Fleiri fréttir

Kompany: Ég vil aldrei vinna svona aftur

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var nánast steinrunninn eftir algjörlega lygilegan sigur Man. City á QPR sem tryggði þeim Englandsmeistaratitilinn.

Maldonado vinnur stórkoslegan spænskan kappakstur

Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur.

Helgarviðtal: Hljóp klofið úr vöðlunum á bökkum Öxnadalsár

Björgólfur Hávarðsson er hámenntaður fiskeldisfræðingur sem frá barnsaldri hefur haft mikinn áhuga á veiði. Hann er alinn upp á Stöðvarfirði en hefur búið Noregi mörg ár. Hann starfar hjá fyrirtækinu Ocea AS í Bergen. Veiðivísir sló á þráðinn til Björgólfs.

Manchester United vann Sunderland en það dugði ekki til

Manchester United bar sigur úr býtum gegn Sunderland 1-0 á útivelli með marki frá Wayne Rooney í fyrri hálfleik. Sigurinn dugði þeim aftur á móti ekki þar sem Manchester City vann ótrúlegan sigur á QPR 3-2 á heimavelli.

Eins og í lygasögu | Tvö mörk City í uppbótartíma

Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á ótrúlegan hátt í dag. Liðið þurfti tvö mörk til þess að tryggja sér titilinn þegar venjulegur leiktími var liðinn í leik þeirra gegn QPR. City tókst hið ótrúlega og er Englandsmeistari. Þetta er fyrsti Englandsmeistaratitill City í 44 ár og sá titill vinnst á markatölu.

SVFR áfram með Norðurá

Stangveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) verður áfram með Norðurá í Borgarfirði á leigu.

Átta milljarðar til verndar laxastofnum

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hefur sett sér það takmark að semja við alla sem eiga rétt til netaveiða á laxi við Norður-Atlantshaf.

Van Bommel á leið til PSV

Það verða heldur betur breytingar á liði AC Milan í vetur enda margir reyndir leikmenn á förum. Nú síðast tilkynnti hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel að hann væri á leið til PSV Eindhoven.

Dortmund bikarmeistari með glæsibrag

Borussia Dortmund er tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Í dag pakkaði Dortmund liði Bayern München saman í úrslitum bikarkeppninnar, 5-2.

Flott endurkoma hjá Kára og félögum

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar nældu á stig á útivelli er þeir sóttu TuS N-Lübbecke heim í þýska handboltanum.

Hamilton dæmdur úr leik á Spáni

Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun.

Birgir Leifur í ágætum málum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 72 höggum, eða tveim höggum undir pari, á þriðja degi Opna Allianz-mótsins sem fram fer í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem Birgir hefur iðulega tekið þátt í.

Gleði á Hlíðarenda - myndaveisla

Valskonur urðu Íslandsmeistarar í handknattleik í dag er þær unnu afar sannfærandi sigur á Fram í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum

"Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.

Rúnar og félagar voru flengdir

Rúnar Kárason skoraði eitt mark þegar lið hans, Bergischer, var flengt af Flensburg með sautján marka mun, 37-20.

Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum.

Mancini: Við töpuðum aldrei trúnni

Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, hafi ítrekað lýst því yfir opinberlega á síðustu vikum að Man. Utd væri búið að vinna ensku deildina þá segir hann leikmenn liðsins aldrei hafa tapað trúnni.

Ferguson: Mikil áskorun fyrir City

Sálfræðistríðinu á milli Man. Utd og Man. City er ekki lokið enda einn leikur eftir. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur minnt City á að það gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þá takist liðinu ekki að vinna titilinn núna.

Memphis tryggði sér oddaleik gegn Clippers

Liðin frá Los Angeles í NBA-deildinni eru ekki að gera sér auðvelt fyrir því þau eru bæði á leiðinni í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Eins og eftir handriti

Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Páll Gísli átti frábæran leik með Skagamönnum er þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR í fyrsta heimaleik sínum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir