Fleiri fréttir

Wenger ætlar að horfa á tvö bestu lið heims á laugardaginn

Arsène Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að láta stórleik fótboltahelgarinnar fara framhjá sér en Real Madrid tekur á móti Barcelona í El Clasico á laugardagskvöldið. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00

Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli?

Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu.

Inter mun ekki kaupa Tevez

Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Inter hafa útilokað að félagið muni kaupa Carlos Tevez frá Manchester City.

Mancini: Evrópudeildin er mikilvæg

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að vinna Evrópudeild UEFA eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Guti: Real Madrid vinnur Barcelona 3-1

Guti, fyrrum stjarna Real Madrid liðsins, er sannfærður um öruggan sigur Real Madrid á móti Barcelona í El Clasico leiknum sem fer fram á Santiago Bernabéu í Madrid á laugardaginn. Real Madrid getur náð sex stiga forskoti á Barcelona með sigri.

HM 2011: Sagt eftir Þýskalandsleikinn

Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins í handbolta voru vitanlega hæstánægðir með frábæran sigur á liði Þýskalands, 26-20, á HM í Brasilíu í gær.

Jarðaför Gary Speed verður aðeins fyrir þá nánustu

Jarðaför Gary Speed fer fram seinna í þessari viku og mun hún fara fram í Wales. Útförin mun fara fram fyrir luktum dyrum og aðeins fjölskylda hans og nánustu vinum verður boðið. Speed svipti sig lífi sunnudagsmorguninn 27. nóvember og öll breska þjóðin sameinaðist í sorg.

Við hvað starfa stelpurnar okkar?

Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu á HM hafa fæstar atvinnu af því að spila handbolta. Fimm leikmenn af alls sextán í landsliðshópnum leika með liðum erlendis og 11 leikmenn eru við nám og störf á Íslandi. Reyndar er einn leikmaður í atvinnuleit eins og komið hefur margoft fram.

Utan vallar: Fleiri leikmenn þurfa að fara í sterkari deildir

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í fyrsta sinn í sögunni í úrslitum heimsmeistaramótsins hér í Brasilíu. Þegar þetta er skrifað hefur Ísland leikið þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur. Það er stórt afrek fyrir litla Ísland að vera með lið í þessari keppni. Stelpurnar okkar eru búnar að stimpla sig inn á meðal 24 bestu þjóða heims og það tekur enginn af þeim.

Þjálfari Kínverja stýrir bara með flautunni

Æfingar kínverska landsliðsins hér í Santos hafa vakið mikla athygli. Xindong Wang, þjálfari liðsins, notar ekki röddina til þess að stjórna leikmönnum á æfingum. Hann notar dómaraflautu og hún þagnar varla meðan á æfingunni stendur. Wang sýndi einnig í fyrrakvöld að hann er skapmikill.

HM-laginu er ekki misþyrmt í Brasilíu

Það er venjan á stórmótum í handbolta að mótshaldarar eru mjög hrifnir af því að spila hið opinbera mótslag við hvert einasta tækifæri.

Ágúst þjálfari mun hlaupa upp 20 hæðir á hótelinu í kvöld

"Ég var víst búinn að lofa því að hlaupa upp allar 20 hæðirnar á hótelinu ef stelpurnar myndu vinna. Ég mun að sjálfsögðu rúlla því upp," sagði sigurreifur þjálfari Íslands, Ágúst Þór Jóhannsson, í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. "Ég mun reyna að komast hjá því í kvöld en ég kemst tæplega upp með það."

Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 26-20

Það hefur verið sagt um íslensk landslið að þau hagi sér oft eins og íslenska veðrið. Það er aldrei að vita hvað mun gerast næst. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, stelpurnar okkar, er þar engin undantekning. Í gær náði Ísland stórkostlegum úrslitum gegn stórþjóðinni Þýskalandi á HM í Santos. Ísland sigraði 26-20 í mögnuðum leik þar sem Þýskaland komst í 11-4 um miðjan fyrri hálfleik. Þá hófst lítið íslenskt eldgos í Arena Santos, og Ísland landaði mögnuðum sigri.

