Fleiri fréttir

Wenger íhugaði að skipta Walcott út af

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann hafi íhugað að skipta Theo Walcott af velli áður en hann skoraði svo tvö síðustu mörkin í 5-2 sigri liðsins á Tottenham um helgina.

Stjörnuhelgi NBA í Orlando | myndasyrpa

Það var mikið um að vera í Orlando um helgina þar sem að Stjörnuhelgi NBA fór fram. Í myndasyrpunni má finna helstu tilþrifin úr sjálfum Stjörnuleiknum og einnig troðslukeppninni sem fram fór á laugardag. Jeremy Evans leikmaður Utah sigraði í troðslukeppninni og Kevin Durant frá Oklahoma var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins. Kevin Love frá Minnesota sigraði í þriggja stiga keppninni.

Balotelli settur út úr ítalska landsliðshópnum

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur ákveðið að refsa Mario Balotelli með því að setja hann út úr ítalska landsliðshópnum fyrir æfingaleikinn gegn Bandaríkjunum á miðvikudagskvöldið.

Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni

Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy.

Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa

Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum.

Lakers bauð Bynum fyrir Howard

Peter Vecsey blaðamaður á New York Post segist hafa heimildir fyrir því að Los Angeles Lakers hafi boðið miðherjan Andrew Bynum í skiptum fyrir miðherjan Dwight Howard hjá Orlando Magic en Magic hafi hafnað því og óskað eftir bæði Bynum og Pau Gasol í skiptum fyrir besta varnarmann deildarinnar undanfarin tímabil.

Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico

Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu.

Magdeburg sigraði botnliðið | Björgvin með góða innkomu

Björgvin Páll Gústavsson lék seinni hálfleikinn þegar Magdeburg sigraði botnlið Eintracht Hildesheim 36-25 í dag. Magdeburg var aðeins einu marki yfir í hálfleik 17-16. Á sama tíma náði Melsungen jafntefli gegn Flensburg-Handewitt 32-32.

Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni

Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok.

Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter

Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin.

Sjöundi sigur Dortmund í röð

Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag.

Hvorki Rooney né Cleverley með Englandi gegn Hollandi

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að hvorki Wayne Rooney né Tom Cleverley leikmenn leikmenn Manchester United verði með Englandi í vináttulandsleik gegn Hollandi á miðvikudaginn vegna meiðsla.

Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku

AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti.

Ferguson: Norwich átti stig skilið í dag

Sir Alex Ferguson var hæstánægður með sigur sinna manna á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann viðurkenndi þó að heimamenn hefðu átt skilið stig.

Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina

Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum.

Jeremy Evans vann troðslukeppnina

Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina.

Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal gegn Spurs

Arsenal vann magnaðan 5-2 heimasigur á Tottenham í Lundúnarslagnum í dag. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks og útlitið svart hjá lærisveinum Arsene Wenger. Þeir jöfnuðu hins vegar fyrir hlé og slátruðu gestunum í síðari hálfleik.

Íslendingar á bekknum eða í tapliðum í Belgíu

Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson vermdu bekkinn þegar Lokeren og Beerschot lögðu andstæðinga sína af velli í belgíska boltanum í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason voru í byrjunarliðum Zulte Waregem og Leuven sem töpuðu sínum leikjum.

Zaccheroni valdi ellefu leikmenn sem spila í Evrópu

Alberto Zaccheroni, landsliðsþjálfari Japan, valdi ellefu leikmenn frá evrópskum félögum í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Úsbekistan í næstu viku. Japan lagði Ísland af velli í vináttulandsleik í gær 3-1.

Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð

Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist.

United fylgir City eins og skugginn

Manchester United sigraði Norwich 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn með marki í uppbótartíma.

Man City með yfirburði gegn Blackburn

Manchester City lagði Blackburn af velli í síðdegisleiknum í enska boltanum í dag. Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko voru allir á skotskónum í 3-0 sigri heimamanna.

Fallegasta mark ársins?

Pólverjinn Marek Zienczuk skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Ruch Chorzow á Lech Poznan í pólsku deildinni á föstudagskvöldið.

Irving bestur í leik hinna rísandi stjarna

Ungar stjörnur NBA körfuboltans mættust í Orlando í nótt en leikurinn er hluti af hinni árlegu Stjörnuleikshelginni. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, var valinn maður leiksins.

Lambert með þrennu og Southampton í toppsætið

Rickie Lambert var hetja Southampton þegar liðið vann 3-0 útisigur á Watford í Championship-deildinni í dag. Með sigrinum komust Dýrlingarnir í toppsæti deildarinnar á kostnað West Ham sem gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace fyrr í dag.

Dramatískur sigur Füchse | Dagur og Alex komnir áfram

Füchse Berlín tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir dramatískan eins marks sigur á Bjerringbro-Silkerborg 28-27. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti með Berlínarliðið.

Sjá næstu 50 fréttir