Fleiri fréttir Theódór Elmar með slitið krossband | Frá í 6 til 8 mánuði Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason getur ekki spilað fótbolta næstu sex til átta mánuði eftir að í ljós kom að hann sleit bæði krossband og innra liðband í hnénu í æfingaleik á móti OB um síðustu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu Randers. 21.2.2012 13:45 Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21.2.2012 13:16 Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration. 21.2.2012 13:15 Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. 21.2.2012 12:45 Terry ekki með í kvöld | Að drepast í hnénu eftir æfinguna í gær John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Napoli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Terry missir væntanlega líka af landsleik Englendinga og Hollendinga í næstu viku. 21.2.2012 12:15 Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu. 21.2.2012 11:45 Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti. 21.2.2012 11:15 Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið. 21.2.2012 10:15 Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins. 21.2.2012 09:31 NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38. 21.2.2012 09:00 Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. 21.2.2012 08:00 Skytturnar þrjár eru nú í Napólí André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni. 21.2.2012 07:00 Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. 21.2.2012 06:00 Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. 21.2.2012 10:30 Jason Terry gerir lítið úr frammistöðu Lin: 95 prósent leikkerfi D'Antoni að þakka Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta. 20.2.2012 23:45 Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil. 20.2.2012 22:30 Engar liðskipanir hjá Red Bull í sumar Ökumenn Red Bull liðsins í Formúlu 1 munu hafa jafna stöðu í mótum ársins. Þetta sagði Dietrich Matesichitz eigandi Red Bull. 20.2.2012 21:45 Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. 20.2.2012 21:00 Eiður Smári farinn að hlaupa | Mætti á æfingu AEK í dag Stuðningsmannasíða AEK Aþenu sagði frá því í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mætt á æfingu liðsins í dag en þetta var fyrsta æfing íslenska landsliðsmannsins síðan að hann tvífótbrotnaði í leik á móti Olympiakos 10. október síðastliðinn. 20.2.2012 20:15 Fimm sigrar í röð hjá Sundsvall | Hlynur með tvennu Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann Borås Basket 88-86 í miklum spennuleik í Sundsvall. Drekarnir hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Norrköping Dolphins. 20.2.2012 19:54 Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar. 20.2.2012 19:15 Avram Grant: Enska landsliðið fær ekki betri mann en Redknapp Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, West Ham og Portsmouth, hefur bæst í hóp þeirra sem segja að Harry Redknapp eigi að taka við enska landsliðinu fyrir Evrópumótið í sumar. Enska landsliðið er enn án þjálfara eftir að Fabio Capello hætti með liðið á dögunum. 20.2.2012 18:45 Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. 20.2.2012 18:15 Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur. 20.2.2012 17:45 Hamilton eyðir tíma með fyrrverandi Þó að þau hafi hætt saman í nóvember eru Lewis Hamilton (27) og söngkonan Nicole Scherzinger (33) enn góðir vinir. Hamilton tilkynnti á Twitter fyrir helgi að hann væri á tónleikum Nicole í Dublin að hún hefði verið frábær. 20.2.2012 17:15 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20.2.2012 16:30 Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr. 20.2.2012 15:00 Niall Quinn kveður Sunderland Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi. 20.2.2012 14:45 Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. 