völlinn um helgina í leik Man. City og Man. Utd. 10.12.2012 19:05
Fulham skellti Newcastle Newcastle sótti ekki gull í greipar Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn sterkari í kuldanum og unnu 2-1 sigur. 10.12.2012 18:00
Rory McIlroy kylfingur ársins hjá golfíþróttafréttamönnum Rory McIlroy heldur áfram að safna viðurkenningum á þessu tímabili en Norður-Írinn var valinn kylfingur ársins af golfíþróttafréttamönnum. McIlroy er efstur á heimslistanum og hann átti frábært tímabil þar sem hann vann m.a. PGA meistaramótið og lokamót Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Dubai. 10.12.2012 17:45
Tinna komst ekki áfram á lokaúrtökumótið Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, komst ekki í gegnum fyrsta stigið á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Tinna var aðeins tveimur höggum frá því að komast á lokaúrtökumótið en hún lék hringina fjóra á keppnisvellinum í Marokkó á samtals átta höggum yfir pari vallar. Og endaði hún í 49. sæti af alls 75 keppendum. Alls komust 45 kylfingar áfram á lokaúrtökumótið af þessum velli. 10.12.2012 17:00
Sunnudagsmessan: Umræða um Chelsea og Fernando Torres Fernando Torres skoraði tvívegis í 3-1 sigri Chelsea á útivelli gegn Sunderland á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænski framherjinn virðist vera að finna sitt gamla form undir stjórn Rafael Benítez. Nigel Quashie, sem var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær, ræddi um Torres og Chelsea við þá Guðmund Benediktsson og Hjörvar Hafliðason. 10.12.2012 16:00
Stuðningsmaður Man City bað Ferdinand afsökunar - níu aðilar kærðir Níu aðilar hafa verið kærðir fyrir ýmis atvik sem áttu sér stað á leik Manchester City og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í gær. Tveir þeirra fóru inn á leikvöllinn og ógnuðu þar leikmönnum Man Utd en alls hafa fjórir verið handteknir. Rio Ferdinand leikmaður Man Utd fékk skurð á augabrún eftir að smápening var kastað í andlit hans og það er ljóst að fjölmörg atvik sem komu þarna upp verða rannsökuð enn frekar hjá enska knattspyrnusambandinu. 10.12.2012 15:30
Sunnudagsmessan: Umræða um Arsenal og Ray Wilkins Ray Wilkins er sá leikmaður sem Nigel Quashie lítur hvað mest upp til en Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Quashie ,Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu m.a. Jack Wilshere og Arsenal í þessu innslagi úr Sunnudagsmessunni. 10.12.2012 14:45
Staðan í NBA deildinni – San Antonio og Oklahoma eru hnífjöfn Tímabilið í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum fer vel af stað og hafa mörg lið komið á óvart. Gengi New York Knicks í Austurdeildinni hefur vakið athygli en liðið er í efsta sæti með 75% vinningshlutfall en meistaralið Miami Heat fylgir þar fast á eftir. Í Vesturdeildinni hefur slakt gengi LA Lakers komið á óvart en liðið er í 12. sæti af alls 15 liðum í Vesturdeildinni. Hið þaulreynda lið San Antonio Spurs er í efsta sæti ásamt Oklahoma City Thunder í Vesturdeildinni en bæði lið eru með 81% vinningshlutfall. 10.12.2012 13:45
Stefán Rafn til liðs við RN - Löwen í Þýskalandi Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, hefur samið við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Stefán á að fylla það skarð sem Uwe Gensheimer skilur eftir sig en hann sleit hásin á dögunum. Stefán Rafn er 22 ára gamall, 1.96 m. á hæð, og hann getur leikið bæði í vinstra horni og sem rétthent skytta. 10.12.2012 12:53
Tómt skothylki gæti skilað góðri veiði Skotveiðifélag Íslands minnir nú félagsmenn sína á að skila inn tómum skothylkjum svo þeir eigi möguleika á að vinna 150 þúsund króna eldsneytisúttekt. 10.12.2012 12:45
Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um Joe Allen og Liverpool Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær og þar tjáði hann sig m.a. um gengi Liverpool. Quashie hefur ákveðnar skoðanir á Joe Allen, landsliðsmanni frá Wales. Hinn 22 ára gamli miðjumaður kom til Liverpool s.l. sumar frá Swansea þar sem að Brendan Rodgers, núverandi knattspyrnustjór Liverpool, var áður knattspyrnustjóri. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason ræddu við Quashie um Liverpool í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. 10.12.2012 12:40
Sunnudagsmessan: Quashie ræðir um veru sína hjá West Ham Nigel Quashie var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem stórkostleg helgi í enska boltanum var gerð upp. Englendingurinn hefur mikla reynslu úr ensku knattspyrnunni en hann hefur leikið með QPR, Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton , WBA, West Ham, Birmingham, Wolves og Milton Keynes Dons. Quashie er spilandi þjálfari hjá ÍR en hann ræði hér um veru sína hjá West Ham þegar liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar. 10.12.2012 12:15
Roberto Mancini gagnrýndi Samir Nasri harkalega Samir Nasri er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum né liðsfélögum sínum í Manchester City en franski leikmaðurinn gerði afdrifarík mistök á lokamínútunum gegn Manchester United í gær. Robin van Persie skoraði sigurmark Man Utd með skoti úr aukaspyrnu en Nasri "faldi“ sig á bak við liðsfélaga sína í varnarveggnum og í stað þess að reyna verjast. 10.12.2012 12:00
Messi ætlar að bæta metið enn frekar Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í gær þegar liðið lagði Real Betis á útivelli í spænsku deildinni og þar með hefur hann skorað 86 mörk á þessu ári en Müller skoraði 85 á sama árinu. 10.12.2012 11:45
Thierry Henry gæti leikið með Arsenal í janúar Allar líkur eru á því að Thierry Henry muni leika með enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal sem lánsmaður en franski framherjinn er samningsbundinn New York í MLS deildinni í Bandaríkjunum. 10.12.2012 11:30
Tom Watson gæti hugsað sér að vera fyrirliði Ryderliðsins Hinn þaulreyndi kylfingur, Tom Watson, segir að hann myndi íhuga það alvarlega að taka að sér fyrirliðastöðuna fyrir bandaríska úrvalsliðið í næstu Ryderkeppni sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi árið 2014. Watson, sem er 63 ára gamall. var fyrirliði bandaríska liðsins fyrir tveimur áratugum þar sem hann landaði sigri gegn Evrópuúrvalinu sem fyrirliði. 10.12.2012 11:00
Veigar Páll í "floppliði" ársins hjá Aftenposten Veigar Páll Gunnarsson, sem nýverið samdi við Stjörnuna í Garðabæ, er í "flopp“ -liði ársins hjá norska dagblaðinu Aftenposten. Veigar átti frábær tímabili í herbúðum Stabæk þar sem hann varð m.a. norskur meistari en hann átti erfitt uppdráttar hjá Vålerenga í Osló. 10.12.2012 10:15
Misstir þú af enska boltanum? - öll mörkin og tilþrifin eru á Vísi Það var mikil dramatík í gangi í leikjum helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Stórleikur Manchester City og Manchester United bar þar hæst þar sem að Robin Van Persie tryggði Man Utd sigurinn á elleftu stundu í stórkostlegum leik. Sextándu umferðinni lýkur í kvöld með leik Fulham og Newcastle sem sýndur verður á Stöð 2 sport 2. Að venju eru öll mörk helgarinnar aðgengileg á Vísi. 10.12.2012 09:15
NBA í nótt: Taphrina Lakers heldur áfram - New York ósigrandi Taphrina Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta heldur áfram en í nótt tapaði liðið gegn Utah 110 – 117 þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi skorað 34 stig fyrir heimamenn. Sigurganga New York Knicks heldur áfram á heimavelli en liðið hefur enn ekki tapað leik í vetur á heimavelli. 10.12.2012 09:00
Rektorinn rekur veiðisögu sína "Glettni veiðigyðjunnar - ekki nema það þó!" er titill nýrrar veiðibókar sem kom út fyrir skömmu. Þetta er saga Bjarna Kristjánssonar, sem er mörgum kunnur sem "Rektorinn" bæði vegna þess að hann var lengi rektor Tækniskóla Íslands en ekki síst af því að vinsæl straumfluga var nefnd eftir honum. Það var Kolbeinn Grímsson sem hnýtti fluguna á sínum tíma þegar þeir félagar voru við veiðar í Laxá í Mývatnssveit. 9.12.2012 23:01