Fleiri fréttir

Raul og barnastóðið

Þjóðverjar eru höfðingjar heim að sækja og þeir koma fram við sitt fólk af virðingu. Þegar Raul tilkynnti að hann væri að fara frá félaginu tóku menn þar á bæ þeim fréttum alls ekkert ílla.

Juventus tapaði stigum á heimavelli | AC Milan minnkaði forskotið

Toppbaráttan í ítalska fótboltanum harðnaði enn frekar í kvöld þegar Andrea Bertolacci náði að jafna metin fyrir Lecce á 85. mínútu gegn toppliði Juventus á útivelli. Á sama tíma landaði AC Milan 2-0 sigri á heimavelli gegn Atalanta. Juventus er með 78 stig í efsta sæti deildarinnar en AC Milan er einu stigi á eftir þegar tvær umferðir eru eftir.

Nordsjælland hafði betur í toppslagnum gegn FCK

Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK töpuðu 1-0 á útivelli í toppslagnum í danska fótboltanum í kvöld gegn Nordsjælland. Ragnar lék í vörn FCK frá upphafi til enda en það var Mikkel Beckmann sem skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu með þrumuskoti sem hafnaði í varnarmanni FCK á leið sinni í markið.

Ajax varði titilinn í Hollandi | Kolbeinn lék síðustu 30 mínúturnar

Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 30 mínúturnar í 2-0 sigri Ajax gegn Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggði Ajax sér meistaratitilinn en liðið hafði titil að verja. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn NEC en Jóhann lék síðustu 5 mínúturnar í leiknum. Ajax er í efsta sæti deildarinnar með 73 stig en Feyenoord kemur þar á eftir með 67. AZ er í fimmta sæti með 62 stig.

Frábær byrjun AG tryggði sigur

Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld fyrsta sætið í sínum riðli í úrslitakeppni danska handboltans. AG lagði þá Aarhus 31-28.

Kewell og krúnan

Ástralinn Harry Kewell er alltaf hress og kátur. Hann var að sjálfsögðu mættur í skrúðgöngu í Melbourne á dögunum enþar var hann borinn á gullstól um göturnar en ástæðan er ókunn. En myndin er góð. Eiginlega frábær.

Campbell leggur skóna á hilluna

Sol Campbell hefur gefið það út að hann hafi bundið enda á atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu en hann nær yfir tvo áratugi.

Messi búinn að slá markametið

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er það skellti Malaga, 4-1, á heimavelli sínum í kvöld.

Spurs gefur ekkert eftir

Tottenham er enn í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar öruggan útisigur á Bolton í kvöld. Fabrice Muamba steig út á völl fyrir leik og grét.

Papiss Cisse skaut Chelsea í kaf

Hinn ótrúlegi markaskorari Newcastle, Papiss Cisse, tryggði Newcastle gríðarlega mikilvægan útisigur á Chelsea í kvöld. Hann skoraði bæði mörk Newcastle í 0-2 sigri.

Síðasta skemmtikvöld SVFR

Síðasta skemmtikvöld þessa starfsárs verður haldið í sal SVFR á Háaleitisbraut á föstudaginn.

Staðið við í Hafravatni

Nokkrir veiðimenn köstuðu fyrir silung í Hafravatni 1. maí. Eldri herramaður sem rætt var við laust eftir hádegi sagðist ekkert hafa orðið var þann tæpa hálf tíma sem hann hafði þá staðið við. Kvaðst hann vera að hugsa um að færa sig frá norðanverðum austurbakka vatnsins að suðurenda þess þar sem kannski væri meiri von.

Pepsi-deild karla: Þjálfarar fá að heimsækja dómarana að leik loknum

Þjálfarar í efstu deild karla í knattspyrnu fá að funda með dómurum að loknum leikjum sínum í efstu deild karla í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða en þetta var meðal þess sem fram kom á kynningarfundi í dag um áherslur dómaranna fyrir leiktíðina sem hefst á sunnudag.

Hodgson: Kemur til greina að velja Foster

Roy Hodgson, nýráðinn þjálfari enska landsliðsins, segir að það komi vel til greina að velja markvörðinn Ben Foster aftur í enska landsliðið.

Stoudemire þurfti í aðgerð vegna bræðiskastsins

Amare Stoudemire, leikmaður New York, spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Hann slasaði sig á hendi eftir að hafa slegið í glerkassa utan um slökkvitæki í bræðiskasti eftir tap sinna manna gegn Miami á dögunum.

Welbeck er ekki fótbrotinn

Danny Welbeck, leikmaður Manchester United, fékk góðar fréttir í gærkvöldi en þá var staðfest að hann væri ekki með brotið bein í fæti eins og hafði verið óttast.

Öflugur varnarmaður á leið í KR

Varnarmaðurinn Rhys Weston er á leið í KR samkvæmt heimildum Vísis. Hann er væntanlegur hingað til lands á morgun og liggur tveggja ára samningur á borðinu.

Keflvíkingar sömdu við Selimovic

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur náð samningum við slóvenska miðjumanninn Denis Selimovic um að spila með liðinu út tímabilið sem hefst nú um helgina.

NBA: Bryant og Bynum fóru á kostum í liði LA Lakers

Kobe Bryant var allt í öllu í sóknarleik LA Lakers í 104-100 sigri liðsins gegn Denver í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers er 2-0 yfir en fjóra sigurleiki þarf til að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar. Andrew Bynum var einnig gríðarlega sterkur og skoraði hann 27 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers.

NBA: Góðir sigrar hjá Boston og Philadelphia á útivelli

Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76‘ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit.

Ballack: Bayern líklegra en Chelsea

Micheal Ballack, fyrrverandi leikmaður Bayern München og Chelsea, segir Bayern hafa tilfinningalegt forskot fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem haldinn verður á heimavelli Bayern, þann 19. maí.

KR safnar bikurum - myndir

KR varð í kvöld meistari meistaranna þegar Íslands- og bikarmeistararnir skelltu FH, 2-0, á iðagrænum Laugardalsvelli.

Pippen: Chicago ennþá sterkastir

Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn.

Dalglish: Þetta var lélegt

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, reyndi ekki að draga fjöður yfir þá staðreynd að lið hans var arfaslakt gegn Fulham í kvöld.

Malmö á toppinn eftir stórsigur | Sara Björk með mark

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Malmö, skoraði eitt mark í 7-1, stórsigri liðsins á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þóra Björk Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, var einnig á sínum stað í liði Malmö.

Sjá næstu 50 fréttir