20.2.2012 14:00 Donald mætir Els í fyrstu umferð | Tiger í óvenjulegri stöðu Flestir af bestu kylfingum heims verða á meðal keppenda á heimsmótinu í holukeppni sem hefst á miðvikudag í Arizona í Bandaríkjunum. Aðeins 64 efstu á heimslistanum eru með keppnisrétt á þessu skemmtilega móti þar sem að Englendingurinn Luke Donald hefur titil að verja. Tiger Woods er í óvenjulegri stöðu á þessu móti en hann mætir Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð. 20.2.2012 15:45 Batnandi útlit í Eyjafjarðará Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í "gjörgæslu“. En nú virðast tímar vera bjartari. 20.2.2012 14:24 Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma. 20.2.2012 14:22 Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins. 20.2.2012 13:30 Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. 20.2.2012 12:45 Adrian Newey með snjalla lausn á afturenda Red Bull bílsins Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins hefur enn á ný fundið "snjalla" lausn á nýjum reglum um útblásturskerfi bílsins. Nýlega voru "blásnir loftdreifar" bannaðir en þar lágu helstu yfirburðir Red Bull bílsins síðustu ár. 20.2.2012 12:26 Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin. 20.2.2012 12:15 Leik AEK tvívegis frestað | Á leið í fjórðu deildina? Fresta þurfti viðureign AEK Aþenu gegn OFI frá Krít í efstu deild gríska boltans í tvígang um helgina. Prentun miða fyrir leikinn, sem fram átti að fara í Aþenu, var ekki heimiluð vegna fjárhagsvandræða félagsins. 20.2.2012 11:45 Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið. 20.2.2012 11:15 Eigandi knattspyrnufélags segir íþróttina vonlausa Stuðningsmenn knattspyrnufélaga velta reglulega þeirri spurningu fyrir sér hversu miklir knattspyrnuunnendur ríkir eigendur félaga þeirra eru. Clive Palmer, eigandi Gold Coast United í áströlsku deildinni, tók af allan vafa um helgina. 20.2.2012 10:45 Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. 20.2.2012 09:45 Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20.2.2012 09:00 KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu. 20.2.2012 08:15 Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. 20.2.2012 08:00 Iðjuleysi myndi gera út af við mig Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, stendur í ströngu þessa dagana. Hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann er í harðri samkeppni um mínútur inni á vellinum og í janúar fékk hann í fyrsta sinn á ferlinum að kynnast alvöru mótlæti með íslenska landsliðinu. 20.2.2012 07:00 Ever Banega fótbrotnaði við það að setja bensín á bílinn Ever Banega, leikmaður Valencia, var fjarri góðu gamni í kvöld þegar lið hans lék við Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni en hann náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fótbrotna við það að setja bensín á bíl sinn. 19.2.2012 23:15 Sjá næstu 50 fréttir
Theódór Elmar með slitið krossband | Frá í 6 til 8 mánuði Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason getur ekki spilað fótbolta næstu sex til átta mánuði eftir að í ljós kom að hann sleit bæði krossband og innra liðband í hnénu í æfingaleik á móti OB um síðustu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu Randers. 21.2.2012 13:45
Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21.2.2012 13:16
Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration. 21.2.2012 13:15
Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. 21.2.2012 12:45
Terry ekki með í kvöld | Að drepast í hnénu eftir æfinguna í gær John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Napoli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Terry missir væntanlega líka af landsleik Englendinga og Hollendinga í næstu viku. 21.2.2012 12:15
Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu. 21.2.2012 11:45
Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti. 21.2.2012 11:15
Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið. 21.2.2012 10:15
Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins. 21.2.2012 09:31
NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38. 21.2.2012 09:00
Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. 21.2.2012 08:00