Stelpurnar unnu síðustu 43 mínúturnar 22-9 - myndir

Stelpurnar okkur stigu stórt skref í átt að sextán liða úrslitunum á HM kvenna í Brasilíu eftir frábæran 26-20 sigur á Þýskalandi í kvöld. Íslenska liðinu nægir að vinna botnlið Kína í lokaleiknum til að komast í 16 liða úrslitin.

Hrafnhildur: Gaman að vera til núna

Landsliðsfyrirliðinn Hrafnhildur Ósk Skúladóttir geislaði af gleði er hún hitti Sigurð Elvar Þórólfsson að máli í Santos í kvöld. Stelpurnar okkar voru þá nýbúnir að vinna glæsilegan sigur á Þýskalandi.

Anna Úrsúla: Það gekk allt upp hjá okkur í dag

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var valin maður leiksins af mótshöldurum í sigurleiknum á Þýskalandi í kvöld en hún var frábær í vörninni og fiskaði þrjú vítaköst á lokasprettinum. Anna Úrsúla var kát í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson í þættinum hjá Þorsteini Joð Vilhjálmssyni á Stöð 2 Sport.

Vidic meiddist í kvöld

Man. Utd varð fyrir fleiri en einu áfalli í kvöld því fyrirliðinn, Nemanja Vidic, meiddist illa ofan á allt saman.

Mancini: Þetta er enginn heimsendir

Leikmenn Man. City gerðu það sem þeir gátu í kvöld. Lögðu Bayern en það dugði ekki til þar sem Napoli vann á sama tíma og komst þar með áfram en City verður í Evrópudeildinni ásamt nágrönnum sínum í United.

Man. Utd og Man. City í Evrópudeildina

Bæði Manchesterliðin verða að gera sér það að góðu að spila í Evrópudeild UEFA það sem eftir lifir vetrar eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Fimmtán sigrar í röð hjá Kiel

Það er ekkert lát á ótrúlegu gengi liðs Alfreðs Gíslasonar, Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni en liðið vann sinn fimmtánda leik í röð í þýsku deildinni í kvöld.

Nadal vill að Xavi vinni Gullboltann

Spænska tennisstjarnan Rafael Nadal vonast til þess að landi hans, knattspyrnumaðurinn Xavi hjá Barcelona, verði valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA í ár.

HM 2011: Svartfjallaland valtaði yfir Kína

Svartfjallaland átti ekki í vandræðum með að landa stórsigri gegn Kína í fyrsta leik dagsins í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Santos. Svartfjallaland sigraði með 27 marka mun, 42-15, en staðan í hálfleik var 23-8.

Heinevetter er veikur

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter er tæpur fyrir leik Füchse Berlin gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Barca-börnin glöddu Guardiola í gær: Óaðfinnanleg frammistaða

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tefldi fram hálfgerðu unglingaliði í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikmenn eins og Lionel Messi, Xavi, Andrés Iniesta og fleiri fengu hvíld en í staðinn fengu framtíðarleikmennirnir að prufa sig í deild þeirra bestu.

Anelka á leið til Kína

Samkvæmt frétt sem birtist á vef Sky Sports hefur franski framherjinn Nicolas Anelka komist að samkomulagi við kínverska félagið Shanghai Shenhua.

Arsenal vígir styttu af þremur goðsögnum um helgina

Arsenal ætlar að afhjúpa nýja styttu fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudaginn en hún var gerð í tilefni af 125 ára afmæli félagsins. Styttan er af þremur goðsögnum úr sögu félagsins, Herbert Chapman, Tony Adams og Thierry Henry.

Lakers að spila fyrstu þrjú kvöldin á nýju NBA-tímabili

Það verður nóg að gera hjá NBA-liðunum þegar nýtt tímabil fer af stað á jóladag. Það þarf að koma 66 leikjum fyrir á aðeins fjórum mánuðum og fyrsta liðið sem fær að kynnast þéttri dagskrá verður lið Los Angeles Lakers.

Santos spilar ekki gegn Everton

Bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal mun ekki spila með liðinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni nú um helgina en hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir