Fleiri fréttir

Síðasta umferð Dominos-deildar karla fyrir jól

Í kvöld verður heil umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta eru síðustu deildarleiki liðanna fyrir jól. Allir leikir tíundu umferðar fara fram í kvöld en um helgina verður síðan spilað í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla.

Gareth Barry fékk eins leiks bann og sekt

Gareth Barry ætlar ekki að áfrýja úrskurði aganefndar enska knattspyrnusambandsins en hann þarf að taka út leikbann þegar Manchester City mætir Newcastle á útivelli um helgina í ensku úrvalsdeildinni. Enski landsliðsmaðurinn var dæmdur í eins leiks bann vegna orða sem hann lét falla við Mark Clattenburg dómara eftir 3-2 tap Manchester City gegn Manchester United s.l. sunnudag.

Marklínuboltinn þykir of þungur

Marklínutæknibúnaður er í fyrsta sinn í sögunni notaður í keppni á vegum FIFA á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan. Það eru skiptar skoðanir um þetta skref sem FIFA hefur ákveðið að taka og nú hefur leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea gefið nýja boltanum falleinkunn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - FH 21-27

FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 30-34

Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Akureyri 32-26

Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Akureyri 32-26 á heimavelli sínum að Varmá í kvöld. Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og vann afar sannfærandi sigur á andlausu Akureyrarliði. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.

Melta söluskrána með hangikjötinu

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt umsóknarfrest um veiðileyfi næsta sumars til 28. desember. Fresturinn átti að renna út í dag.

Geir Þorsteins: Vissum ekki að Klinsmann hefði hringt í Aron

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, ræddi mál Arons Jóhannssonar í Boltanum á X-inu 977 í morgun. Upp er komin sú staða að leikmaðurinn íhugar nú hvort hann eigi að velja bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska.

Heil umferð í N1 deild karla – HK-ingar safna fyrir Bjarka

Heil umferð fer fram í kvöld í N1-deild karla í handbolta og er þetta síðasta umferðin á þessu ári. Langt hlé verður gert á Íslandsmótinu vegna þátttöku Íslands á HM á Spáni sem fer fram í janúar – en keppni í N1-deildinni hefst að nýju þann 4. febrúar á næsta ári.

Öruggur sigur hjá Chelsea gegn Monterry

Chelsea leikur til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu eftir 3-1 sigur gegn Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum. Evrópumeistaralið Chelsea mætir Corinthians frá Brasilíu í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma.

Pistorius hafði betur í kappahlaupi við hestinn Maserati

Oscar Pistorius frjálsíþróttamaður frá Suður-Afríku hefur vakið gríðarlega athygli fyrir árangur sinn á undanförnum misserum. Pistorius tók þátt á ÓL í London og einnig á ólympíumóti fatlaðra á þessu ári en hann keppti nýverið í kapphlaupi við veðhlaupahest sem ber nafnið Maserati en keppt var í Doha. Og hinn 25 ára gamli Pistorius, sem oft er kallaður "Blade Runner" sigraði í þessari óvenjulegu keppni.

Allt botnfrosið í samskiptum Wenger og Bould

Það er mótvindur í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal þessa dagana. Liðið féll úr keppni gegn D-liði Bradford í deildabikarnum í þessari viku og samskipti Arsene Wenger knattspyrnustjóra og aðstoðarþjálfarans Steve Bould eru ekki upp á það allra besta. Stewart Robson, fyrrum leikmaður Arsenal, gagnrýndi Wenger harkalega í gær og sagði liðið á rangri leið undir stjórn Wenger.

Giovinco hélt upp á 12.12.12 með eftirminnilegum hætti

Það fór varla framhjá neinum að í gær að á dagatalinu var, 12.12.12. Sebastian Giovinco, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gerði daginn enn eftirminnilegri með skemmtilegum talnaleik þegar Juventus mætti Cagliari í síðari viðureign þeirra í ítölsku bikarkeppninni.

Stefán Rafn: Ég er íslenskur víkingur

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk þegar Rhein-Neckar Löwen lagði Magdeburg í framlengdri viðureign liðanna í þýsku bikarkeppninni í handbolta í gærkvöldi.

Ólafur Gústafsson sneri sig á ökkla

Handknattleikskappinn Ólafur Gústafsson lék ekki með liði sínu Flensburg í þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ólafur sneri sig á ökkla í fyrrakvöld og óvíst hve lengi hann verður frá vegna meiðsla.

NBA í nótt: Óvænt tap Miami gegn Golden State

Draymond Green tryggði Golden State Warriors óvæntan 97-95 sigur gegn meistaraliði Miami Heat á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Green skoraði sigurkörfuna 0.9 sek. fyrir leikslok.

Liverpool mætir Dádýrunum úr G-deildinni

Mansfield Town verður mótherji Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir 2-1 sigur Mansfield á Lincoln City í 2. umferð keppninnar í kvöld.

Mörkin hans Messi orðin 88

Lionel Messi heldur áfram að bæta markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Messi skoraði tvíveigis í 2-0 sigri Barcelona á Cordoba í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í kvöld.

Pavel og félagar áfram þrátt fyrir tap

Pavel Ermolinskij skoraði fjögur stig fyrir Norrköping Dolphins þegar liðið tapaði 84-80 gegn Tampereen Pytinto í Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik í gærkvöldi.

Tom Watson líklegur sem fyrirliði bandaríska Ryderliðsins

Bandaríska golfsambandið tilkynnir á morgun, fimmtudag, um valið á fyrirliða bandaríska Ryderliðsins sem mætir því evrópska á Gleneagles í Skotlandi árið 2014. Og það eru sterkar vísbendingar um að hinn þaulreyndi Tom Watson fái það hlutverk að stýra bandaríska liðinu. Watson var fyrirliði bandaríska Ryderliðsins sem fagnað sigri á Belfry vellinum árið 1993.

Chelsea mætir Corinthians komist liðið í úrslitaleikinn

Brasilíska félagið Corinthians tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Heimsmeistarakeppni félagsliða eftir 1-0 sigur á Al Ahly frá Egyptalandi en þarna mættust Suður-Ameríkumeistararnir og Afríkumeistararnir í fyrri undanúrslitaleik keppninnar.

Fer Reina frá Liverpool í janúar?

Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal og telja enskir fjölmiðlar miklar líkur á því að hann yfirgefi Liverpool í janúar. Reina, sem er þrítugur, er verðlagður á um 10 milljónir Evra eða sem nemur 1,6 milljarða kr.

Wenger: Leikmenn þurfa ekki að skammast sín

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, varði sína leikmenn í viðtölum eftir að liðið féll úr keppni í deildabikarnum gegn Bradford í gærkvöld. Wenger lagði áherslu á að leikmenn liðsins þyrftu ekki að skammast sín fyrir úrslitin og tapið.

Stuðningsmenn vilja fá að standa á leikjum í enska boltanum

Samtök stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni hafa lagt fram formlega ósk þess efnis að gerð verði tilraun á nokkrum völlum hjá liðum að bjóða upp á svæði þar sem að áhorfendur geta staðið á meðan þeir fylgjast með leiknum. Slíkt hefur lengi tíðkast hjá liðum á borð við Borussia Dortmund í Þýskalandi en öll slík svæði voru tekin úr umferð á Englandi eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust árið 1989 á Hillsboroug.

Fjölmargir leikmenn á Ítalíu með lausan samning

Næsta sumar má búast við fjöldi leikmanna í ítölsku A-deildinni skipti um lið en eins og staðan er nú verða 108 leikmenn með lausan samning. Ef félögin semja ekki við þá fyrir janúar næstkomandi þá geta leikmennirnir hafið samningaviðræður við önnur félög strax 1.janúar samkvæmt Bosman-reglunni.

David Luiz er tilbúinn í nýtt hlutverk hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn David Luiz segir að hann sé tilbúinn að taka að sér nýtt hlutverk hjá Chelsea sem varnarsinnaður miðjumaður. Luiz, sem leikur sem miðvörður hjá enska úrvalsdeildarliðinu, telur að hann geti aðstoðað liðið með því að fylla það skarð sem Spánverjinn Oriol Romeu skilur eftir sig.

NBA í nótt: Carmelo með 45 stig - Lakers tapaði enn og aftur

Carmelo Anthony skoraði 45 stig fyrir New York Knicks í 100-97 sigri liðsins gegn Brooklyn í NBA deildinni í nótt. Taphrina LA Lakers heldur áfram en liðið tapaði á útivelli 100-94 gegn Cleveland þar sem að Kobe Bryant skoraði 42 stig, og Dwight Howard skoraði 19 og tók 20 fráköst fyrir Lakers.

Aldís Kara til liðs við Breiðablik

Knattspyrnukonan Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Aldís er uppalinn í FH og lék með liðinu í efstu deild síðastliðið sumar.

Sjá næstu 50 fréttir