Handbolti

Norsku stelpurnar í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norsku stelpurnar fagna ásamt Þóri í kvöld.
Norsku stelpurnar fagna ásamt Þóri í kvöld. Nordicphotos/Getty
Norska kvennalandsliðið í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í Serbíu með því að leggja Svía að velli 28-25 í spennuleik.

Norsku stelpurnar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 12-14 en tóku til sinna ráð í síðari hálfleik. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Svíar fóru illa að ráði sínu í milliriðlinum en liðið missti unninn leik niður í jafntefli gegn Serbum í gær.

Norska landsliðið hefur átta stig í efsta sæti milliriðilsins. Þær norsku mæta Dönum í lokaumferð milliriðilsins á fimmtudaginn. Leikurinn gæti orðið úrslitaleikur um efsta sætið takist Dönum að Serba að velli í kvöld.

Í hinum milliriðlinum hafa Svartfellingar þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum. Baráttan um hitt sætið í undanúrslitum er hins vegar hörð en línur munu skýrast að lokinni viðureign Rúmena og Ungverja í kvöld.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×