Skytturnar þrjár eru nú í Napólí André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni. 21.2.2012 07:00
Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve? Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal. 21.2.2012 06:00
Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. 21.2.2012 10:30
Jason Terry gerir lítið úr frammistöðu Lin: 95 prósent leikkerfi D'Antoni að þakka Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta. 20.2.2012 23:45
Petit: Wenger er ennþá rétti maðurinn fyrir Arsenal Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, er sannfærður um að það yrðu stór mistök hjá Arsenal að láta Arsene Wenger fara frá félaginu. Það hefur lítið gengið hjá Arsenal að undanförnu og sterkur orðrómur er um það að franski stjórinn verði ekki áfram með Arsenal-liðið eftir þetta tímabil. 20.2.2012 22:30
Engar liðskipanir hjá Red Bull í sumar Ökumenn Red Bull liðsins í Formúlu 1 munu hafa jafna stöðu í mótum ársins. Þetta sagði Dietrich Matesichitz eigandi Red Bull. 20.2.2012 21:45
Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili. 20.2.2012 21:00
Eiður Smári farinn að hlaupa | Mætti á æfingu AEK í dag Stuðningsmannasíða AEK Aþenu sagði frá því í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mætt á æfingu liðsins í dag en þetta var fyrsta æfing íslenska landsliðsmannsins síðan að hann tvífótbrotnaði í leik á móti Olympiakos 10. október síðastliðinn. 20.2.2012 20:15
Fimm sigrar í röð hjá Sundsvall | Hlynur með tvennu Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann Borås Basket 88-86 í miklum spennuleik í Sundsvall. Drekarnir hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Norrköping Dolphins. 20.2.2012 19:54
Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar. 20.2.2012 19:15
Avram Grant: Enska landsliðið fær ekki betri mann en Redknapp Avram Grant, fyrrum stjóri Chelsea, West Ham og Portsmouth, hefur bæst í hóp þeirra sem segja að Harry Redknapp eigi að taka við enska landsliðinu fyrir Evrópumótið í sumar. Enska landsliðið er enn án þjálfara eftir að Fabio Capello hætti með liðið á dögunum. 20.2.2012 18:45
Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. 20.2.2012 18:15
Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur. 20.2.2012 17:45
Hamilton eyðir tíma með fyrrverandi Þó að þau hafi hætt saman í nóvember eru Lewis Hamilton (27) og söngkonan Nicole Scherzinger (33) enn góðir vinir. Hamilton tilkynnti á Twitter fyrir helgi að hann væri á tónleikum Nicole í Dublin að hún hefði verið frábær. 20.2.2012 17:15
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20.2.2012 16:30
Wenger gæti fengið 11 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn Það hefur ekki gengið vel hjá Arsenal og Arsene Wenger að undanförnu. Liðið er í mikilli lægð og féll úr ensku bikarkeppninni um helgina eftir 2-0 tap gegn Sunderland. Stjórn Arsenal stendur þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Wenger og er talið að hann muni fá 55 milljónir punda til leikmannakaupa næsta sumar – sem nemur 11 milljörðum kr. 20.2.2012 15:00
Niall Quinn kveður Sunderland Niall Quinn, fyrrum stjórnarformaður Sunderland, tilkynnti í dag að hann hefði yfirgefið félagið. Quinn, sem sagði af sér stjórnarformennsku í október, hafði síðan starfað fyrir félagið á alþjóðlegum vettvangi en hverfur nú af sjónarsviðinu í Norður-Englandi. 20.2.2012 14:45
Sigurður valdi tvo nýliða | systurnar úr Eyjum í A-landsliðshópnum Tveir nýliðar eru í A-landsliðshóp íslenska kvennalandsliðsins tekur þátt á Algarve Cup. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti val sitt í dag en fyrsti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum þann 29.febrúar. Ísland lék til úrslita á þessu móti fyrir ári síðan. Svíþjóð og Kína eru einnig í riðlinum með Íslandi og Þýskalandi. 20.2.2012 14:00
Donald mætir Els í fyrstu umferð | Tiger í óvenjulegri stöðu Flestir af bestu kylfingum heims verða á meðal keppenda á heimsmótinu í holukeppni sem hefst á miðvikudag í Arizona í Bandaríkjunum. Aðeins 64 efstu á heimslistanum eru með keppnisrétt á þessu skemmtilega móti þar sem að Englendingurinn Luke Donald hefur titil að verja. Tiger Woods er í óvenjulegri stöðu á þessu móti en hann mætir Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano í fyrstu umferð. 20.2.2012 15:45
