Fleiri fréttir

Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar?

DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar.

Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger

Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn.

Jóhann Berg og félagar í undanúrslit bikarsins

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar að lið hans, AZ Alkmaar, komst í undanúrslit hollensku bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á neðrideildarliðinu GVVV.

82 leikmenn settir í bann í Zimbabwe

Knattspyrnusamband Zimbabwe hefur ákveðið að setja 82 leikmenn í bann og meina þeim að spila með landsliðinu í óákveðinn tíma.

Ballack boðið sjónvarpshlutverk í Bandaríkjunum

Michael Ballack, fyrrverandi landsliðsfyriliða Þýskalands, hefur verið boðið að vera sérfræðingur bandarísku ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í umfjöllun hennar um EM í fótbolta í sumar.

Helena næststigahæst í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta.

Kristinn Freyr til Valsmanna

Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla.

FIFA gæti leyft fjórðu skiptinguna

Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir hugmynd um að bæta fjórðu skiptingunni við í framlengingum fótboltaleikja þegar knattspyrnulaganefnd sambandsins hittist í næsta mánuði. Fundurinn fer fram í Englandi 3. mars næstkomandi.

Fimm mörk á fjórum dögum hjá Llorente

Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao og spænska landsliðsins, hefur verið sjóðheitur í þessari viku og skoraði tvö mörk fyrir framan landsliðsþjálfarann Vicente Del Bosque þegar Athletic Bilbao sló þriðju deildarliðið CD Mirandés úr úr bikarnum í gær.

Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag.

Nýi Belginn hjá Chelsea: Öll fjölskyldan heldur með Liverpool

Chelsea keypti í gær Belgíumanninn Kevin De Bruyne frá Genk en þessi tuttugu ára miðjumaður var strax lánaður aftur til Genk þar sem að hann mun klára tímabilið. Chelsea borgaði sjö milljónir punda fyrir leikmanninn eða jafnmikið og félagið borgaði fyrir Gary Cahill.

TEAMtalk: Koma Gylfa til Swansea ein bestu viðskiptin í janúar

Fótboltavefmiðillinn TEAMtalk fékk í dag Nick Hext til að velja fjögur best heppnuðu félagsskiptin í janúarglugganum en glugginn lokaði eins og kunnugt er í gærkvöldi. Hext nefnir til fjögur félagsskipti og er koma okkar manns Gylfa Þórs Sigurðssonar til Swansea á þeim lista.

Leeds búið að reka stjórann sinn

Leeds rak í dag stjórann Simon Grayson og þjálfarateymi hans en hann hefur stýrt málunum á Elland Road undanfarin þrjú ár. Unglingaliðsþjálfari félagsins, Neil Redfearn, mun taka tímabundið við liðinu á meðan verður leitað verður að nýjum stjóra.

Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu

Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall.

Réttarhöldin yfir Terry fara ekki fram fyrr en eftir EM í sumar

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, þarf ekki að mæta í réttarsal fyrr en í júlí eftir að afgreiðslu málsins um kynþáttahatur hans var frestað í dag. Lögmaður Terry mætti fyrir dómara og lýsti yfir sakleysi umbjóðanda síns.

AGK búið að finna eftirmann Guðjóns Vals

Danska stórliðið AG Kaupmannahöfn hefur fundið eftirmann Guðjón Vals Sigurðssonar sem mun yfirgefa félagið í vor. AG hefur samið við sænska landsliðsmanninn Fredrik Petersen sem er einn besti vinstri hornamaður í heimi.

Guardiola: Ég svara þegar ég veit svarið sjálfur

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er enn ekki búinn að ákveða það hvort að hann haldi áfram með liðið eftir þetta tímabil. Guardiola hefur alltaf samið til eins árs í senn og vill ekki gera lengri saminga þótt að mikill áhugi sé fyrir hendi meðal forráðamanna félagsins.

Mancini: Þetta tap var mér að kenna

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, kennir sjálfum sér um tapið á móti Everton í gær en það þýddi að nágrannarnir í Manchester United náðu City að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Hanahálsfjaðrir að verða illfáanlegar

Allt frá því í fyrra hefur verð á hanafjöðrum til hnýtinga rokið upp úr öllu valdi. Ástæðan er hártíska sem rutt hefur sér til rúms vestanhafs.

Fleiri útboð á döfinni

Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum.

Allar breytingarnar hjá ensku liðunum í þessum glugga

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir breytingar hjá hverju liði í ensku úrvalsdeildinni í félagsskiptaglugganm sem lokaði í gærkvöldi. Lokadagurinn var ekkert í líkingu við þann á sama tíma í fyrra en fullt af leikmönnum breyttu þó um búning.

NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði

Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu.

Sjá næstu 50 fréttir