Batnandi útlit í Eyjafjarðará Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í "gjörgæslu“. En nú virðast tímar vera bjartari. 20.2.2012 14:24
Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma. 20.2.2012 14:22
Ferguson ætlar að taka 2-3 ár til viðbótar hjá Man Utd Sir Alex Ferguson er staðráðinn í því að halda áfram í starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska meistaraliðsins Manchester United næstu 2-3 árin. Ferguson er sjötugur að aldri og hefur enn gríðarlega gaman að því að mæta í vinnuna. Skotinn er sannfærður um að hann verði áfram í vinnu hjá Man Utd þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri liðsins. 20.2.2012 13:30
Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. 20.2.2012 12:45
Adrian Newey með snjalla lausn á afturenda Red Bull bílsins Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins hefur enn á ný fundið "snjalla" lausn á nýjum reglum um útblásturskerfi bílsins. Nýlega voru "blásnir loftdreifar" bannaðir en þar lágu helstu yfirburðir Red Bull bílsins síðustu ár. 20.2.2012 12:26
Rekinn af velli fyrir að fara úr treyjunni | Koeman brjálaður John Guidetti, 19 ára framherji Feyenoord, reif sig úr treyjunni þegar hann kom liði sínu yfir í deildarleik gegn Waalwijjk um helgina. Honum var refsað með gulu spjaldi, hans síðara í leiknum, og manni fleiri jöfnuðu liðsmenn Waalwijjk undir lokin. 20.2.2012 12:15
Leik AEK tvívegis frestað | Á leið í fjórðu deildina? Fresta þurfti viðureign AEK Aþenu gegn OFI frá Krít í efstu deild gríska boltans í tvígang um helgina. Prentun miða fyrir leikinn, sem fram átti að fara í Aþenu, var ekki heimiluð vegna fjárhagsvandræða félagsins. 20.2.2012 11:45
Wenger: Meistaradeildarsæti ígildi titils Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Wenger sætir mikilli gagnrýni eftir slæm úrslit Lundúnarfélagsins undanfarið. 20.2.2012 11:15
Eigandi knattspyrnufélags segir íþróttina vonlausa Stuðningsmenn knattspyrnufélaga velta reglulega þeirri spurningu fyrir sér hversu miklir knattspyrnuunnendur ríkir eigendur félaga þeirra eru. Clive Palmer, eigandi Gold Coast United í áströlsku deildinni, tók af allan vafa um helgina. 20.2.2012 10:45
Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. 20.2.2012 09:45
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20.2.2012 09:00
KFÍ leikur í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, KFÍ, tryggði sér um helgina efsta sætið í 1. deild karla í körfuknattleik og leikur KFÍ í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem gulltryggði KFÍ efsta sætið með því að leggja Skallagrím að velli í Borgarnesi í gærdag. Skallagrímur var eina liðið sem gat náð KFÍ að stigum en eftir ósigurinn í gær er ljóst að Borgnesingar geta ekki náð efsta sætinu. 20.2.2012 08:15
Bill Haas hafði sigur eftir þriggja manna bráðabana Bandaríkjamaðurinn Bill Haas stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust mótinu í golfi sem lauk í Kaliforníu í gær. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en Haas var jafn löndum sínum Phil Mickelson og Keegan Bradley að loknum fjórum hringjum. 20.2.2012 08:00
Iðjuleysi myndi gera út af við mig Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, stendur í ströngu þessa dagana. Hann leikur með Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann er í harðri samkeppni um mínútur inni á vellinum og í janúar fékk hann í fyrsta sinn á ferlinum að kynnast alvöru mótlæti með íslenska landsliðinu. 20.2.2012 07:00
Ever Banega fótbrotnaði við það að setja bensín á bílinn Ever Banega, leikmaður Valencia, var fjarri góðu gamni í kvöld þegar lið hans lék við Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni en hann náði á einhvern óskiljanlegan hátt að fótbrotna við það að setja bensín á bíl sinn. 19.2.2012 23:15